Fjölgreindaleikar í Salaskóla

Dagana 6. og 7. nóvember fóru Fjölgreindaleikar Salaskóla fram og var mikið líf og fjör í skólanum þessa daga. Enn og aftur sannast það hvað þessir leikar eru skemmtilegir og gefandi og á svona dögum sjáum við nemendur okkar blómstra á svo fjölbreyttan hátt. Nemendur vinna verkefni í aldursblönduðum hópum, vinna sameiginlega að þrautalausnum […]

Lesa meira

Bókagjöf frá foreldrafélagi Salaskóla!

Breytingar hafa staðið yfir undanfarið á skólabókasafni Salaskóla. Síðastliðið vor var safnið fært til innanhúss og farið í endurnýjun á skráningum og skipulagi safnkosts. Í ljós kom að endurnýjun bóka var nauðsynleg til að geta boðið nemendum á öllum aldursstigum upp á gæða lesefni sem höfðar til áhugasviðs þeirra og hvetur þau til yndislesturs. […]

Lesa meira

Takk fyrir stuðninginn kæra samfélag

Til samfélagsins í kringum Salaskóla Það er með innilegu þakklæti í huga og kærleika í hjarta sem við þökkum ykkur fyrir stuðninginn í góðgerðarhlaupinu okkar þann 13. september sl. Ár hvert hlaupum við að hausti Ólympíuhlaup ÍSÍ og köllum það í leiðinni góðgerðarhlaup Salaskóla. Í ár ákváðum við að hlaupa góðgerðarhlaupið til styrktar nýstofnuðum […]

Lesa meira

Veruleikinn sem börnin okkar búa við – Hvernig geta foreldrar brugðist við og stutt við og leiðbeint börnum sínum?

Foreldrafélag Salaskóla, í samstarfi við SAMKÓP, býður foreldrum til fræðsluerindis: Veruleikinn sem börnin okkar búa við. Hvernig geta foreldrar brugðist við og stutt við og leiðbeint börnum sínum? Fyrirlesarar eru þau Andrea Marel og Kári Sigurðsson en þau hafa bæði starfað með börnum og unglingum um langt skeið og hafa saman breiða fagþekkingu í […]

Lesa meira

Endurskoðun skilmála vegna afnota af spjaldtölvu 2024

Skilmálar vegna afnota af spjaldtölvu hafa verið uppfærðir. Nálgast má skilmálana í heild sinni hér: https://spjaldtolvur.kopavogur.is/skilmalar/ Eftirfarandi breytingar voru gerðar: 2. grein breytist ekki efnislega en síðasta setningin hefur verið færð framar. 3. grein breytist þar sem orðið “Lightspeed” hefur verið tekið út og í staðinn sett orðið “umsýslukerfi”. 4. grein breytist. Var áður […]

Lesa meira

Góðgerðarhlaup Salaskóla

Föstudaginn 13. september munu nemendur Salaskóla taka þátt í árlegu Ólympíuhlaupi ÍSÍ á skólatíma. Eins og í fyrra, þá skilgreinum við hlaupið einnig sem „Góðgerðahlaup Salaskóla“. Að þessu sinni langar okkur að styrkja nýstofnaðan minningarsjóð Bryndísar Klöru Birgisdóttur, en hún var nemandi í Salaskóla og útskrifaðist frá okkur vorið 2023. Í minningu Bryndísar Klöru […]

Lesa meira

Gulur dagur þriðjudag 10.sept

Á morgun, þriðjudag 10. september, ætlum við í Salaskóla að hafa GULAN dag, til að sýna stuðning í gulum september vegna vitundarvakningar um geðheilbrigði, líðan og sjálfsvígsforvarnir. Það málefni, eins og svo mörg önnur, tengjast skólasamfélaginu með beinum hætti og mikilvægt að við sýnum hvert öðru stuðning, skilning og hlýju. Hér eiga gildi Salaskóla […]

Lesa meira

Velkomin í Salaskóla!

Velkomin í Salaskóla! Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst. Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 9:00, nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 10:00 og nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 11:00.  Skólasetningin verður í opnu rými við aðalinngang skólans, nálægt stiganum. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Eftir stutta skólasetningarathöfn fara nemendur í kennslustofur þar sem […]

Lesa meira

200.000 krónur til Barnaspítala Hringsins

Leikfélag Salaskóla og Fönix, skipað nemendum úr unglingadeild, afhentu á dögunum ávísun að upphæð 200.000 krónur til Barnaspítala Hringsins, en peningurinn er ágóði af sölu á leiksýningu félagsins. Unglingarnir settu upp verkið ,,Stefán rís“ byggt á bókinni ,,Unglingurinn“ eftir þá Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson. Fyrrum nemendur Salaskóla, þeir Aron Ísak Jakobsson og […]

Lesa meira

Lokauppgjör lokaverkefna nemenda á unglingastigi

Undanfarna daga hafa nemendur á unglingastigi verið að vinna að lokaverkefnum sínum þetta skólaárið. Lokaverkefni 8. bekkjar hefur snúist um að gera góðverk sem eftir hefur verið tekið í nærsamfélaginu sem og víðar. Krakkarnir vilja af þessum sökum bjóða foreldrum og öllum sem vilja láta gott af sér leiða að mæta á kynningu á […]

Lesa meira