Skólasetning þriðjudaginn 24. ágúst 2021

Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs við okkur á nýju skólaári..

Það er eftirvænting og tilhlökkun í loftinu bæði hjá börnum og fullorðnum. Gott fyrir krakkana að hitta félagana og komast í rútínu.

Eins og ykkur er kunnugt er veiran enn í gangi og við þurfum að umgangast hana af varfærni. Hér í skólanum ætlum við að halda uppi eins eðlilegu starfi og mögulegt er og látum ekkert slá okkur út af laginu. Búið er að bólusetja allt starfsfólk skólans og í næstu viku er öllum nemendum í 7. – 10. bekk boðið í bólusetningu og hafa foreldrar þeirra fengið upplýsingar um það.

Eins og komið hefur fram í fréttum munu skólar fara afar varlega af stað næstu vikurnar. Við sótthreinsum og gætum persónulegra sóttvarna. Við verðum með hólfaskiptingar til að byrja með og reynum að hafa sem minnsta blöndun á milli hólfa. Skólinn verður lokaður fyrir öðrum en nemendum og starfsmönnum en engu að síður geta foreldrar komið á fundi sem við boðum. Við biðjum ykkur um að koma ekki inn í skólann nema þið hafið fengið um það boð.

Minnum ykkur á að ef börn ykkar eru veik eða með einhver einkenni sem mögulega er hægt að tengja veirunni, þá á að halda þeim heima og fara með þau í skimun. Það má enginn koma veikur í skólann.

Skólinn verður settur þriðjudaginn 24. ágúst. Nemendur koma og hitta kennara og skólafélaga og eru hér í 40 mínútur.

9 og 10. bekkur mætir kl 8:30
7. og 8. bekkur mætir kl. 9:00
5. og 6.. bekkur mætir kl 9:30
3. og 4. bekkur mætir kl 10:00
2. bekkur mætir kl. 10:30

Foreldrar geta því miður ekki komið með og börnin þurfa því að koma ein. Þau eiga að koma í aðalanddyri og þurfa ekki að fara úr skónum.

Nemendur í 1. bekk eru boðaðir í viðtöl hjá kennara með foreldrum sínum dagana 23. og 24. ágúst.

Nýir nemendur í öðrum bekkjum en 1. bekk eru boðnir velkomnir í stutta heimsókn í skólann á mánudag, 23. ágúst, kl. 9:00. Mega koma með eitt foreldri með sér.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

 

Skólaslit 2021

Mánudagurinn 7. júní er síðasti skóladagur nemenda í 1. – 9. bekk. Þau mæta að morgni dags og eru við leik og störf skv. skipulagi kennara hvers árgangs.  Markmiðið er að eiga góðar og skemmtilegar samverustundir í lok skólaársins.

Daginn eftir, þriðjudaginn 8. júní verður skólanum slitið, en þar sem samkomutakmarkanir, (sem leyfa aðeins 150 manns og eru nemendur í þeirri tölu), koma í veg fyrir þátttöku foreldra í skólaslitum,ætlum við að ljúka þeim þætti í lok skóladags 7. júní hjá nemendum í 1. til 4. bekk. Dægradvölin er svo opin fyrir þau alla vikuna, eins og kunnugt er.

Nemendur í 5. – 7. bekk eiga að mæta á skólaslit 8. júní kl. 9:00 og nemendur í 8. og 9. bekk kl. 10:00. Þeir fara fyrst til umsjónarkennara sinna sem spjalla við þá um veturinn sem var að líða og sumarið sem nú er að taka við. Síðan hittast allir í salnum þar sem skólanum verður formlega slitið.

