riturnar

Lestrarkeppnin í fullum gangi

riturnar


Eins og fram kom í haust er lestrarkeppnin Lesum meira í gangi á miðstigi, 5. – 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur verði víðlesnari, auki orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist. Í fyrstu var gefinn góður tími fyrir lestur áveðinna bóka á bókalista keppninnar  og síðan var dregið um hvaða bekkir ættu að keppa saman. Í keppninni reynir jafnt á almenna þekkingu nemenda sem þekkingu á ýmsu í heimi bókmenntanna auk þess að kunna vel skil á ákveðnum sögum.

teisturNú þegar eru búnar þrjár keppnir og sú fjórða verður á morgun, miðvikudag, þegar svölur og súlur etja kappi saman. Liðin samanstanda af þremur nemendum en stuðningsliðið, sem er bekkurinn, skipar stórt hlutverk því eins og gefur að skilja er mjög mikilvægt að styðja vel við sitt lið, hvetja og fagna á réttum stöðum og sýna í alla staði háttprúða framkomu. Einnig má beina einni spurningu til bekkjarins ef liðið stendur á gati.  Bekkirnir mæta prúðbúnir til leiks því hver bekkur skartar ákveðnum litum. Þetta eru miklar skrautsýningar bæði er varðar föt og andlitsmálningu. Ekki má gleyma hvatningaspjöldunum sem að sjálfsögðu eru líka í réttum litum. Sumir bekkir hafa jafnvel troðið upp með atriði til að styðja enn betur við liðið sitt. Á meðfylgjandi myndum sést annars vegar lið ritanna spreyta sig í síðustu viku á spurningum sem fyrir það voru lagt – hins vegar eru glæsileg stuðningslið teista og rita í salnum.   

jol_ikassa

Jól í skókassa

jol_ikassaKrakkarnir okkar í dægradvölinni taka þátt í verkefninu „Jól í skókassa“ fyrir þessi jól. Í því felst að hvert barn safnar ákveðnum hlutum í skókassa s.s. skóladóti, leikföngum, hreinlætisvörum, fötum  og sælgæti, skreytir kassann að utan og merkir hvort innihaldið henti strák eða stelpu. Á dögunum söfnuðust krakkarnir saman í anddyri skólans með kassana sína og gengu síðan fylktu liði út í Lindakirkju þar sem kassarnir voru afhentir. Krakkarnir tóku greinilega verkefnið alvarlega, héldu fast utan um kassann sinn og voru ábúðarfull á svipinn.

 „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu þar sem búa um 46 milljónir manna. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili og barnaspítala. Skoðið fleiri myndir.

Skemmtilegur aðalfundur foreldrafélagsins

Foreldrafélagið hélt aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 18. október. Á fundinum var stjórnakjör og nú eru í stjórn félagsins þau Kristinn Ingvarsson, Bjarni Ellertsson, Helgi Mar Bjarnason, Rósa Lárusdóttir og Sandra Ösp Gylfadóttir. Varamenn eru Hjörtur Gunnlaugsson og Helga Jónsdóttir. Helga og Bryndís Baldvinsdóttir eru fulltrúar foreldra í skólaráði Salaskóla.

Að loknum venjulegum aðalfundastörfum mætti Ebba Guðný Guðmundsdóttir matarbloggari á fundinn og hélt stórskemmtilegan fyrirlestur um mataræði barna, unglinga og fullorðinna. Fundarmenn sem voru því miður ekki fleiri en 27 höfðu af þessu mikið gagn og gaman og eflaust búnir að taka svolítið til í eigin mataræði í kjölfarið.

Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk

Í morgun fengu nemendur 10. bekkjar afhentar einkunnir úr samræmdu prófunum sem þeir þreyttu í september. Nemendur Salaskóla stóðu sig afar vel og voru langt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði, en rétt undir því í ensku.
Í stærðfræði er meðaltalið í Salaskóla 7,45 en landsmeðaltali er 6,5 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,7. Í íslensku er meðaltalið í Salaskóla  6,95 en landsmeðaltalið er 6,4 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,5.
Í ensku er meðaltalið í Salaskóla 6,52 en landsmeðaltalið er 6,6 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,8.
Framfarir nemenda Salaskóla frá samræmdu prófunum í 7. bekk eru að meðaltali meiri en almennt gerist.
Þessi próf eru könnunarpróf og hugsuð til að sjá stöðu nemenda í upphafi 10. bekkjar. Við munum nú leggjast yfir niðurstöðurnar og skoða hvar þarf að grípa inn í með einhverjum hætti.

