Skákmót skóla í Kópavogi

Föstudaginn 25. nóvember var skákmót liða úr 3. – 7. bekkjum í grunnskólum Kópavogs. Lið Salaskóla vann í 3. – 4. bekk og hreppti gullið. Keppendur Salaskóla voru Gunnar Erik, Kjartan, Brynjar Emil, Breki og Sigurður Kristófer.

Í 5. – 7. bekk lenti lið Salaskóla í 7. – 10. sæti en lið Álfhólsskóla var í 1. sæti. Keppendur fyrir Salaskóla voru Samúel Týr, Esther Lind, Sveinbjörn, Telma og Jónas Breki.

2. desember kepptu svo lið úr 1. – 2. bekk og 8. – 10. bekk. Keppni í 1. – 2. bekk var afar hörð og jöfn og voru mörg þeirra með jafnmarga vinninga. Lið Salaskóla hafnaði í 8. sæti og í því voru Ólafur Fannar, Berglind Edda, Valtýr Gauti, Ásdís, Sæþór, Friðbjörn og Elvar dagur.

Unglingalið Salaskóla hreppti bronsið með 9 vinninga, Álfhólsskóli silfrið með 10 vinninga og Hörðuvallaskóla gullið með 14 vinninga. Fyrir Salaskóla kepptu Róbert Örn, Sindri Snær, Ágúst Unnar, Hafþór og Elín Edda. Þess má geta að þau gerðu jafntefli við Norðurlandameistarana úr Álfhólsskóla.

Myndir frá mótunum má sjá hér.

 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .