Appelsínugul viðvörun!

Almannavarnir hafa upplýst skóla um að í dag, miðvikudag 5. febrúar, hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs. Viðvörunin gildir frá kl. 14 og ætti því, ef allt gengur eftir, að hafa að mestu áhrif á frístund og íþróttaæfingar barna en ekki hefðbundinn skóladag. Leiðbeiningarnar um viðbrögð foreldra má nálgast með eftirfarandi […]

Lesa meira

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar

Ljóðstafur Jóns úr Vör er haldinn af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar en efnt var til samkeppninnar fyrst árið 2002 í minningu skáldsins Jóns úr Vör. Við sama tilefni voru veitt verðlaun í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogsbæjar. Nokkrir nemendur úr Salaskóla tóku þátt í keppninni og var nemandi úr skólanum í öðru sæti, Friðrik Bjarki Sigurðsson, […]

Lesa meira

Bebras tölvuáskorunin

Dagana 4. – 15. nóvember fór Bebras (e. Beaver) tölvuáskorunin fram um heim allan. Verkefnið felst í því að auka áhuga barna og ungmenna á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni á öllum skólastigum. Ský er í forsvari fyrir verkefnið á Íslandi sem fór fyrst fram hérlendis árið 2015. Salaskóli var að sjálfsögðu þátt […]

Lesa meira

Ljósa- og friðarganga foreldrafélagsins

Það var falleg stund og ljúf samvera þann 5. desember þegar árleg ljósa- og friðarganga foreldrafélags Salaskóla fór fram í fallegu vetrarveðri Samveran hófst á hljóðfæraleik frá Skólahljómsveit Kópavogs sem spilaði fyrir okkur fallega jólatóna. Þá var haldið af stað í gönguna með vasaljós, höfuðljós og ýmsar tegundir af skemmtilegum blikkljósum. Á göngustíg við […]

Lesa meira

Glæsilegur árangur í skákmóti

Þann 12. nóvember var haldið skólaskákmót í Smáraskóla og voru fulltrúar Salaskóla 4 nemendur úr 6. bekk, þeir Guðjón Veigar Rúnarsson, Hannes Krummi Guðlaugsson, Heiðar Már Eiðsson og Reynir Elí Kristinsson. Þeir stóðu sig frábærlega og lentu í 2. sæti en einungis munaði einum vinningi á þeim og liðinu sem lenti í 1. sæti. […]

Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Þann 8. nóvember tóku allir nemendur skólans auk starfsfólks þátt í baráttudegi gegn einelti. Dagurinn er að öllu jöfnu haldinn þennan dag ár hvert. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti og hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Af þessu tilefni gengu 10. bekkingar […]

Lesa meira

Fjölgreindaleikar í Salaskóla

Dagana 6. og 7. nóvember fóru Fjölgreindaleikar Salaskóla fram og var mikið líf og fjör í skólanum þessa daga. Enn og aftur sannast það hvað þessir leikar eru skemmtilegir og gefandi og á svona dögum sjáum við nemendur okkar blómstra á svo fjölbreyttan hátt. Nemendur vinna verkefni í aldursblönduðum hópum, vinna sameiginlega að þrautalausnum […]

Lesa meira

Bókagjöf frá foreldrafélagi Salaskóla!

Breytingar hafa staðið yfir undanfarið á skólabókasafni Salaskóla. Síðastliðið vor var safnið fært til innanhúss og farið í endurnýjun á skráningum og skipulagi safnkosts. Í ljós kom að endurnýjun bóka var nauðsynleg til að geta boðið nemendum á öllum aldursstigum upp á gæða lesefni sem höfðar til áhugasviðs þeirra og hvetur þau til yndislesturs. […]

Lesa meira

Takk fyrir stuðninginn kæra samfélag

Til samfélagsins í kringum Salaskóla Það er með innilegu þakklæti í huga og kærleika í hjarta sem við þökkum ykkur fyrir stuðninginn í góðgerðarhlaupinu okkar þann 13. september sl. Ár hvert hlaupum við að hausti Ólympíuhlaup ÍSÍ og köllum það í leiðinni góðgerðarhlaup Salaskóla. Í ár ákváðum við að hlaupa góðgerðarhlaupið til styrktar nýstofnuðum […]

Lesa meira

Veruleikinn sem börnin okkar búa við – Hvernig geta foreldrar brugðist við og stutt við og leiðbeint börnum sínum?

Foreldrafélag Salaskóla, í samstarfi við SAMKÓP, býður foreldrum til fræðsluerindis: Veruleikinn sem börnin okkar búa við. Hvernig geta foreldrar brugðist við og stutt við og leiðbeint börnum sínum? Fyrirlesarar eru þau Andrea Marel og Kári Sigurðsson en þau hafa bæði starfað með börnum og unglingum um langt skeið og hafa saman breiða fagþekkingu í […]

Lesa meira

Endurskoðun skilmála vegna afnota af spjaldtölvu 2024

Skilmálar vegna afnota af spjaldtölvu hafa verið uppfærðir. Nálgast má skilmálana í heild sinni hér: https://spjaldtolvur.kopavogur.is/skilmalar/ Eftirfarandi breytingar voru gerðar: 2. grein breytist ekki efnislega en síðasta setningin hefur verið færð framar. 3. grein breytist þar sem orðið “Lightspeed” hefur verið tekið út og í staðinn sett orðið “umsýslukerfi”. 4. grein breytist. Var áður […]

Lesa meira