Bakslag

English below
Það er svolítið bakslag núna í baráttunni við veiruna og í skólanum vinnum við eftir hertum sóttvarnarreglum til 15. apríl. Þá koma nýjar reglur og vonandi verður hægt að slaka eitthvað á þá, en það fer náttúrulega eftir því hvernig til tekst næstu daga. Undanfarið hafa börn og unglingar verið að veikjast og því er brýnt sem aldrei fyrr að þau hugi að sínum sóttvörnum, þvoi hendur með sápu, spritti og fari varlega í samskiptum við aðra. Við þurfum að vera samtaka í að halda þessu að þeim. Skólahald verður með venjulegum hætti næstu daga, dægradvölin opin sem og félagsmiðstöðin fyrir unglingana. Það er ekkert sund í dag en að öllum líkindum opnar fyrir það á morgun. Skólinn verður lokaður öðrum en nemendum og starfsfólki. Foreldrar geta því enn ekki komið nema þá þeir sem sérstaklega eru boðaðir.
Við viljum taka sérstaklega fram að ef að börn ykkar eru með einhver flensulík einkenni þá eiga þau skilyrðislaust að vera heima og fara í skimun.
Svo bara vonum við að þetta gangi allt saman prýðilega og okkur takist að ljúka þessu skólaári með sóma.
English
There has been a slight setback in fighting the virus and at school we are working according to stricter infection control rules until April 15th. A new regulation will be issued then and hopefully we will be able to relax a bit. However, it all depends on how successful we´ll be until then. Recently, more children and young people have been infected and therefore it is more importent than ever that they take care of infection prevention by washing their hands regularly with soap, use disinfectants and stay alert when communicating with others. We must all cooperate and remind them. Our work here at school will be as usual the next few days. The after school center will be open as well as the youth center for the teenagers. There won‘t be any swimming lessons today but likely tomorrow. The school is now closed to anyone other than students and staff. Parents are not allowed to enter the building unless they have been specially invited.
We also want to reiterate that if your children have any flu-like symptoms they must stay at home and get tested for the virus.
We hope that everything will go smoothly from now on and that we can finish this school year with success.

Salaskóli lokaður / Salaskóli closed

English below
 
Í samræmi við ákvörðun yfirvalda er Salaskóli lokaður frá og með deginum í dag og til 31. mars. Engin starfsemi er í skólanum. Félagsmiðstöð og dægradvöl einnig lokuð. 1. apríl er svo skírdagur og næsti skóladagur er því þriðjudaginn 6. apríl. Það liggur ekki fyrir hvernig skólahaldi verður háttað eftir páska en við sendum upplýsingar um það til ykkar þegar þær liggja fyrir.
 
Það eru því í raun allir komnir í páskafrí og rétt er að vekja athygli á að ekki er hægt að koma í skólann og sækja kennslugögn.
 
Hins vegar verður skólinn opinn frá kl. 10 – 12 í fyrramálið fyrir þá sem þurfa að ná í fatnað sem hefur gleymst í skólanum. Þeir sem þess þurfa verða að gæta fyllstu sóttvarna, vera með grímu og passa fjarlægðarmörk, 2 metra.
 
Eins og kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í morgun gilda takmarkanir líka fyrir börnin og þau mega því ekki vera nema 10 saman. Það gildir líka heima og í útileikjum. Smit hafa verið að koma upp hjá börnum og því betur sem okkur tekst að hlýða sóttvarnarreglum því fyrr verður slakað á. Börnin þurfa að hafa ákveðinn hóp sem þau umgangast núna næstu daga.
 
Þetta er erfitt fyrir okkur öll og þess vegna er nauðsynlegt að slaka svolítið á. Við höfum getað notið þess í næstum allan vetur að hafa nánast óskert skólastarf og það er stórkostlegt. Sjálfsagt að börnin lesi og leiki sér og það er allt í lagi að vera líka í tölvuleikjum. Svo er líka í fínu lagi að láta sér leiðast smá. En ef þið viljið að þau geri eitthvað meira bendum við t.d. á þessa síðu https://www.smore.com/zw5k
 
Við viljum svo að lokum minna ykkur á að ef að börnin ykkar eru með einhver einkenni þá á að fara með þau í skimun. Veiran er að stinga sér niður meðal barnanna þessa dagana. Látið okkur vita ef upp kemur Covid smit.
 
