Námsáætlanir 2009-2010:
samfélagsfræði
lífsleikni
náttúrufræði
Námsáætlanir 2009-2010:
samfélagsfræði
lífsleikni
náttúrufræði
Tvo síðastliðna daga höfum við hér í Salaskóla verið með góða gesti í heimsókn í tengslum við Comeniusarverkefni sem við erum þátttakendur í ásamt fjórum öðrum löndum. Þetta eru átta kennarar frá Englandi, Finnlandi, Eistlandi og Kýpur.
Þeir hafa fundað með kennurum Salaskóla og kynnt sér skólastarf á öllum skólastigum, farið á milli og spjallað við nemendur. Nemendur hafa verið ófeimnir við að tjá sig á enska tungu um viðfangsefni sín. Í gær tóku erlendu gestirnir okkar þátt í að gróðursetja ilmreyni ásamt nokkrum nemendum skólans. Tré þetta gengur undir nafninu Comeníusartréð því að því er plantað í öllum 5 löndunum sem tákn um gott samtarf þjóðanna.
Morgunkaffi skólastjórnenda og foreldra er í gangi þessa dagana. Þá mæta foreldrar ákveðinna bekkja í skólann kl. 8:10 og byrja á því að ræða við skólastjórnendur og aðra foreldra og drekka kaffi saman. Síðan heimsækja foreldrar bekkinn og taka þátt í skólastarfinu. Í morgun var komið að foreldrum lóanna að koma í morgunkaffi og þeir gerðu sér lítið fyrir og slógu öll met með því að mæta 100 % og því átti hver nemandi í bekknum sinn fulltrúa í morgunkaffinu.
Verðlaunahátíð fyrir Fjölgreindaleika Salaskóla fór fram í gær, 14. október.
Hafsteinn skólastjóri og Auður íþróttakennari lögðu áherslu á að í raun og veru væru allir sigurvegarar á fjölgreindaleikunum því svo einstaklega vel þóttu nemdendur standa sig, yngri sem eldri. Öll lið á fjölgreindaleikum fengu stig fyrir unnin störf og veitt voru sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu liðin sem hlutu flest stig.
Hér eru Myndir frá verðlaunahátíð.
Í 3. sæti var lið nr.9. Fyrirliðar voru Kristinn (Fálkum) og Guðlaug Edda (Lómum). Í liðinu voru: Katrín (smyrlum) Marel (Hrossagaukum) Eva (Lundum) Höskuldur (maríuerlum), Birkir (kjóum), Hilmir (þröstum), Guðný(hávellum) Sigurður (maríuerlum) Breki (kríum)
Í 2. sæti var lið nr.24. Fyrirliðar voru Jón Ófeigur (ernir) og Sólbjört (himbrimum). Í liðinu voru: Sindri Snær (helsingjum), Garðar Elí (ritum), Gabríel (súlum), Ingigerður (svölum), Birta Ósk (lóum), Gerður Hrönn (mávum), Nikulás (steindeplum), Elfa Maren (hrossagaukum).
Í 1. sæti var lið nr. 5 sem kallaði sig Bland í poka. Fyrirliðar voru Berglind Ósk (fálkum) og Halldór Kristján (himbrimum). Í liðinu voru: Steindór (svölum), Arnar Ísak (maríuerlum), Þormar (krummum), Lovísa (langvíum), Arna Hlín (kjóum), Andri (hávellum), Aron Ingi (kríum), Darri (lundum),Davíð Birkir (þröstum) Lilja (hrossagaukum), Gilbert (smyrlum).
Tveir fyrirliðar voru nefndir sem þóttu skara framúr en það voru þau Halla Björk í himbrimum og Eiríkur í lómum.
Við erum að fara að vinna með endurvinnslu í smiðjum og ætlum að búa til kerti, þess vegna væri vel þegið að fá alla kertaafganga sem þið getið séð af. Alla afganga sama hversu litlir sem þeir eru, því við bræðum þá upp og steypum úr þeim ný kerti. (Getum líka notað kerti sem eru með „dóti“ inní eins og eplaskífum eða kanilstöngum eða kaffibaunum, því við veiðum það bara uppúr við bræðslu). Vonandi getum við gert þetta í sem flestum árgöngum en það fer eftir framboði á kertastubbum. Svo nú biðjum við alla að gefa okkur stubba og það má gjarnan afhenda okkur þá í textílstofunni.
Kveðja Smiðjukennarar
Í vinnslu fyrir skólaárið 2009-2010