Velkomin í Salaskóla!
Velkomin í Salaskóla! Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst. Nemendur í 2.-4. bekk mæta kl. 9:00, nemendur í 5.-7. bekk mæta kl. 10:00 og nemendur í 8.-10. bekk mæta kl. 11:00. Skólasetningin verður í opnu rými við aðalinngang skólans, nálægt stiganum. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Eftir stutta skólasetningarathöfn fara nemendur í kennslustofur þar sem […]
Lesa meira200.000 krónur til Barnaspítala Hringsins
Leikfélag Salaskóla og Fönix, skipað nemendum úr unglingadeild, afhentu á dögunum ávísun að upphæð 200.000 krónur til Barnaspítala Hringsins, en peningurinn er ágóði af sölu á leiksýningu félagsins. Unglingarnir settu upp verkið ,,Stefán rís“ byggt á bókinni ,,Unglingurinn“ eftir þá Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson. Fyrrum nemendur Salaskóla, þeir Aron Ísak Jakobsson og […]
Lesa meiraLokauppgjör lokaverkefna nemenda á unglingastigi
Undanfarna daga hafa nemendur á unglingastigi verið að vinna að lokaverkefnum sínum þetta skólaárið. Lokaverkefni 8. bekkjar hefur snúist um að gera góðverk sem eftir hefur verið tekið í nærsamfélaginu sem og víðar. Krakkarnir vilja af þessum sökum bjóða foreldrum og öllum sem vilja láta gott af sér leiða að mæta á kynningu á […]
Lesa meiraStefán rís
Hópur nemenda á unglingastigi hefur verið við stífar æfingar vegna uppsetningar leikrits í Salaskóla. Verkið heitir „Stefán rís“ og byggir á bókinni “Leitin að tilgangi unglingsins” eftir Arnór Björnsson, Óla Gunnar Gunnarsson og Bryndísi Björgvinsdóttur. Stefán, aðalsöguhetjan, er krúttlegur, geðþekkur og aðlaðandi strákur sem er að byrja í 10. bekk og verður ástfangin í […]
Lesa meiraHverfishátíð Salahverfis
Vorhátíð Salaskóla verður að þessu sinni hverfishátíð Salahverfis! Hin árlega vorhátíð foreldrafélags Salaskóla verður að þessu sinni sannkölluð hverfishátíð! Hátíðin verður fimmtudaginn 16. maí og hefst klukkan 17:00. Á staðnum verða matarvagnar og hægt að kaupa sér mat. ATH að kl. 19:00 er 2. sýning á leikverki sem unglingadeild Salaskóla hefur unnið að og […]
Lesa meiraNetöryggisfræðsla
Foreldrafélag Salaskóla, í samstarfi við Salaskóla, býður nemendum í 4.-10. bekk fræðsluerindi er snýr að þáttum er varða netöryggi, upplýsinga- og miðlalæsi. Auk þess verður foreldrum boðið fræðsluerindi um sama efni í sömu viku og fræðsla til nemenda fer fram á skólatíma. 8.-10. bekkur – ,,Algóritminn sem elur mig upp“. Mánudagur 29. apríl í […]
Lesa meiraKópurinn og forvarnarsjóður Kópavogs
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Kópsins, sem eru viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf í grunnskólum Kópavogs. Einnig er opið fyrir umsóknir í forvarnarsjóð Kópavogsbæjar. Áhugasamir geta sent inn tilnefningar/umsóknir eða komið hugmyndum til skólastjóra sem getur aðstoðað við ferlið.
Lesa meiraSkóladagatal 2024-2025
Hér má nálgast skóladagatal 2024-2025 : skoladagatal-2024-2025-samthykkt-2 Sumarfrístund verðandi 1.bekkinga verður í 9 skóladaga (kl. 8-16), vikuna 12.-16.ágúst og 19.-22.ágúst (frístund lokuð á skólasetningardegi). Hefðbundin frístund opnar svo mánudaginn 26.ágúst fyrir þau börn sem eru skráð úr 1.-4.bekk.
Lesa meiraAlþjóðadagur Downs heilkennis 21. mars
Fimmtudaginn 21. mars nk. er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis. Markmið dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að mæta í mislitum […]
Lesa meiraInnritun 6 ára barna í grunnskóla fyrir haustið 2024
Innritun 6 ára barna (fædd 2018) fer nú alfarið fram í gegnumþjónustugátt á vef bæjarins https://thjonustugatt.kopavogur.is Sjá nánar hér: Innritun 2024_isl_ens_pol
Lesa meira