sklaslit_007.jpg

Útskrift og skólaslit

Í gær, 7. júní, voru tíundubekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt umsögn í gamansömum tóni og góðum framtíðaróskum.
 sklaslit_007.jpg

 

Fulltrúar nemenda fluttu tónlistaratriði og héldu þakkarræðu. Borð svignuðu af góðgæti sem foreldrar komu með í tilefni dagsins. 

Í dag var svo skólanum slitið og fengu nemendur í 5. – 9. bekk einkunnirnar sínar afhentar en yngri nemendur höfðu fengið þær í hendur daginn áður. Þverflautukvintett nemenda við skólann spilaði, skólakórinn tók lagið og svo sungu allir saman "Vertu til er vorið kallar á þig". Vorhátíð foreldrafélagsins hófst svo í beinu framhaldi af skólaslitum þar sem fjörið réð ríkjum og pylsur voru grillaðar ofan í mannskapinn.sklaslit_028.jpg

legorobobo.jpg

Lególiðið farið til Tyrklands

legorobobo.jpgLególið skólans, Robobobo, er komið til Istanbul í Tryrklandi þar sem liðið tekur þátt í Evrópumóti First Lego League. Eins og kunnugt er vann liðið þáttökurétt í Evrópukeppninni eftir frækilega frammistöðu í Legókeppninni sem haldin var á Íslandi í nóvember síðastliðinn. Fylgist með krökkunum á vefsíðunni þeirra þar sem þau setja inn fréttir jafnt og þétt.   

vist2.jpg

Spiladrottningar og kóngar í Salaskóla

vist2.jpgHaldið var meistaramót væntanlegrar unglingadeildar Salaskóla í félagsvist sl. mánudag. Allir krakkar í 7., 8., og 9. bekk voru með og krýndum við spiladrottningu og spilakóng skólans. Mótsstjórar voru Tómas Rasmus og Rúnar Þór Bjarnason. Keppni um spilakóng og spiladrottningu verður framvegis a.m.k. einu sinni á ári og keppa þá nemendur í 7., 8., og 9. bekk um þann titil.

Spiladrottningar Salaskóla 2009-2010 eru
Sigurlaug Inga Guðbjartsdóttir 98 stig
Telma Hrönn Þrastardóttir 92 stig
Selma Líf Hlífarsdóttir 89 stig
Hlín Helgadóttir 89 stig
Selma sigraði Hlín á hlutkesti.

Spilakóngar Salaskóla 2009 – 2010 eru:
Björn Ólafur Björnsson 96 stig
Ólafur Arnar Guðmundsson 93 stig
Birkir Þór Baldursson 92 stig.vist__010.jpg 
 

nauthlsvksmall_019.jpg

Flórgoðar skemmtu sér á ströndinni

nauthlsvksmall_019.jpg
Nemendur í Flórgoðum áttu góðan dag í Nauthólsvík þegar þeir brugðu sér þangað í strætó með kennurunum sínum einn daginn í síðustu viku. Veðrið lék við krakkana, þeir flatmöguðu í sólinni, busluðu í sjónum og fóru í pottinn. Síðan var grillað ofan í liðið sem mæltist vel fyrir.  Hér eru nokkrar myndir frá velheppnaðri strandferð Flórgoðanna.

gudmundarlundur_005small.jpg

Reiptog í Guðmundarlundi

gudmundarlundur_005small.jpgGóða veðrið kallar á öðruvísi áherslur í skólastarfi eins og dæmin sýna þessa dagana. Nemendur í 6. og 7. bekk tóku fram hjólin sín og reiðhjólahjálmana og hjóluðu með kennurunum sínum í Guðmundarlund í morgun. Veðrið lék við þau allan tímann, farið var í reiptog þar sem stelpur kepptu á móti strákum. Síðan var hoppað og skoppað um víðan völl og allir nutu þess að vera til. Krakkarnir stóðu sig einstaklega vel í ferðinni og allir höfðu gaman af.

hjlatrsmall_010.jpg

Hjólaferðir í blíðviðrinu

hjlatrsmall_010.jpgÍ blíðviðrinu undanfarna daga hafa margir kennarar farið út með bekkina sína og nám farið fram utan dyra.  Starfsfólk og krakkar í dægradvölinni gerðu sér einnig lítið fyrir í dag og fóru í hjólatúr saman í nágrenni skólans. Þau höfðu nesti með í för og ætluðu að gæða sér á því í Ársölum.

