Nú er starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið komin á vefinn. Hvetjum foreldra og alla til að kynna sér hana. Farið inn á http://salaskoli.is – smellið á skólanámskrá og svo starfsáætlun. Eða bara smellið hér.
Category Archives: Fréttir
Foreldraviðtalsdagur 13. október
Þriðjudaginn 13. október eru foreldraviðtöl í Salaskóla. Foreldrar bóka viðtölin í mentor og við opnum fyrir bókun 7. október og lokum sunnudaginn 11. októrber. Leiðbeiningar um bókun eru á þessum tengli https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g.
Dægradvölin er opin á foreldraviðtalsdaginn.
Skemmtilegt á fjölgreindaleikum
Fjórtándu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á fimmtudag og föstudag 1. og 2. október. Þá er nemendum skipt í ca. 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Myndirnar sýna vel stemninguna sem er jákvæð og skemmtileg.
Myndir frá fjölgreindaleikum – fyrri dagur
Myndir 2015 – 2016
September
Október
Fjölgreindaleikar 1. okt. fyrri dagur
Fjlölgreindaleikar – starfsfólk
Nóvember
Desember
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Nemendur í 8. og 9. bekk í Kópavogi fá afhentar spjaldtölvur
Allir nemendur í áttunda og níunda bekk í Kópavogi fá afhendar spjaldtölvur mánudaginn 7. september en spjaldtölvuvæðing grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum.
Haldnir verða kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra í tengslum við afhendinguna þar sem farið verður yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun tækjanna og aðra skilmála. Þá fá nemendur fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund áður en þeim eru afhent tækin.
Allir kennarar í grunnskólum Kópavogs fengu afhentar spjaldtölvur í júní og sóttu margir þeirra námskeið í sumar til að kynna sér notkun spjaldtölva í kennslu. Með afhendingu spjaldtölvanna í áttunda og níunda bekk hefst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla á mið- og unglingastigi í Kópavogi. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og tveir árgangar haustið 2016.
Markmið spjaldtölvuvæðingarinnar er að bæta skólastarf í Kópavogi þannig að árangur verði áfram í fremstu röð en áherslur breytist í takt við nýja tíma. Allir nemendur í fimmta til tíunda bekk munu vera með spjaldtölvur frá og með næsta hausti en auk þess fá skólar úthlutað spjaldtölvum sem nemendur í yngri bekkjum munu hafa aðgang að í skólum.
Nemendur munu fá Apple iPad spjaldtölvur en sú ákvörðun var tekin að loknu ítarlegu matsferli þar sem margar gerðir spjaldtölva voru skoðaðar. Notaður er umsýsluhugbúnaður sem kallast AirWatch sem gerir kleift að dreifa efni á spjaldtölvurnar, bæði námsbókum og forritum, sem og að rekja staðsetningu tækis ef það týnist og gera það ónothæft sé því stolið.
Tækjunum fylgir ýmis konar hugbúnaður fylgir tækjunum sem nemendur geta nýtt í leik og starfi og þá fá allir nemendur afhent hulstur með spjaldtölvunni til að verja hana gegn skemmdum. Hulstrin eru foreldrum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar um innleiðingu spjaldtölva í Kópavogi má finna á vef verkefnisins: spjaldtolvur.kopavogur.is og einnig má senda fyrirspurnir á netfangið spjaldtolvur@kopavogur.is
Innkaupalisti 8. – 10. bekkja
Innkaupalisti unglingadeildar Salaskóla
Námsgögn sem nemendur þurfa að eiga veturinn 2015-2016
Línustrikuð stílabók (etv.faggreinabók) A4 með gormum og götum
Reikningsbók A4 með gormum og götum
Stílabækur A5, 2 stk. fyrir 10. bekk og ein fyrir 8. og 9. bekk.
Harðspjaldamappa A4, tveggja gata, ekki mjög þykk (íslenska)
Þunnar tveggja gata plastmöppur, 7 stk.
Þunn plastumslög/plastvasar A4 fyrir skilaverkefni, 6-8 stk.
Orðabækur – nemendur hafa aðgang að vefnum snara.is í skólanum og kennarar mæla með aðgangi heima
Vasareiknir (scientific calculator) sem er með pí takka, rót, veldi, almenn brot og fleiru
Reglustika, hringfari og gráðubogi
Blýantar
Strokleður og yddari
Penni (artline 0,4)
Heyrnartól -nauðsynleg
Gott að eiga spilastokk, yfirstrikunarpenna, tússliti og tréliti
Notið endilega námsgögn frá fyrri árum ef þið eigið þau til!
Kennarar í unglingadeild
Vegna umræðu um byrjendalæsi
Salaskóli hefur stuðst við aðferðafræði byrjendalæsis í nokkur ár. Jafnframt höfum við tekið þátt í verkefninu læsi til náms sem er fyrir eldri nemendur. Í báðum þessum verkefnum hefur skólinn fengið ráðgjöf frá Háskólanum á Akureyri. Frá því að við tókum þessar aðferðir upp hefur árangur Salaskóla á samræmdum prófum í 4. bekk farið upp á við. Þetta má sjá í skýrslum um samræmd próf.
Margir skólar í Kópavogi vinna eftir aðferðafræði byrjendalæsis og árangur þeirra á samræmdum prófum er að jafnaði mjög góður.
Í umræðunni hefur komið fram mikill misskilningur um aðferðafræði byrjendalæsis og fullyrðingar um að hún byggi ekki á vísindalegum aðferðum eru úr lausi lofti gripnar. Fjölmargar erlendar rannsóknir eru að baki þessarar aðferðafræði enda byggir hún á ýmsum kennsluaðferðum sem hafa verið þrautreyndar og rannsakaðar víða um heim.Umræðan hefur einkum verið út frá minnisblaði frá Menntamálastofnun um árangur skóla sem nota byrjendalæsi á samræmdum prófum í 4. bekk. Samræmd próf eru eins og kunnugt er afar takmarkað mælitæki og alls ekki algilt.Lestrarkennsla í Salaskóla hefur eflst mjög með innleiðingu byrjendalæsis og við munum svo sannarlega halda áfram á sömu braut. Fyrir þá sem vilja kynna sér betur byrjendalæsi vísum við á lesvefinn http://lesvefurinn.hi.is/node/241