Öskudagsgaman – fullt af myndum

Líf og fjör var í Salaskóla í dag, öskudag, en þá mættu nemendur í grímubúningum í skólann og glímdu við hin margvíslegu verkefni. Í salnum var m.a. sungið, dansað og farið í húllakeppni en í kennslustofum og íþróttasal voru ýmsar stöðvar í gangi sem nemendur kíktu á. Það var t.d. hægt að búa til kókoskúlur, snúa vinabönd, spila og láta mála sig svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir undu hag sínum vel og mikil stemmning var í skólanum meðan á þessu stóð. Endað var á pylsuveislu þar sem allir gæddu sér á pylsum með tilheyrandi meðlæti við pylsuvagnana sem staðsettir voru víða um skólann. Nemendur voru svo leystir út með nammipoka sem foreldrafélagið splæsti á þá og fóru heim með bros á vör eftir hádegið. Myndir voru teknar sem sýna svo sannarlega hversu glaðir krakkar voru í Salaskóla þennan morguninn. Sjá myndband frá söng yngstu nemenda í salnum.

  

Salaskóli sigrar í elsta og yngsta flokki á Kópavogsmeistaramótinu

Sveitakeppni grunnskóla í skák í Kópavogi var mánudaginn 7. mars 2011 í Salaskóla. Keppnin hófst með skráningu kl 13:40.  Mótið fór síðan í gang  kl 14:30. Tefldar voru 5 umferðir. Keppt var í 4 manna liðum og mátti hvert lið hafa 1 til 2 varamenn. Keppt var einnig í þremur aldurshólfum. Þannig:  
1.-.4 bekkur  Yngsta stig
5.-.7 bekkur  Miðstig
8.-.10 bekkur Unglingastig.
Hvert lið er skipað keppendum úr viðkomandi aldurshólfi en leyfilegt er að færa yngri nemendur upp í eldri aldurshólf til að tryggja fullskipuð lið á hverju stigi fyrir sig. Alls mættu 40 lið til keppninnar og hefur annar eins fjöldi skákmanna aldrei sést í Kópavogi.

 

 

Keppendur komu frá Álfhólsskóla, Hörðuvallaskóla, Kársnesskóla, Lindaskóla, Salaskóla, Smáraskóla, Snælandsskóla og Vatnsendaskóla.

Mótið var styrkt af  Skákstyrktarsjóði Kópavogs og afhenti Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla verðlaun fyrir bestan árangur. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. Skádómarar voru Helgi Ólafsson og Smári Rafn Teitsson

Helstu úrslit:

Efstu 3 unglingalið flokki A liða:

1. Salaskóli Ung A lið            18 vinningar

2. Vatnsendaskóli Ung A lið      14 vinningar

3. Smáraskóli Ung A lið            12, 5 vinningur

 

Efstu 3 miðstigsliðin í Flokki A liða:

1. Álfhólsskóli Mið A lið          17 vinningar  39,5 bhols stig

2. Salaskóli Mið A lið           17 vinningar  39 bhols stig

3. Vatnsendaskóli Mið A lið     17 vinningar  28 bhols stig

 

Efstu 4 yngstastigsliðin í flokki A liða

1. Salaskóli Yngsta A lið       14 vinningar

2. Smáraskóli Yngsta A lið        12,5 vinningur     hlutkesti

3. Hörðuvallaskóli Yngsta A lið  12,5 vinningur     hlutkesti

4. Snælandsskóli Yngsta A lið   12,5 vinningur     hlutkesti

 

Besta B lið í unglingaflokki:

Lindaskóli Ung B lið                   11,5 vinningur

Bestu B og C lið á miðstigi:

Salaskóli Mið B lið                     14 vinningar

Salaskóli Mið C lið                     10 vinningar

 

Bestu B, C, D og E lið á Yngsta stigi:

Salaskóli Yngsta B lið               11,5 vinningur

Kársnesskóli Yngsta C lið              9 vinningar


Salaskóli Yngsta D lið
               9,5 vinningur

Kársnesskóli Yngsta E lið              8 vinningar

 

Katrín vann Stóru upplestrarkeppnina


Hin árlega upplestrarkeppni í 7. bekk var haldin í Salnum 8. mars sl. Keppendur voru frá flestum grunnskólum í Kópavogi. Sigurvegari varð Katrín Kristinsdóttir sem er nemandi okkar í fálkum hér í Salaskóla. Við óskum Katrínu innilega til hamingju með árangurinn. Meðfylgjandi mynd er af þeim sem voru í þremur efstu sætunum.