Gaman var að sjá hjólastrolluna leggja af stað frá skólanum, allir með hjólreiðahjálmana á sínum stað og eftirvæntingin skein úr andlitunum. hjlatrsmall_013.jpg

grodursetja2.jpg

Nemendur gróðursettu tré

Í dag fóru tveir fulltrúar okkar, Karitas Marý Bjarnadóttir í Örnum og Hallgrímur Hrafn Guðnason í Fálkum, og gróðursettu tré í skógarreitnum Tungu í Lindahverfi.  Er  þetta í tengslum við dag líffræðilegs fjölbreytileika sem er á morgun 22. maí.   Umhverfisráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands og Yrkjusjóður- sjóður æskunnar til ræktunar landsins- eru í samstarfi um þetta verkefni.

Þarna hittust fulltrúar allra skóla í Kópavoginum, fulltrúar Skógræktarfélags Íslands og Umhverfisnefndar. Fulltrúar okkar gróðursettu sitthvort tréð.

grodursetja2.jpggrodursetja1.jpg

kryfjunkarfi0181.jpg

Krakkar og karfar

kryfjunkarfi0181.jpgÁ dögunum stóðu nemendur í 8. bekk í stórræðum þegar þeir fengu það verkefni að kryfja í náttúrufræðitíma. Fyrir valinu varð fiskurinn karfi sem var krufinn og skoðaður að utan sem innan. Krakkarnir bera sig fagmanlega við verkið eins og myndir bera með sér en greina má samt skrýtinn svip á sumum þeirra. En hvað sem því líður hafa þau a.m.k. verið nokkru fróðari um innyfli fiska. smallkryfjun2.jpg

ferdaskrifstofa.jpg

Margir gestir á opnum degi

ferdaskrifstofa.jpgMegum við kynna ykkur Íslandsferðir? Gjörið svo vel að skrá nafn ykkar í gestabók? Þennan púða gerði ég! Vá… en flottar grímur. Samskipti nemenda og gesta þeirra á opnu húsi voru eitthvað á þessa leið í morgunsárið. Fjölmargir foreldrar, ömmur, afar og systkini mættu til að skoða afrakstur úr vinnu nemenda. Fimmtubekkingar höfðu sett upp ferðaskrifstofur og sýndu verkefni er fjölluðu um mismunandi landshluta og það merkasta sem þar er að finna. Þetta var þemavinna sem var í gangi hjá þeim alla síðastliðna viku.
Myndir

Yngri nemendur kynntu ýmislegt tengt Afríku sem búið er að vera viðfangsefni þeirra í vetur t.d.  líkan af húsum, afrískar brúður, hljóðfæri og skildi. Einnig voru húsdýraverkefni til sýnis í 1. bekk, afrakstur trúarbragðafræði í 4. bekk, Saga af Suðurnesjum í 3. bekk að ógleymdri allri handavinnunni sem víða var sett upp á göngum skólans. Notaleg stemning var inni í kennslustofum skólans þar sem stór hópur foreldra var að skoða vinnu barnanna og aðstoða þau við lærdóminn. Í sal skólans hljómaði fallegur söngur úr samsöng yngri nemenda og þar sátu einnig allmargir foreldrar, hlustuðu og tóku þátt. Opna húsið verður fram til kl. 14:00 og gestir eru hvattir til að líta inn.