Tilnefningar til Kópsins

Nú er opið fyrir tilnefningar til Kópsins, sem er viðurkenning Menntaráðs Kópavogsbæjar fyrir framúrskarandi skóla- og frístundastarf skólaárið 2024 – 2025. Undanfarin ár hafa nokkur verkefni frá Salaskóla verið tilnefnd og fyrir tveimur árum fékk verkefni frá Salaskóla Kópinn – en það var verkefnið „leiðtogaþjálfun í skólaíþróttum í 10. bekk“. Starfsfólk skóla, foreldrar og […]

Lesa meira

Alþjóðadagur Downs

Á föstudaginn er alþjóðadagur downs heilkennis sem haldinn er þann 21. mars ár hvert. Við hvetjum öll til að sýna málefninu stuðning og fagna fjölbreytileikanum með því að klæðast mislitum sokkum þennan dag 🤗

Lesa meira

Skólaþing Salaskóla

Skólaþing Salaskóla fór fram í gær þar sem allir nemendur skólans tóku þátt í umræðum sem tengjast skólastarfinu. Þar var meðal annars rætt hvað hægt sé að gera svo að nemendum líði betur í skólanum og hvernig hægt væri að gera námið áhugaverðara. Nemendum var skipt í hópa og 10. bekkingar tóku að sér […]

Lesa meira

Innritun í grunnskóla

    Grunnskólar Kópavogs Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2025 – 2026 Opnað hefur verið fyrir innritun fyrir næsta skólaár og stendur hún til 16. mars 2025. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Innritun 6 ára barna (fædd 2019) […]

Lesa meira

Fréttabréf Salaskóla – febrúar 2025

Í nýjasta fréttabréfi Salaskóla er að finna spennandi fréttir af skólalífinu! Háskólanemar koma í heimsókn, framkvæmdum er hrundið af stað til að bæta aðstöðu og sérstök áhersla er lögð á félagsfærni og samskipti í 6. bekk. Einnig eru veittar upplýsingar um foreldrafundi, fjölbreytt klúbbastarf í frístund og skemmtileg verkefni í heimilisfræði. Febrúar 2025

Lesa meira

Appelsínugul viðvörun!

Almannavarnir hafa upplýst skóla um að í dag, miðvikudag 5. febrúar, hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs. Viðvörunin gildir frá kl. 14 og ætti því, ef allt gengur eftir, að hafa að mestu áhrif á frístund og íþróttaæfingar barna en ekki hefðbundinn skóladag. Leiðbeiningarnar um viðbrögð foreldra má nálgast með eftirfarandi […]

Lesa meira

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar

Ljóðstafur Jóns úr Vör er haldinn af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar en efnt var til samkeppninnar fyrst árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar. Nokkrir nemendur úr Salaskóla tóku þátt í keppninni og var nemandi úr skólanum í öðru sæti, Friðrik Bjarki Sigurðsson, […]

Lesa meira

Bebras tölvuáskorunin

Dagana 4. – 15. nóvember fór Bebras (e. Beaver) tölvuáskorunin fram um heim allan. Verkefnið felst í því að auka áhuga barna og ungmenna á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni á öllum skólastigum. Ský er í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi sem fór fyrst fram hérlendis árið 2015. Salaskóli var að sjálfsögðu þátt […]

Lesa meira

Ljósa- og friðarganga foreldrafélagsins

Það var falleg stund og ljúf samvera þann 5. desember þegar árleg ljósa- og friðarganga foreldrafélags Salaskóla fór fram í fallegu vetrarveðri Samveran hófst á hljóðfæraleik frá Skólahljómsveit Kópavogs sem spilaði fyrir okkur fallega jólatóna. Þá var haldið af stað í gönguna með vasaljós, höfuðljós og ýmsar tegundir af skemmtilegum blikkljósum. Á göngustíg við […]

Lesa meira

Glæsilegur árangur í skákmóti

Þann 12. nóvember var haldið skólaskákmót í Smáraskóla og voru fulltrúar Salaskóla 4 nemendur úr 6. bekk, þeir Guðjón Veigar Rúnarsson, Hannes Krummi Guðlaugsson, Heiðar Már Eiðsson og Reynir Elí Kristinsson. Þeir stóðu sig frábærlega og lentu í 2. sæti en einungis munaði einum vinningi á þeim og liðinu sem lenti í 1. sæti. […]

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Þann 8. nóvember tóku allir nemendur skólans auk starfsfólks þátt í baráttudegi gegn einelti. Dagurinn er að öllu jöfnu haldinn þennan dag ár hvert. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti og hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Af þessu tilefni gengu 10. bekkingar […]

Lesa meira

Fjölgreindaleikar í Salaskóla

Dagana 6. og 7. nóvember fóru Fjölgreindaleikar Salaskóla fram og var mikið líf og fjör í skólanum þessa daga. Enn og aftur sannast það hvað þessir leikar eru skemmtilegir og gefandi og á svona dögum sjáum við nemendur okkar blómstra á svo fjölbreyttan hátt. Nemendur vinna verkefni í aldursblönduðum hópum, vinna sameiginlega að þrautalausnum […]

Lesa meira