En hafið það annars gott og við höldum ykkur upplýstum
 
Dear parents and guardians
 
In accordance with the authorities decision, Salaskóli is now closed until the 31st of March. There
will be no activity in school. The youth centre and after school centre are also closed. The 1st of April
is Holy Thursday and next schoolday is Tuesday the 6th of April. At the moment it is not clear how
school will be operating after Easter but we will inform you as soon as we know.
Everyone here in school have now begun their Easter break and it is worth mentioning that it is not
possible to come to school to pick up schoolbooks.
However, the building will be open from 10 to 12 tomorrow morning for those who need to pick up
clothes that was forgotten at school. Those who need to come must take care of the fullest disease
control, wear a mask and keep the tvo meters distance.
As stated at the Civil Defense information meeting this morning, the restrictions now also apply to
children. Maximum number of children in a group is now 10. That also applies at home and when
playing outdoors. Quite a few infections have now been diagnosed in children and the better we
manage to obey the infection prevention rules, the sooner we can relax.
This is hard on all of us and therefore it´s necessary to try and relax. We have been fortunate enough
almost all winter to maintain almost uninterrupted work here at school and that is amazing.
Urge your children to read and play but videogames are also ok. There is also nothing wrong with
getting bored from time to time. If you would like your children to do something more we suggest
this website: https://www.smore.com/zw5k
Finally, we want to remind you to have your children tested for Covid19 if the show any signs of cold
or flu-like symptoms. The virus is spreading among children these days.
Please let us now if Covid infection occurs.
Stay safe and we will keep you informed.

Bréf til foreldra 25.febrúar 2021, English below

English below
 
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar tók gildi í gærmorgun og gildir til og með 30. apríl.
 
Helstu reglur fyrir grunnskóla eru að nú mega 50 starfsmenn vera saman í rými, lágmarksfjarlægð milli starfsfólks er 1 metri, hámarksfjöldi nemenda í rými er 150 og hvorki grímuskylda né lágmarksfjarlægð hjá þeim. Einnig er okkur heimilt að halda viðburði s.s. fyrirlestra, upplestrarkeppnir og fundi með foreldrum og þá í samræmi við fjölda og nálægðartakmörk hvers skólastigs eða reglugerð um takmörkun á samkomuhaldi vegna farsóttar. Sú reglugerð gildir til 17. mars.
 
Við óskum eftir því að varlega sé farið um sinn og aðkoma foreldra sé skipulögð, bundin við viðburði og samráð haft um aðgengi. Við viljum því að foreldrar komi aðeins á skipulagða viðburði sem skólinn eða félög honum tengd standa fyrir, þeir mæti í viðtöl og á fundi í skólanum skv. samkomulagi við kennara eða stjórnendur en að sinni verði ekki um daglega umgengni foreldra í skólanum að ræða, hvorki inn á ganga eða í fataklefa. Foreldrar sem telja sig eiga erindi inn í skólann þurfa að hafa samband við skrifstofu áður. Foreldrar, aðstandanendur og utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólann og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín og gagnvart starfsfólki og skulu bera andlitsgrímur.
 
Við erum afar ánægð að vera komin á þennan stað eftir heilt ár við miklar takmarkanir. Mikilvægt að við förum áfram varlega svo við getum klárað þetta skólaár með stæl og góðri 20 ára afmælishátíð í vor.
 
 
English
A new regulation regarding restrictions on school activities became effective yesterday morning and will be effective until April 30th 2021.
Regulation for primary schools, grades 1 to 10:
Maximum number of employees in the same area is now 50. Minimum distance between employees is 1 meter.
Maximum number of students in the same area is now 150. Students are neither required to wear masks nor do they have to keep minimum distance between each other.
We are now also able to have events such as lectures, reading competitions and meetings with parents. We must always keep in mind the maximum number of each department and the regulation on limitations of social gatherings due to the pandemic, regulation that will be effective until March 17th.
We ask you to be extra careful for the time being and that parental participation in school activities is organized in advance. We ask that parents only attend events that the school or other school-related parties have organized. Parents are asked to attend interviews and meetings that teachers and/or school administrators have planned but they must limit their visits to school. These requests apply to all shared areas such as hallways, entrances, foyers etc. Parents who need to access the school must notify the school´s office beforehand. Parents, guardians and others that enter the school must be careful and keep personal infection prevention in mind at all times. They must also keep at least 1 meter distance between themselves and the school‘s employees and they are required to wear facemasks.
 
We are really happy that we have reached this point after a year of heavy restrictions. It is vital that we continue to be vigilant in order to keep up the good work in our school and celabrate Salaskóli‘s 20th anniversary in May.
 

