Frá stjórnendum Salaskóla

Ágætu foreldrar

Okkur undirrituðum er kunnugt um að póstkerfi Salaskóla, mentor, hafi verið notað af foreldrum í síðustu viku til að senda fjöldapóst vegna hugmynda um fyrirhugaða stækkun íþróttahússins. Við vitum ekkert um hvers vegna kerfið okkar var notað og berum enga ábyrgð á þeim bréfum sem send voru.

Sérhvert foreldri getur sent fjöldapóst á foreldra þeirra sem eiga barn í sama bekk. Skólinn getur ekki á neinn hátt stýrt þeim aðgangi né heldur borið ábyrgð á póstsendingum í gegnum kerfið. Við viljum því enn árétta að póstkerfið á ekki að nota í öðrum tilgangi en þeim sem varðar skólastarfið og samskiptum foreldra vegna nemenda í hverjum bekk.

Salaskóli tekur enga afstöðu til þess máls sem hér um ræðir og harmar að póstkerfi skólans hafi verið nýtt með þessum hætti.

Skólastjórnendur Salaskóla

Birt í flokknum Fréttir og merkt .