Aðalfundur Foreldrafélags Salaskóla 25. október

Foreldrafélag Salaskóla mun halda aðalfund sinn 25. október n.k. í Salaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20.00

Stefnt er að hafa fundinn stuttan og hnitmiðaðan.  Kaffi og kleinur á boðstólunum.

Efni fundar er:

Skýrsla stjórnar starfsárið 2011 – 2012

Ársreikningar lagðir fram til samþykktar

Lagabreytingar

Kosning í stjórn Foreldrafélagsins og Skólaráðs

Önnur mál

Gestafyrirlestur

Gestafyrirlesari að þessu sinni er Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem hefur verið með innslög á MBL-Sjónvarp. Hún fjallar um mataræði fyrir skólabörn og alla í fjölskyldunni.

 

Stjórnendur bjóða í morgunkaffi

Miðvikudaginn 17. október verður fyrsta morgunkaffi skólaársins. Þá er foreldrum 9. bekkinga boðið í kaffisopa með skólastjórnendum. Daginn eftir koma svo foreldrar 10. bekkinga og svo heldur þetta áfram fram í byrjun desember. Meðfygljandi er listi yfir kaffiboðin. Athugið að hann getur tekið breytingum. Við sendum boð á foreldra þegar nær dregur. En endilega taka morguninn frá. Við byrjum kl. 810 og hættum kl. 900.

17.okt

9. bekkur

18.okt

10. bekkur

19.okt

Sólskríkjur

25.okt

Músarindlar

30.okt

Glókollar

31.okt

Jaðrakanar

1.nóv

Hrossagaukar

2.nóv

Spóar

6.nóv

Lóur

7.nóv

Svölur

8.nóv

Súlur

9.nóv

Kríur

21.nóv

Mávar

22.nóv

Þrestir

23.nóv

Ritur

27.nóv

Lundar

28.nóv

Teistur

29.nóv

Tildrur

30.nóv

Tjaldar

5.des

8. bekkur

6.des

Vepjur

frida

Vöfflur, nammi namm …

fridavofflur2
Á fjölgreindaleikum í síðustu viku var á einni stöðinni boðið upp á vöfflur eftir að liðið hafði leyst úr ákveðinni þraut. Krakkarnir voru afar ánægðir með þetta framtak stöðvarstjórans og vöfflurnar runnu ljúflega niður. Sumir komu svo að máli við stöðvarstjórann, hana Fríðu, og báðu um uppskrift að vöfflunum góðu. Að sjálfsögðu varð Fríða við þeirri bón og hér kemur uppskriftin. Uppskriftina er einnig að finna inni á Heimilisfræðihorninu á salaskoli.is/ Námið (Uppskriftir fyrir 5. – 10. bekk).

kosi

Hvað er þetta Kósý-herbergi sem allir eru að tala um?

kosiKósý-herbergi? Hvað er nú það, spurði einhver á fjölgreindaleikunum í gær?  Þegar farið var á stúfana til að njósna fundust loksins dyr sem merktar voru Kósý-herbergi  STÖР11. Inni ríkti verulega notaleg stemning þar sem liðsmenn eins liðsins voru að sýsla, sumir voru í tölvuspili, aðrir að horfa á vídeó og loks voru nokkrir að spila billjard.  Allir mjög slakir og nutu þess að vera í algjörum rólegheitum. Þetta var þá AFSLÖPPUNARSTÖРinn á milli til þess að safna kröftum fyrir þau viðfangsefni sem framundan voru á fjölgreindaleikum. Kósí hjá þeim!

skak22

Liðin standa sig vel

skak22
Seinni dagur fjölgreindaleikanna fór vel af stað og bakarinn, indíánastelpan, kötturinn og jólasveinninn voru mætt á sína stöðvar til þess að taka á móti liðunum í morgunsárið. Krakkarnir í liðunum eru farin að þekkjast vel og koma ennþá sterkari inn í þrautirnar fyrir bragðið. Fyrirliðarnir eru til mikillar fyrirmyndar, sýna ábyrgð og beita sína liðsmenn jákvæðum aga. Grænlendingarnir, sem eru í heimsókn hér í nokkra daga, koma inn í liðin eftir því sem þeir geta og virðast njóta sín vel. Í dag var pylsuveisla í hádeginum og boðið upp á ís á eftir sem allir kunnu vel að meta. Það er svo gaman hjá okkur.

Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika.