Skipulagsdagur kennara

Skipulagsdagur kennara verður föstudaginn 26. nóvember og er þá ekki skóli hjá nemendum. Kennsla hefst skv. stundaskrá á mánudaginn.

Bekkjarmót Salaskóla í skák 2010


Undanrásum er nú lokið í bekkjamóti Salaskóla. Alls kepptu 32 lið í undanrásum eða rétt um 100 krakkar. Efstu 3 lið úr yngsta flokki, efstu 4 lið af miðstigi og efstu 5 liðin úr unglingadeild halda síðan áfram og keppa um titilinn Bestu bekkur Salaskóla í skák 2010 að morgni 3 desember 2010. Tómas Rasmus er mótsstjóri.

Eftirfarandi lið hafa ölast keppnisrétt á lokamótinu:

Úr 1.- 4. bekk
Hrossagaukar A lið  4. bekkur
Starar  Mátlið  2. bekkur
Lóur  Alið  4. bekkur

Úr 5.-7. bekk
Súlur A lið 6. bekkur
Súlur B lið 6. bekkur
Fálkar A lið 7. bekkur
Langvíur A lið 6. bekkur

 

Úr 8.-10. bekk
Krummar A lið 9. bekkur
Himbrimar A aha 8. bekkur
Himbrimar nr 1, 8 bekkur
Smyrlar A lið 10. bekkur
Krummar B lið 9. bekkur
 

 

 

 

 

Heillandi fyrstubekkingar


Fyrstubekkingar ásamt kennurum sínum buðu foreldrum upp á gleðistund í salnum í morgun með sýnishorni  úr samsöng og tónmennt vetrarins. Þau komu öguð á svið og sungu við raust hinar ýmsu vísur og lög svo allir gátu ekki annað en hrifist með.  Á eftir var foreldrum boðið að koma í bekkina þar sem afrakstur þemaverkefna voru til sýnis. Þar voru t.d flottir teiknaðir fuglar til sýnis eins og sendlingar, músarindlar, spóar og stelkar.

Rosastuð á Reykjum


Sjá fleiri myndir hér.
Eftirfarandi bréf barst skólanum frá Reykjum þar sem sjöundu bekkingar dveljast:
Hér á Reykjum ræður gleðin ríkjum. Nemendur dvelja kátir við leik og störf. Læra náttúrfræði, byggðarsögu, fræðast um undraheim auranna og sprikla í íþróttum og sundi. Á milli þess er "chillað" á herbergjum, keppt í borðtennis og billiard eða bara haft gaman saman. Krakkarnir okkar standa sig með prýði og eru sér og sínum til sóma. Svo er gaman að fylgjast með þeim mynda vinatengsl við krakkana úr Flataskóla. Við látum fylgja hér eina dagbókarfærslu sem fangar stemmninguna vel:

Kæra dagbók,
Í dag komum við á Reyki. Það var awesome. Við fengum að fara í herbergin okkar og chilla. Það var awesome. Svo fórum við og kynntumst öllum húsunum. Það var awesome. Svo var okkur skipt í hópa og ég er í hóp 1 sem fór í náttúrufræði í dag. Það var líka awesome. Svo núna fer ég að sofa, góða nótt.

Awesome kveðja,

Fálkar og Ernir    

Dagur íslenskrar tungu


Í tilefni af Degi íslenkrar tungu sem er í dag, 16. nóvember, buðu nemendur í 5. og 6. bekk foreldrum og nemendum í yngri bekkjum að koma á sal og hlusta á þau flytja ljóð og vísur. Skáldið Jónas Hallgrímsson var heiðrað með flutningi á mörgum ljóðum hans, fagurlega skreytt myndverkum, og nemendur sýndu svo sannarlega leikræna tilburði í flutningi. Einnig voru sungnar vísur við undirleik þeirra sjálfra og Ragnheiðar tónmenntakennara. Krakkarnir og kennararnir þeirra eiga heiður skilið fyrir þessa vönduðu dagskrá.

Góður námsárangur í 10. bekk

Nemendur í 10. bekk í Salaskóla stóðu sig vel á samræmdu könnunarprófinu nú í haust. Í öllum greinunum, íslensku, ensku og stærðfræði var niðurstaðan vel fyrir ofan landsmeðaltal. Í íslensku var meðaltal skólans 6,6 og landsmeðaltali 6,2. Í stærðfræði var meðaltal skólans 7,2 en landsmeðaltalið 6,5 og í ensku var meðaltal skólans 8,0 en landsmeðaltalið 7,1.

Robobobo flottir og með góða liðsheild


Lególið Salaskóla stóð sig frábærlega vel í First Lego League keppninni sem fram fór á laugardaginn. Í heildina lentu Robobobo í þriðja sæti í keppninni og voru auk þess kosnir liðið með bestu liðsheildina. Til hamingju með flottan árangur. 

Fleiri fréttir af keppninni hér.

Allt klárt fyrir legokeppni


Nú eru lególið skólans Robobobo að leggja síðustu hönd á verk fyrir First Lego League keppnina sem verður haldin á laugardaginn í Keili á Suðurnesjum. Undirbúningur hefur staðið yfir í  margar vikur. Fylgjast má með liðinu á vefsíðu liðsins http://robobobo.freehostia.com/lego/. Þar er einnig hægt að sjá dagskrá morgundagsins ef einhverjir vilja fara og hvetja liðið til dáða. 

Sjá líka frétt á mbl.is

Útikennslustofa í Rjúpnahæð


Í morgun kl. 10:00 var útikennslustofan  formlega opnuð.  Mættir voru fulltrúar Kópavogsbæjar, starfsmenn fræðsluskrifstofu og  skipulags – og umhverfissviðs. Elstu nemendur á Fífusölum og Rjúpnahæð með kennurum sínum og  nemendafulltrúar Grænfánans í Salaskóla og kennarar. Einn kennarinn var með gítar og sungu allir saman nokkur lög og bökuðu brauð yfir opnum eldi og fengu heitt kakó.

Þetta var notaleg stund í fallegu stofunni sem á eftir að fá nafn.   Allir fóru glaðir og sælir heim.  Fullviss um að koma sem fyrst aftur.
Fleiri myndir.