- Íslenska
- Stærðfræði
Category Archives: Fréttir
Upplýsingatækni
Upplýsingaverið er alhliða upplýsingamiðstöð skólans. Það er sett saman af bókasafni, tölvustofum og kennslugagnamiðstöð kennara.
Starfsfólk í upplýsingaveri sinnir m.a.
útláni bóka til nemenda og starfsfólks
útláni kennslugagna til kennara s.s. kennsluleiðbeiningar, kennsluforrit og kennarahandbækur útláni tækja s.s. myndavéla, upptökutækja, skanna
ráðgjöf til kennara um notkun upplýsingatækni í kennslu
umsjón með tölvukosti skólans
kennslu nemenda í tölvufærni og upplýsingalæsi
endurmenntun kennara
Úr aðalnámskrá í upplýsinga- og tæknimennt frá 2007:
Upplýsingamennt er þverfagleg að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda.
Með því að gera upplýsingamennt þannig í senn að sjálfstæðum þætti í námi og samþættum við annað nám er verið að ýta undir þann skilning með nemendum að upplýsingalæsi er sérstök aðferð til að afla sér af sjálfsdáðum þekkingar og færni á ólíkum sviðum. Mikilvægt er að viðkomandi faggreinakennari beri ábyrgð á þessum þætti kennslunnar.
Hlutverk kennarans í upplýsingamennt getur verið með ýmsu móti í þessu ferli, allt frá því að vera til staðar á skólasafni eða tölvuveri til aðstoðar nemendum ef svo ber undir, yfir í það að vinna náið með faggreinakennara að upplýsingaverkefnum.
Nokkrir punktar:
Mikilvægt er að venja nemendur á tölvur frá upphafi skólagöngu.
Skáksveit Salaskóla sigursæl í Namibíu
Börnin í heimsmeistaraliði Salaskóla í skólaskák hafa verið mjög sigursæl á mótum í Namibíu þar sem þau eru á ferðalagi. Liðið tók þátt í Namibíumeistaramóti skólasveita sem gestalið og lagði alla andstæðinga sína, sjö að tölu, og hlaut 27 vinninga af 28 mögulegum.
Þá stóð Patrekur Maron Magnússson uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppni þar sem keppendur voru 17 talsins.
Heimsmeistararnir ungu eru í Namibíu á vegum Þróunarsamvinnustofunar Íslands og Kópavogsbæjar en ÞSSÍ hefur verið með skákverkefni í Namibíu undanfarin ár í samvinnu við Skáksamband Íslands og Hrókinn. Verkefni hefur einkum haft það markmið að glæða skákáhuga meðal grunnskólabarna.
Íslenska sveitin er væntanleg heim á föstudag.
Veftré
Forsíða | Skólinn | Skólanámskrá | Þjónusta |
|
|
|
|
Gagnasafn | Myndasafn | Þróunarstarf | Foreldrar |
|
|
|
|