Góð lestrarkennsla bæði fyrir stráka og stelpur í Salaskóla

Þessa dagana er mikið rætt um kynjamun í skólastarfi og að strákar standi sig verr en stelpur t.d. í lestri. Við höfum verið að skoða hvernig staðan er hér í Salaskóla og ef niðurstaða lesfimiprófa Menntamálastofnunar í 1. – 4. bekk frá því í maí 2020 kemur í ljós að munur milli kynjanna er varla greinanlegur. Leshraði stráka og stelpna í 1. og 2. er hnífjafn, í 3. bekk lesa stelpur 4 orðum meira á mínútu en strákar og í 4. bekk lesa þær 12 orðum meira en strákar.
Þess má einnig geta að allir þessir árgangar í Salaskóla voru yfir landsmeðaltali og þrír þeirra yfir viðmiðum Menntamálastofnunar. Þetta er býsna góður árangur.
Lesfimiprófin mæla aðeins lestrarhraða en ekki lesskilning. Þau eru því fyrst og fremst mælikvarði á hvernig tökum nemendur hafa náð á lestrartækninni.
Þessar niðurstöður bera byrjendakennslunni í lestri í skólanum sannarlega gott vitni.

Öskudagur, vetrarleyfi og skipulagsdagur

1. Á morgun er öskudagur og eins og venjulega er það svolítið öðruvísidagur í Salaskóla. Nemendur mæta í grímubúningum í skólann og taka þátt í alls konar skemmtilegum verkefnum. Unglingadeildin hefur fengið sína dagskrá og valið sig inn á verkefni. Nemendur í 1. – 7. bekk: Nemendur mæta á bilinu 8:10 – 9:00 í skólann. Við gefum þetta svigrúm svo þeir sem þurfa lengri tíma til að koma sér í búninginn geti það. Allir eiga að vera mættir í sínar stofur kl. 9:00. Ávextir eru í nestistímanum eins og venjulega og kl. 11:30 – 12:00 er boðið upp á pylsur. Ekkert nammi eða nammipokar í skólanum. Skólastarfið er búið kl. 12:00 og þá opnar dægradvölin fyrir þá sem þar eru.

2. Vetrarleyfi er á fimmtudag og föstudag, 18. og 19. febrúar. Þá er skólinn alveg lokaður, dægradvölin líka. Góða skemmtun í leyfinu.

3. Skipulagsdagur er miðvikudaginn 17. mars. Þennan dag er dægradvölin líka með skipulagsdag og því eru engir nemendur í skólanum þennan dag.

16. febrúar í unglingadeild

Þriðjudaginn 16. febrúar verður útivistar– og skíðadagur hjá 8. – 10. bekk. Það hafa ekki allir áhuga á að taka þátt í þessu og þeir sem ekki ætla að fara mæta í skólann og vinna undir stjórn kennara. Þeir eiga að mæta kl. 9:00 í skólann og geta því sofið aðeins út 🙂

Við munum leggja af stað klukkan 9:15 frá skólanum og skíðum til klukkan 14:30 og lagt af stað klukkan 15:00. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða. Við höfum aðstöðu í Bláfjallaskála og þar er hægt að borða nestið sitt og svona. Nemendur koma með nesti sjálf, bæði eitthvað að bíta í og drykki. Ekki er hægt að kaupa neitt á staðnum. 

Lyftukortin kosta  930 krónur, leiga á skíðum og bretti er 2.460 krónur. Hafa þetta í reiðufé takk. Nánari upplýsingar um leiguna og fleira var send foreldrum í tölvupósti. 

Það er fín veðurspá fyrir morgundaginn en alltaf getur farið svo að ekki verði opið. Við látum vita á milli kl. 8.00 og 8:30 hvort farið verði eða ekki. Verði ekki farið þá er bara skóli frá kl. 9:00.

Bestu kveðjur – skólastjóri

Um nám og líðan nemenda

Í síðustu viku héldum við málþing með nemendum í 8. – 10. bekk. Viðfangsefnið var nám og líðan nemenda. Málþingin voru þrjú, eitt með hverjum árgangi. Að loknum inngangi unnu nemendur í hópum og ræddu málin og skiluðu svo niðurstöðum til skólastjórnenda. Nemendur lýstu ánægju með margt í starfi skólans og lögðum fram fjölmargar góðar tillögur um það sem þau gætu gert, það sem skólinn gæti gert og það sem foreldrar gætu gert. Verið er að vinna úr niðurstöðunum og við höldum svo áfram með þessa vinnu.

Á morgun setjast svo kennarar á rökstóla með Hermundi Sigmundssyni prófessor og ræða um nám og líðan. Hermundur hefur látið sig þessi mál varða á undanförnum misserum og það er fagnaðarefni að fá hann til skrafs og ráðagerða í skólanum.

Fleira er svo á döfinni tengt þessu og vænta má þess að þessi vinna skili sér inn í skólastarfið á næstunni.