Aðalfundur foreldrafélagsins verður miðvikudaginn 13. október kl. 20:00 í sal Salaskóla. Nánari auglýsing síðar.
Category Archives: Fréttir
Fjölgreindaleikar
Efnt verður til níundu fjölgreindaleika Salaskóla dagana 6. og 7. október Allir nemendur taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 40 hópa og í hverjum hópi eru nemendur af öllum skólastigum. Keppnisgreinar eru 40 og hver hópur keppir í öllum greinum. Keppnisgreinar reyna á allar greindir og fjölbreytni er afar mikil. Þennan dag mætir starfsfólk í furðufötum.
Þróunarstarf
Í Salaskóla er unnið markvisst að þróun og endurbótum á námi og kennslu. Þróunarstarfið er unnið út frá stefnu skólans, grunnskólalögum og markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Sérstaklega er unnið að því að koma æ betur til móts við þarfir, áhuga og getu sérhvers einstaklings og stuðlað að vellíðan og góðum árangri nemenda.
List- og verkgreinar
List- og verkgreinakennsla
List- og verkgreinar eru kenndar í smiðjum. Nemendur eru aðeins í einni smiðju hverju sinni og að jafnaði tekur hver smiðja 8 – 9 vikur. Tónlist er ekki kennd í smiðjum, heldur í sérstökum tónlistartímum. Í list- og verkgreinum eru námshópar að jafnaði fámennari en í öðrum námsgreinum.
Aldursblöndun
Rannsóknir sem gerðar hafa verið á aldursblöndun benda til þess að hún hafi jákvæð áhrif á skólastarf og nemendur. Til þess að örva nemendur enn frekar í námi fer nám þeirra að hluta til í aldursblönduðum hópum. Samkennsla árganga af þessu tagi stuðlar að einstaklingsmiðaðri kennslu auk þess sem hún bætir tengsl milli nemenda, m.a. vegna þess að nemendur kynnast bæði eldri og yngri nemendum og þeir þekkja krakka í öðrum bekkjum en sínum eigin. Það stuðlar að góðum anda og eftirsóknarverðum skólabrag.
Stundaskrá og starfsáætlun
Skipulag og stundaskrá
Skipulag og kennsluhættir Salaskóla markast af stefnu og markmiðum skólans. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám, að koma til móts við þarfir, áhuga og getu hvers og eins. Í því skyni er áhersla lögð á samstarf milli árganga. Skipulag af þessu tagi gefur aukna möguleika á sveigjanleika í skólastarfinu og að komið sé til móts við mismunandi þarfir nemenda.
Tímafjöldi nemenda í hverjum árgangi og í hverri námsgrein er í samræmi við viðmiðunarstundaskrá menntamálaráðuneytisins. Til að auka sveigjanleika og fjölbreytni í skólastarfinu getur stundaskráin verið breytileg, en sá tími sem nemendur eru í skólanum á degi hverjum er sá sami.
Skóladagatal
Á skóladagatali koma fram þeir dagar sem nemendur eiga að sækja skóla, hvaða daga er vikið frá venjulegum skóladegi og hvaða daga nemendur fá leyfi.
Haustfundir
Í upphafi skólaárs, verður kynning fyrir foreldra á skólastarfinu. Bekkjarkennarar sjá um kynningarnar í sínum bekkjum.
Foreldraviðtöl
Kennarar eru með símaviðtalstíma daglega að lokinni kennslu. Ef þeir eru uppteknir tekur ritari skilaboð og kemur til þeirra. Umsjónarkennarar kalla til foreldra þegar þurfa þykir en sérstakir foreldraviðtalsdagar eru 10. október og 19. janúar.
Skipulagsdagar
Á skipulagsdögum eiga nemendur frí en kennarar vinna að mati á skólastarfinu, áætlanagerð, undirbúningi og endurmenntun.
Skipulagsdagar eru :
28. september, 19. nóvember, 3. janúar, 6. mars og 31. maí.
Dægradvöl er opin á skipulagsdögum.
Vetrarfrí
Vetrarfrí er tvískipt, tveir dagar á hvorri önn. Skólinn er lokaður á þeim tíma og engin starfsemi fer þar fram. 22. og 23. október á haustönn og 22. og 25. febrúar á vorönn.
Skólaslit
Skólaslit verða föstudaginn 7. júní. Þau verða formleg, þ.e. nemendur mæta í skólann með foreldrum sínum á sérstaka athöfn þar sem skólanum verður slitið. Útskrift nemenda sem eru að ljúka 10. bekk verður fimmtudagskvöldið 6. júní.
Samræmd könnunarpróf
4. og 7. bekkur þreytir samræmd könnunarpróf í íslensku 20. september og stærðfræði 21. september .
Samræmd könnunarpróf í 10. bekk verða
Íslenska |
mánudagur |
17. sept. |
|
Enska |
þriðjudagur |
18. sept. |
|
Stærðfræði |
miðvikudagur |
19. sept. |
Litlu jólin og jólafrí
Litlu jólin verða fimmtudaginn 20. desember. Nemendur mæta þá á mismunandi tímum og eru rúmlega klukkustund í skólanum. Dægradvölin er opin. Að loknu jólaballi hefst jólafrí nemenda. Kennsla hefst aftur að loknu jólaleyfi föstudaginn 4. janúar.
Öskudagur
Á öskudag verður skóladagur til hádegis. Þá verður skólastarf verulega frábrugðið því sem venjulegt er.
Annað
Aðra daga mæta nemendur samkvæmt stundaskrá. Þó kann skóladagur að lengjast þegar farið er í ferðlög.
Stöðvum einelti – borgarafundir
Nú stendur yfir eineltisátak Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila, með fundum sem haldnir eru á 11 stöðum á landinu. Umfjöllunarefni fundanna er einelti og ungt fólk, netið og ábyrgð samfélagsins. Leikhópar unglinga undir handleiðslu leiklistarkennara eða leiðbeinanda á hverjum stað, setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu“ eftir Elítuna og Rannveigu Þorkelsdóttur. Jafningjafræðslufundir og borgarafundir hafa nú verið haldnir í Árborg og á Ísafirði og voru vel sóttir. Framundan eru fundir á eftirtöldum stöðum: í Reykjanesbæ 28. september, Sauðárkróki 5. október, Akureyri 6. október, Grundarfirði 12. október, Fljótsdalshéraði 19. október, Borgarbyggð 21. október, Vestmannaeyjum 26. október, Höfn í Hornafirði 28. október og í Reykjavík 3. nóvember.
Frá tómstundafélögum
Við hvetjum foreldra til að skoða heimasíður íþrótta- og tómstundafélaga. Við birtum á facebooksíðu skólans upplýsingar um tómstundastarf eftir því sem þær berast okkur. Við dreifum ekki fjölritum um slíkt með nemendum.