Category Archives: Fréttir
Mislitir sokkar á föstudag í tilefni Downs-dagsins
Sunnudaginn 21. mars nk er alþjóðlegi Downs dagurinn. Markmiði dagsins er að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni orsakast af auka litning í litningi 21, þ.e. 3 eintök af litning 21 – 21.03.
Við í Salaskóla erum stolt af því að í skólanum eru nokkrir nemendur með Downs-heilkenni og við ætlum að halda upp á daginn núna á föstudaginn þ.e. 19. mars. Við mælumst til þess að bæði nemendur og starfsfólk mæti í mislitum sokkum þann dag og fögnum fjölbreytileikanum á táknrænan hátt.
Bréf til foreldra 25.febrúar 2021, English below
Góð lestrarkennsla bæði fyrir stráka og stelpur í Salaskóla
Öskudagur, vetrarleyfi og skipulagsdagur
1. Á morgun er öskudagur og eins og venjulega er það svolítið öðruvísidagur í Salaskóla. Nemendur mæta í grímubúningum í skólann og taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum. Unglingadeildin hefur fengið sína dagskrá og valið sig inn á verkefni. Nemendur í 1. – 7. bekk: Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann. Við gefum þetta svigrúm svo þeir sem þurfa lengri tíma til að koma sér í búninginn geti það. Allir eiga að vera mættir í sínar stofur kl. 9:00. Ávextir eru í nestistímanum eins og venjulega og kl. 11:30 – 12:00 er boðið upp á pylsur. Ekkert nammi eða nammipokar í skólanum. Skólastarfið er búið kl. 12:00 og þá opnar dægradvölin fyrir þá sem þar eru.
2. Vetrarleyfi er á fimmtudag og föstudag, 18. og 19. febrúar. Þá er skólinn alveg lokaður, dægradvölin líka. Góða skemmtun í leyfinu.
3. Skipulagsdagur er miðvikudaginn 17. mars. Þennan dag er dægradvölin líka með skipulagsdag og því eru engir nemendur í skólanum þennan dag.
16. febrúar í unglingadeild
Þriðjudaginn 16. febrúar verður útivistar– og skíðadagur hjá 8. – 10. bekk. Það hafa ekki allir áhuga á að taka þátt í þessu og þeir sem ekki ætla að fara mæta í skólann og vinna undir stjórn kennara. Þeir eiga að mæta kl. 9:00 í skólann og geta því sofið aðeins út 🙂
Við munum leggja af stað klukkan 9:15 frá skólanum og skíðum til klukkan 14:30 og lagt af stað klukkan 15:00. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða. Við höfum aðstöðu í Bláfjallaskála og þar er hægt að borða nestið sitt og svona. Nemendur koma með nesti sjálf, bæði eitthvað að bíta í og drykki. Ekki er hægt að kaupa neitt á staðnum.
Lyftukortin kosta 930 krónur, leiga á skíðum og bretti er 2.460 krónur. Hafa þetta í reiðufé takk. Nánari upplýsingar um leiguna og fleira var send foreldrum í tölvupósti.
Það er fín veðurspá fyrir morgundaginn en alltaf getur farið svo að ekki verði opið. Við látum vita á milli kl. 8.00 og 8:30 hvort farið verði eða ekki. Verði ekki farið þá er bara skóli frá kl. 9:00.
Bestu kveðjur – skólastjóri
Um nám og líðan nemenda
Í síðustu viku héldum við málþing með nemendum í 8. – 10. bekk. Viðfangsefnið var nám og líðan nemenda. Málþingin voru þrjú, eitt með hverjum árgangi. Að loknum inngangi unnu nemendur í hópum og ræddu málin og skiluðu svo niðurstöðum til skólastjórnenda. Nemendur lýstu ánægju með margt í starfi skólans og lögðum fram fjölmargar góðar tillögur um það sem þau gætu gert, það sem skólinn gæti gert og það sem foreldrar gætu gert. Verið er að vinna úr niðurstöðunum og við höldum svo áfram með þessa vinnu.
Á morgun setjast svo kennarar á rökstóla með Hermundi Sigmundssyni prófessor og ræða um nám og líðan. Hermundur hefur látið sig þessi mál varða á undanförnum misserum og það er fagnaðarefni að fá hann til skrafs og ráðagerða í skólanum.
Fleira er svo á döfinni tengt þessu og vænta má þess að þessi vinna skili sér inn í skólastarfið á næstunni.