Öskudagur í Salaskóla

Á öskudag verður skóladagurinn dálítið öðruvísi en venjulega. Það verður nefnilega öskudagsgleði í skólanum og dagskráin fjörug og fjölbreytt. Allir mega koma í búningum og þess vegna þarf ekki að mæta fyrr en kl. 9:00, en skólinn opnar samt á venjulegum tíma og allir eru velkomnir strax þá. Svo er ýmiskonar dagskrá, leikir, söngur, dans og gleði til kl. 11:30 – þá er pylsuveisla og allir fá pylsur – allir. Skólinn er svo búinn kl. 12:00, en dægradvölin er opin eins og venjulega. Með þessu erum við að koma til móts ólík sjónarmið varðandi öskudag, þ.e. að vera með öðruvísi skóladag og þeir sem vilja geta svo farið og sungið fyrir nammi eftir að skóla lýkur.

Upplestrarkeppni

Í morgun, föstudaginn 4. mars, var hin árvissa upplestrarkeppni í 7. bekk. Sjöundubekkingar hafa verið að æfa sig að undanförnu fyrir keppnina og nú var komið að því að velja fulltrúa til þess að fara á Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í vor eins og venjulega. Í salnum var hátíðleg stund þar sem nokkrir vaskir lesarar kepptu sín á milli um hvaða tveir yrðu valdir til að fara áfram í aðalkeppnina. Einnig var fjögurra manna nefnd tilbúin til að hlusta á upplesturinn og meta hann út frá ákveðnum forsendum. Keppninni lauk þannig að Katrín Kristinsdóttir og Guðný Ósk Jónasdóttir voru valdar til að keppa fyrir hönd Salaskóla.  Myndir

Meistaramót Kópavogs á mánudaginn

Meistaramót Kópavogs verður haldið mánudaginn 7. mars og hefst klukkan 13:40 og stendur til kl. 17:00. Fjölmargir nemendur frá Salaskóla taka þátt í meistaramótinu. Meðfylgjandi er listi yfir þá sem gefst kostur á að fara á mótið og þeir hinir sömu þurfa að muna að hafa nesti meðferðis.

Skólahreysti í gangi

Fyrstu þrír riðlar í Skólahreysti MS fóru fram í gær 3. mars í Íþróttahúsinu í Smáranum. Í einum þeirra riðla var lið Salaskóla sem stóð sig með mikilli prýði í sínum þrautum og sýndi hreysti sína í hvívetna. Í liði skólans voru þau Kristín Gyða,  Hans Patrekur, Óliver, Hlín, Þórunn Salka og Jón Pétur. Sjá nánari úrslit hér.

 

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2011 – 2012

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2005) fer fram í Salaskóla mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. mars frá kl. 9:00 – 15:00. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum.

Við hvetjum foreldra til að koma með börn sín á skrifstofu skólans til að innrita þau. Það er þeirra fyrsta heimsókn í skólann með foreldri og liður í að venja þau við nýjan skóla. 

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lokið

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lauk mánudaginn 21.feb. Mótið var haldið í fjórum áföngum í janúar og febrúar. Fyrst var keppt í aldursflokkum, síðan voru öflugustu nemendurnir úr öllum aldurshólfum samankomnir í lokamótinu þar sem keppt var um titilinn meistari meistaranna.  Alls kepptu í undanrásunum 126 keppendur.
Úrslit urðu þessi:
Meistari meistaranna er Guðmundur Kristinn Lee  10. b., hann vann alla andstæðinga sína.

Síðasti tíminn var í útikennslustofunni

Föstudaginn 18. febrúar var síðasti tíminn í valgreininni Eldað og tálgað og þá fóru nemendur í útikennslustofu skólans með afurðir valgreinarinnar. Nemendur voru búnir að smíða fóðurhús og gera grillpinna fyrir skólann. Fuglafóðurhúsin voru hengd upp, Sigurður Guðni, skáti, í lómum kenndi nemendum og kennurum að hlaða bálköst, kveikti upp og bakað var kanilbrauð yfir eldi. Prófaðar voru nokkrar grillbrauðsuppskriftir í valinu og sú sem var grilluð yfir eldi þennan dag var sú besta að þeirra mati enda voru gerðir hálfgerðir kanilsnúðar sem vorur vafðir upp á grillteinana góðu. Verður ekki meira svona val spurðu nokkrir. Skoðið fleiri myndir.