Aldursblöndun námshópa

Í Salaskóla er aldursblöndun að hluta til í öllum árgöngum. Aldursblöndun af þessu tagi kallast samkennsla, þ.e. tveimur eða fleiri árgöngum er kennt saman í hóp. Þetta er m.a. gert í því skyni að uppræta neikvæð félagsleg mynstur sem gjarnan skapast í hópum sem halda sér lengi, en um leið að styrkja jákvæð samskipti. Markmið skólans með aldursblöndun eru bæði námsleg og félagsleg. Í samkennslu er horft á sérhvern nemanda og hún stuðlar að einstaklingsmiðaðri kennslu. Kennari horfir til þarfa og áhuga nemanda þegar hann skipuleggur kennsluna, fremur en til þess hversu gamall hann er. Nemendur fá meira svigrúm til sinna starfa en ella. Í samkennsluskólum ríkir jafnan góður andi og góð tengsl milli nemenda, m.a. vegna þess að nemendur kynnast bæði eldri og yngri nemendum og þeir þekkja krakka í öðrum bekkjum en sínum eigin. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á aldursblöndun benda til þess að hún hafi jákvæð áhrif á skólastarf og nemendur.
Rúnar Sigþórsson, dósent við Háskólann á Akureyri fjallar um samkennslu árganga og aldursblöndun í skólum í grein sem birt er á vef Samtaka fámennra skóla. Þar fjallar hann á fræðilegan hátt um aldursblöndun með vísan í rannsóknir.  Grein um samkennslu.
Birt í flokknum Fréttir.