Sýningar á Konungi ljónanna – miðasala hafin

Nemendur í 6. – 10. bekk hafa í vetur verið að æfa söngleikinn Konung ljónanna og nú er æfingum að ljúka og sýningar að hefjast. Frumsýning verður miðvikudaginn 2. mars og önnur sýning fimmtudaginn 3. mars. Sýningum verður fjölgað ef eftirspurn verður mikil en salurinn okkar tekur ekki fleiri en 150 manns á hverja sýningu. Allir eru velkomnir.

Við stillum miðaverði í hóf og kostar fullorðinsmiði 1.000 kr og miði barnaverð er 500 kr. Uppsetningu af þessu tagi fylgir nokkur kostnaður og við ætlum að reyna að fá upp í hann. Ef afgangur verður munum við nota hann til að bæta tækjakostinn í salnum.

Miða þarf að panta með því að senda pöntun á netfangið skrifstofa.salaskola@gmail.com. Þar þarf að koma fram á hvaða sýningu, hversu marga fullorðinsmiða og hve marga barnamiða. Við sendum svo staðfestingu og þá þarf að leggja andvirði miðanna inn á reikning söngleiksins 536 05 412181, kennitala 6706013070, fyrir ákveðinn tíma. Ógreiddir miðar eru seldir öðrum eftir ákveðinn tíma.

Í hléi verður 10. bekkur með sælgætissölu og þarf að greiða þar með peningum.

Sýningar sem komnar eru í sölu eru þessar:

1. mars – lokaæfing, hefst kl. 15:00 – 17:00 (500 kr. bæði fyrir börn og fullorðna)
2. mars – frumsýning, kl. 18:00 – 20:00 (500 kr. fyrir börn, 1000 kr. fyrir fullorðna)
3. mars – 2. sýning, kl. 18:00 – 20:00 (500 kr. fyrir börn, 1000 kr. fyrir fullorðna)

Við setjum svo dagsetningar fyrir fleiri sýningar eftir því sem þörf krefur.

Birt í flokknum Fréttir.