Skákmót

Meistaramót Salaskóla í skák 2017 hefst á morgun 15. mars. Keppt er í fjórum aldurshólfum og svo er lokamót, meistaramót meistaranna, þar sem 3-4 úr hverjum árgangi taka þátt.

Skákkennari er Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir

Dagskrá er sem hér segir:

Fimmtudaginn 16. mars  kl. 8:20 til 11: 30 – 1. og 2. bekkur

Föstudaginn 17. mars kl. 8:20 til 11:30 – 8. – 10. bekkur

Þriðjudaginn 21. mars kl. 8:20 til 11:30 – 3.-4. bekkur

Miðvikudaginn 22. mars kl. 8:20 til 11:30 – 5. – 7. bekkur

 

Meistaramót meistaranna fer svo fram fimmtudaginn 23. mars kl. 8:20 – 11:30

 

Salaskóli is closed on March 14th

Tuesday March 14th Salaskoli has an organization and planning day for the staff. We draw to your attention to the fact that the after school activities (Dægradvöl) is closed this day. The staff of the after school program gets two days in the school year to plan their work and this is one of those.

On organization and planning day we will plan the next months emphasizing the assessment of students work for this spring. The assessment procedure is under change due to new guidelines from the Ministry of Education. We will also look at the results of surveys and evaluations that the school has been a part of and possible reactions based on the results.

Skipulagsdagur 14. mars – dægradvölin lokuð

Þriðjudaginn 14. mars er skipulagsdagur í Salaskóla. Við vekjum sérstaka athygli á að dægradvölin er lokuð þennan dag, en starfsfólk dægradvalar fær tvo daga á starfstíma skóla til að vinna að skipulagi starfsins.

Þennan dag munum við vinna að skipulagningu næstu mánaða. Sérstök áhersla verður á tilhögun námsmats í vor. Við munum einnig skoða niðurstöður kannana og huga að viðbrögðum við þeim.

Green Screen myndir

Hér í Salaskóla er svokallaður Green Screen veggur. Með honum er hægt að velja sér bakgrunn í myndatökum þar sem notast er við app úr spjaldtölvunum.

Nokkrir krakkar tóku stórskemmtilegar og skapandi myndir á Öskudaginn þar sem þau nýttu sér Green Screen tæknina.

Fleiri myndir má nálgast hér

 

Skíðaferð 2017

Nemendur fengu val um að fara í skíðaferð upp í Bláfjöll í góða veðrinu eða taka þátt í öskudagsgleðinni nú á miðvikudaginn. Margir nemendur ákváðu að skella sér á skíði og skemmtu sér konunglega.

Fleiri myndir má nálgast í myndasafni, en þær Ása, Jóhanna Björk og Ragnheiður eiga heiðurinn að þeim.

 

 

Tilkynning til foreldra vegna veðursins

Veðrið er að versna og spáin vond. Það á að vera mjög slæmt frá ca. 11:00 – 17:00 í dag. Við höldum börnunum inni í skólanum í dag og sendum engan heim þegar veðrið er vont. Foreldrar verða að sækja börnin en óráðlegt að fara af stað meðan veðrið er verst – þá lenda bara allir í vandræðum. Skynsamlegast er að fara af stað áður en veðrið kemst í sinn versta ham. Um kl. 11:00 verða komnir 20 m/sek skv. belgingur.is og til kl. 17:00 verður kolvitlaust veður.

Við biðjum ykkur um að hringja ekkert í skólann, því þá springur kerfið. Þið getið komið skilaboðum til okkar fljótt og vel með því að senda póst á ritari@salaskoli.is.

Þegar þið komið að sækja börnin eruð þið beðin um að koma inn í skólann og fara að kennslustofunni þeirra. Þannig gengur þetta best fyrir sig.

En eins og áður kom fram þá verða einhverjir starfsmenn hér í dag þar til öll börn hafa verið sótt – hvenær sem það verður.

oskudagursmall.jpg

Öskudagur í Salaskóla

Öskudagur er miðvikudaginn 1. mars nk. Að venju verður öskudagsgleði í skólanum og krakkarnir mæta í búningum. Hér verða svo ýmsar uppákomur allan morguninn þar sem búningarnir nýtast vel. Skólinn er til hádegis þennan dag en dægradvölin er opin eftir að skóla lýkur.