Talsverð forföll eru nú meðal starfsfólks Salaskóla og þrátt fyrir góðan vilja tekst okkur ekki að manna þau öll. Við látum yngstu nemendur ganga fyrir og þurfum stundum að grípa til þess ráðs að fella niður kennslu hjá eldri nemendum. Vonandi gengur þetta hratt yfir.
Category Archives: Fréttir
Náttúrufræði 8.-10. bekk
Náttúrufræði krækjur
Hér höfum við safnað saman nokkrum krækjum Veldu efnisþátt hér að neðan. Gangi ykkur vel TR. og JP. |
Jarðfræði
Danska í 8. – 10. bekk
Gleðilegt ár – skólastarf hefst mánudaginn 7. janúar
Jólastund hjá yngstu nemendunum

7. bekkingar á Reykjum
Það er allt gott að frétta úr Hrútafirðinum þar sem 7. bekkingar dveljast í eina viku í skólabúðum ásamt nemendum úr Ölduselsskóla og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Allir eru ánægðir og glaðir og skemmta sér hið besta. Nemendur eru vaktir snemma á morgnana og eftir morgunmat byrjar dagskrá og nám sem stendur til kl. 17. Eftir kvöldmat er svo kvöldvaka þar sem krakkarnir eiga að sjá um skemmtiatriði. Meðfylgjandi mynd sýnir frá kvöldvöku hjá krökkunum.
Námsvefir 5. – 7. bekkur
Námsmat og viðtöl
Megintilgangur námsmats er örvun nemenda og námshjálp. Hverjum kennara ber að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. Námsmat fer ekki einungis fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu.
Nemendur fá skriflega umsögn tvisvar á skólaárinu, í janúar og í júní. Matið er m.a. sett fram skriflega og leitast við að benda á sterkar hliðar hjá nemendum, auk þess sem við hvetjum til dáða á öllum sviðum. Við
vonum að með því getum við gefið betri mynd af stöðu nemenda í náminu og gleggri upplýsingar. Við vonum líka að þessi leið stuðli að betri og jákvæðari sjálfsmynd allra nemenda en fátt er mikilvægara nú á tímum. Við viljum hvetja foreldra til að lesa umsagnirnar með börnum sínum og fagna þeim árangri sem náðst hefur. Fátt er börnunum meiri hvatning en fölskvalaus gleði yfir góðum afrekum þeirra.
Umsjónarkennarar kalla alla foreldra til sín tvisvar yfir veturinn. Sjá nánar á skóladagatali.