Könnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla

Nú stendur yfir könnun á viðhorfum foreldra til Salaskóla. Könnunin er gerð á netinu og hafa foreldrar fengið línk inn á könnunina senda í tölvupósti. Könnunin er virk til sunnudagsins 26. apríl. Niðurstöður verða birtar fljótlega eftir að könnun lýkur.

Við hvetjum foreldra til að taka þátt og leggja þannig sitt af mörkum til að bæta skólastarfið.

tulips.jpg

Gleðilega páska

tulips.jpgStarfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegrar páskahátíðar. Skólastarf hefst aftur hjá nemendum miðvikudaginn 15. apríl en skipulagsdagur starfsfólks verður 14. apríl.

toppur_web.jpg

Frábær árangur í skólaskákmeistaramóti

toppur_web.jpgFimmtudaginn 2. apríl var Skólaskákmeistaramót Kópavogs 2009 haldið í Hjallaskóla. Keppendur voru 38 í yngri flokki og 8 í eldri flokki.

Tefldar voru 7 umferðir í eldri flokki, allir við alla 2x 15 mín á skák. Salaskóli var í algerum sérflokki þar því allir 5 keppendurnir sem við máttum senda lentu í 5 efstu sætunum eins og hér kemur fram:

1. Patrekur Maron Magnússon

2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

3. Páll Andrason

4.-5. Eiríkur Örn Brynjarsson

4.-5. Guðmundur Kristinn Lee

Patrekur og Jóhanna voru hér jöfn efst og að loknu einvígi þeirra á milli hafði Patrekur sigur. Patrekur Maron sitjandi Íslandsmeistari frá því í fyrra varð því Kópavogsmeistari 2009. Þau keppa síðan sem fulltrúar Kópavogs á kjördæmismóti Reykjanes þann 4. apríl 2009. Myndir

Nemendur Salaskóla stóðu sig einnig afar vel í yngri flokki. Tefldar voru 9 umferðir með Monrad kerfi, 2×12 mín á skák. Þannig röðuð þau sér:

1. Birkir Karl Sigurðsson

2. Arnar Snæland

4.-8. Sindri Sigurður Jónsson

9.-10. Eyþór Trausti Jóhannsson

9.-10. Hildur Berglind Jóhannsdóttir

Við óskum skákfólkinu okkar innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.   

samsngur.jpg

Foreldrar í samsöng

samsngur.jpgMargir foreldrar auk einstaka ömmu og afa komu í heimsókn í skólann í morgun til þess að hlusta og taka þátt í samsöng barna sinna í 1.-4. bekk.

Samsöngur er vikulega á stundaskrá þessara bekkja en þá mæta bekkir ásamt umsjónarkennara sínum á sal skólans og tónmenntakennarar leiða stundina með söng og leik. Í dag var komið að því að sýna foreldrum hvað þau hefðu lært í vetur. Foreldrar létu ekki á sér standa og tóku mikinn þátt í söngnum.

Páskabingó foreldrafélagsins

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið fimmtudaginn 2 apríl n.k.

Bingó fyrir 1-4 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 17:00

Bingó fyrir 5-7 bekk og fjölskyldur þeirra verður kl 18:30

 

Vinningar verða að sjálfsögðu páskaegg ofl. Bingóspjaldið kostar kr 250.-

ATH ! Páskabingó fyrir 8, 9 og 10 bekk verður miðvikudaginn 1. apríl. í samstarfi við félagsmiðstöðina og hefst það kl 20:00 í Fönix. Bingóspjaldið kostar kr 250.-

Hlökkum til að sjá ykkur. Foreldrafélagið

Stóðu sig vel í Stóru upplestrarkeppninni

Björn Ólafur og Líney í 7. bekk tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd Salaskóla á þriðjudaginn 24.mars í aðalkeppninni í Kópavogi.

Keppnin var haldin í Salnum og voru 18 fulltrúar frá mismunandi skólum í Kópavogi.

Þau stóðu sig bæði mjög vel og er skólinn mjög stoltur af þátttöku þeirra.

Úrslit skákmeistaramóts Salaskóla 2009.

Skoðið myndir.
Mótið var haldið í febrúar og mars 2009 í þremur áföngum. Efstu 12:

Röð Nafn bekkur Vinn
1 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 10 7,5
2 Patrekur Maron Magnússon 10 7
3 Páll Andrason 9 6
4..6 Eiríkur Brynjarsson 9 5,5
4..6 Birkir Karl Sigurðsson 7 5,5
4..6 Guðjón Trausti Skúlason 9 5,5
7..12 Guðmundur Kristinn Lee 8 5
7..12 Steindór Snær Ólason 8 5
7..12 Ragnar Eyþórsson 10 5
7..12 Arnar Snæland 7 5
7..12 Sindri Sigurður Jónsson 7 5
7..12 Eyþór Trausti Jóhannsson 6 5

Alls kepptu 170 krakkar í undanrásum og voru 38 valin til leiks í lokaúrslitin. 

Á þessu móti voru einnig valdir þeir keppendur sem eiga að keppa fyrir Salaskóla á meistarmóti Kópavogs sem verður haldið kl 14:00 til 18:00 þann  2.apríl í Hjallaskóla. Eftirtaldir krakkar hafa verið valdir til keppni sem fulltrúar okkar á Kópavogsmótinu.

  Flokkur I unglingar –  Hér er valið eftir virkni og skákstigum
1 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
2 Patrekur Maron Magnússon
3 Páll Andrason
4 Eiríkur Brynjarsson
5 Guðmundur Kristinn Lee
   
  Flokkur II Barnaskóli  – Hér voru úrslit meistarmótsins látin ráða vali
1 Birkir Karl Sigurðsson
2 Arnar Snæland
3 Sindri Sigurður Jónsson
4 Eyþór Trausti Jóhannsson
5 Baldur Búi Heimisson


Mótsstjórar á meistaramóti Salaskóla voru þau Sigurlaug Regína og Tómas Rasmus.

Árshátíð unglingadeildar

Á fimmtudagskvöldið, 26. mars, verður árshátíð unglingadeildar Salaskóla. Það er félagsmiðstöðin Fönix sem sér um árshátíðina, en kennarar þjóna til borðs. Boðið er upp á glæsilegan mat sem matreiðslumeistari skólans hefur verið að undirbúa síðustu vikuna.

Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00. Að loknu borðhaldi verða skemmtiatriði og svo verður stiginn dans til kl. 11:30 en þá verður hátíðinni formlega slitið.

Allir mæta að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi og með sparibrosið á andlitinu. Miðaverð er kr. 2 þúsund. Nemendur eiga að mæta í skólann kl. 10:00 á föstudeginum.

Við viljum vekja athygli foreldra á að við höfum heyrt um einhvern límosínu akstur að lokinni árshátíð. Við viljum taka fram að slíkt er okkur ekki að skapi og firrum okkur allri ábyrgð á. Að okkar mati eiga nemendur að fara heim strax að lokinni árshátíð.