Útskrift 10. bekkinga verður mánudagskvöldið 6. júní og hefst kl. 20:00
Skólanum verður svo slitið miðvikudaginn 8. júní og eiga nemendur að mæta sem hér segir:
9:30 Hrossagaukar, spóar, starar, maríuerlur, sandlóur, sólskríkjur, kríur, ritur, vepjur, smyrlar, súlur og krummar.
10:00 Lóur, sendlingar, stelkar, steindeplar, glókollar, músarrindlar, langvíur, tildrur, tjaldar, kjóar, svölur, fálkar.
Nemendur mæta í anddyri þar sem verður smá viðhöfn. Að henni lokinni fara þeir með kennurum sínum í kennslustofurnar.
Category Archives: Fréttir
Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga
Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 2. maí og þriðjudaginn 3. maí.
Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30.
Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.
Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.
Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta okkur vita í síma 441 3200.
Athugið að þessi heimsókn er ekki í tengslum við leikskólana. Foreldrar þurfa því að koma með og sækja börnin.
Salaskóli með 6 meistaratitla á Kópavogsmeistaramóti
1. bekkur. Kópavogsmeistarar
Drengjaflokkur: Ólafur Fannar Pétursson Salaskóla
Stúlknaflokkur: Berglind Edda Birkisdóttir Salaskóla
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217012.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821
Drengjaflokkur: Tómas Möller Vatnsendaskóla
Stúlknaflokkur: Sesselja Kjartansdóttir Salaskóla
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217014.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821
3.bekkur. Kópavogsmeistarar
Drengjaflokkur: Gunnar Erik Guðmundsson Salaskóla
Stúlknaflokkur: Eyrún Birna Davíðsdóttir Salaskóla
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217100.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821
4. Bekkur. Kópavogsmeistarar
Drengjaflokkur: Óttar Örn Sigfússon Bergmann Snælandsskóla
Stúlknaflokkur: Þórdís Agla Jóhannsdóttir Salaskóla
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217115.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821
Innritun nýrra nemenda
Við erum að undirbúa næsta skólaár. Ef einhverjir eru að flytja úr hverfinu og börnin fara í annan skóla væri gott að vita það. Allar breytingar hafa áhrif á áætlanir okkar. Eins biðjum við þá sem eru að flytja í hverfið og ætla að innrita börn í Salaskóla að gera það strax. Hafið samband við Ásdísi ritara í síma 431 3200 eða í tölvupósti salaskoli@kopavogur.is
Sýningar á Konungi ljónanna – miðasala hafin
Nemendur í 6. – 10. bekk hafa í vetur verið að æfa söngleikinn Konung ljónanna og nú er æfingum að ljúka og sýningar að hefjast. Frumsýning verður miðvikudaginn 2. mars og önnur sýning fimmtudaginn 3. mars. Sýningum verður fjölgað ef eftirspurn verður mikil en salurinn okkar tekur ekki fleiri en 150 manns á hverja sýningu. Allir eru velkomnir.
Við stillum miðaverði í hóf og kostar fullorðinsmiði 1.000 kr og miði barnaverð er 500 kr. Uppsetningu af þessu tagi fylgir nokkur kostnaður og við ætlum að reyna að fá upp í hann. Ef afgangur verður munum við nota hann til að bæta tækjakostinn í salnum.
Miða þarf að panta með því að senda pöntun á netfangið skrifstofa.salaskola@gmail.com. Þar þarf að koma fram á hvaða sýningu, hversu marga fullorðinsmiða og hve marga barnamiða. Við sendum svo staðfestingu og þá þarf að leggja andvirði miðanna inn á reikning söngleiksins 536 05 412181, kennitala 6706013070, fyrir ákveðinn tíma. Ógreiddir miðar eru seldir öðrum eftir ákveðinn tíma.
Í hléi verður 10. bekkur með sælgætissölu og þarf að greiða þar með peningum.
Sýningar sem komnar eru í sölu eru þessar:
1. mars – lokaæfing, hefst kl. 15:00 – 17:00 (500 kr. bæði fyrir börn og fullorðna)
2. mars – frumsýning, kl. 18:00 – 20:00 (500 kr. fyrir börn, 1000 kr. fyrir fullorðna)
3. mars – 2. sýning, kl. 18:00 – 20:00 (500 kr. fyrir börn, 1000 kr. fyrir fullorðna)
Við setjum svo dagsetningar fyrir fleiri sýningar eftir því sem þörf krefur.
Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2016 – 2017
Innritun 6 ára barna (fædd 2010) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is
Opnað verður fyrir skráningu 1.mars 2016 og stendur hún til 8.mars.
Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.
Foreldraviðtöl 21. janúar
Fimmtudaginn 21. janúar eru foreldraviðtöl í Salaskóla. Opnað hefur verið fyrir skráningu á mentor og sjá foreldrar sjálfir um að bóka viðtölin. Dægradvölin opin allan daginn. Þar sem að stærstur hluti starfsfólks er í hlutastarfi eftir hádegi er mjög mikilvægt að foreldrar skrái börn sín ef þeir ætla að nota dægradvölina þennan dag. Það þarf að skrá í síðasta lagi þriðjudaginn 19. janúar. Við þurfum að gera heilmiklar ráðstafanir til að hafa nógu marga starfsmenn, enda þarf að semja við fólk um aukna vinnu og sumir eiga erfitt með að bæta við sig vegna t.d. náms. Þetta er langur dagur fyrir litlu krakkana og þeir sem eiga möguleika á að stytta hann eitthvað eru bara að gera börnunum gott. Þess ber að geta að ekki er rukkað sérstaklega fyrir auka vistunartíma á dögum sem þessum.