Öskudagur í Salaskóla

Öskudagur er miðvikudaginn 1. mars nk. Að venju verður öskudagsgleði í skólanum og krakkarnir mæta í búningum. Hér verða svo ýmsar uppákomur allan morguninn þar sem búningarnir nýtast vel. Skólinn er til hádegis þennan dag en dægradvölin er opin eftir að skóla lýkur.

Lesa meira

Breyting á aðalnámskrá grunnskóla og reglugerð um innritun í framhaldsskóla

Athygli er vakin á auglýsingu um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla. Breytingarnar varða brautskráningu úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. Í auglýsingu nr. 894/2016, sem birt var í Stjórnartíðindum 31. október 2016,  staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla. Meginbreytingin lýtur […]

Lesa meira

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2017-2018

Innritun 6 ára barna (fædd 2011) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2017 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2017 munu skólar […]

Lesa meira

TÖLVUPÓSTUR TIL KENNARA OG SKÓLASTJÓRNENDA

  Kennarar og skólastjórnendur lesa og svara tölvupósti eftir kennslu og að minnsta kosti innan tveggja daga frá því hann berst. Póstur sem berst eftir að vinnudegi lýkur er ekki lesinn fyrr en daginn eftir. Ekki er hægt að treysta því að tölvupóstur sem kennarar eða skólastjórnendur fá verði lesinn samdægurs. Ef erindið er […]

Lesa meira

Fjáröflun 10. bekkjar

Í dag eru foreldraviðtöl og í tilefni þess hafa 10.bekkingar stillt upp þessum fallega kökubasar. Hægt er að kaupa sér til að maula á staðnum og svo er líka hægt að kaupa heilar kökur. Gott væri að hafa reiðufé í vasanum til að borga fyrir. Salan er við aðalinngang og á miðrými uppi.     […]

Lesa meira

Okkur vantar kennara í forföll

Okkur bráðvantar kennara í forföll á yngsta stigi. Helst í fullt starf en minna kemur til greina. Hafið samband við skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra í síma 4413200, netfang hafsteinn@salaskoli.is

Lesa meira

Foreldraviðtöl

Ágætu foreldrar Það eru foreldraviðtöl fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi. Opnað hefur verið fyrir skráningu, en hún fer fram á Mentor þar sem þið veljið ykkur tíma. Leiðbeiningar um bókun viðtala má finna hér    

Lesa meira

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Við minnum á lestrarátak Ævars vísindamanns og hvetjum eindregið til þátttöku Hér eru upplýsingar um átakið,(tekið af: www.visindamadur.com ) Það má lesa hvaða bók sem er. Á hvaða tungumáli sem er. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir þig telst með. Allir krakkar í 1. – 7. bekk mega taka þátt. Fyrir hverjar þrjár bækur sem þið […]

Lesa meira

Siljan 2017

Við hvetjum unga upprennandi kvikmyndagerðarmenn til þess að taka þátt í Siljunni 2017 Barnabókasetur stendur fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Markmiðið er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Nemendur geta unnið […]

Lesa meira

Jólaböllin 2016

Þriðjudagurinn 20. desember er síðasti skóladagur fyrir jól. Þá mæta nemendur á jólaböll eins og hér segir: Kl. 9:00 – 9:50 – Glókollar, Þrestir, Hrossagaukar, Maríuerlur, Kríur, Flórgoðar, Tildrur Kl. 10:00 – 10:50 – Músarrindlar, Lóur, Lundar, Sandlóur, Langvíur, Himbrimar, Tjaldar Kl. 11:00 – 11:50 – Sólskríkjur, Spóar, Teistur, Steindeplar, Ritur, Lómar, Vepjur Nemendur […]

Lesa meira

Valgreinar á vorönn

Nú er komið að því að velja valgreinar vorannar. Allir nemendur eiga að fara inn á valsvæðið og velja þar það sem vekur mestan áhuga. Þar eru allar upplýsingar um það sem er í boði og hvernig á að velja. Þetta þarf að gerast í síðasta lagi næsta sunnudag, 18. desember.

Lesa meira

Góð þátttaka nemenda og foreldra í námsfundum haustsins

Í morgun var námsfundur með foreldrum og nemendur 7. bekkja og var það jafnframt síðasti námsfundurinn á þessu hausti. Kennarar og stjórnendur eru þá búnir að funda með öllum árgöngum skólans. Fundarsókn var feykigóð og húsfyllir á öllum fundum. Að þessu sinni fórum við nýja leið því að nemendur sátu fundina með foreldrum sínum […]

Lesa meira