Innkaupalistar fyrir 1.-6. bekk og 8. – 10. bekk eru komnir á netið. Farðu í "Gagnasafn" og þá birtast þeir. Listi 7. bekkjar er væntanlegur.
Author Archives: Ásgerður Helga Guðmundsdóttir
Skólaslit og vorhátíð
Mánudaginn 7. júní verður útskrift 10. bekkinga kl. 20:00. Þetta er hátíðleg athöfn, hlýleg kveðjustund sem býr til góðar minningar um skólann og krakkana. Foreldrar koma með kökur á hlaðborð.
Þriðjudaginn 8. júní verða skólaslit sem hér segir:
kl. 11:00 – 8. og 9. bekkur – skólaslitin eru á sal og nemendur fá vitnisburð afhentan.
kl. 12:00 – 5. – 7. bekkur – skólaslitin eru á sal og nemendur fá vitnisburð afhentan.
Kl. 13:00 – 1. – 4. bekkur – skólaslitin eru á sal. Nemendur fá vitnisburð afhentan daginn áður.
Kl. 14:00 hefst árleg Vorhátíð foreldrafélagsins.
Dægradvölin er opin frá kl. 8:00 og fram að skólaslitum.
Könnun á viðhorfum foreldra
Nú hafa foreldrar fengið senda könnun á viðhorfum foreldra til skólans. Um netkönnun er að ræða og skiptist hún niður á yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við biðjum foreldra um að svara sem fyrst en möguleiki er að svara til og með sunnudagsins 16. maí. Könnunin er nafnlaus og ekki hægt að rekja svörin. Forritið mun af og til senda þeim sem ekki hafa svarað áminningu.
Viðhorfakönnunin er gerð á hverju vori og hún er mikilvægur þáttur í sjálfsmati skólans.
Síðasta valtímabilið
Nemendur í 8. – 10. bekk eiga strax í dag að velja fyrir síðasta tímabilið. Dálitlar breytingar eru á valinu núna. List- og verkgreinakennararnir setja upp fjölbreyttar smiðjur og þar verður margt skemmtilegt gert.
Tilkynning til nemenda í 7. – 10. bekk
Vegna skipulags næsta skólaárs þurfum við upplýsingar um hvort nemendur í 7. – 9. bekk Salaskóla ætli sér að fá tómstundastarf sitt metið sem valgrein í skólanum næsta vetur. Biðjum því um að þeir svari könnun um það núna strax og í síðasta lagi á sunnudag. Línkurinn er http://www.surveymonkey.com/s/YHVDQG8
Krúsilíus
Næstkomandi miðvikudag 24. mars er foreldrum boðið á tónleika. Þar munu börnin í 1. – 4. bekk syngja valin lög af plötunum Krúsilíus og Berrössuð á tánum. Lög og textar eru öll eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.
Tónleikar þessir eru afrakstur af samstarfi bekkjarkennara sem kenndu textana,Heiðu sem stjórnar samsöng og Ragnheiðar kórstjóra. Okkur fannst spennandi að taka þessi lög fyrir, því bæði eru þau fjörug og hugmyndarík auk þess sem textarnir eru bráðsnjallir. Tónleikar 3.- 4. bekkjar og yngri kórsins eru kl. 8:30 í sal skólans. Tónleikar 1.-2. bekkjar og yngri kórssins eru kl. 10:00 í sal skólans. Kær kveðja, kennarar
Síðasta morgunkaffið í morgun!
Í morgun mættu foreldrar 10. bekkinga í morgunkaffi með skólastjórnendum. Þetta var 19. morgunkaffið frá frá því í janúar. Alls mættu 397 foreldrar, 163 pabbar og 234 mömmur, foreldrar 296 barna. Eins og í fyrra var 100% mæting í lóum einum bekkja, en nokkrir aðrir komu fast á hæla þeirra.
Margt var spjallað. Eineltismál bar á góma sem og skólastarfið almennt. Hvert kaffiboð endaði á heimsókn í bekkinn.
Foreldrar fylltu út matsblöð og skrifuðu eitthvað tvennt sem vel er gert og eitthvað sem betur má fara í skólanum. Við erum nú að finna úr þeim blöðum og látum vita þegar skýrsla liggur fyrir.
Við þökkum foreldrum fyrir góða þátttöku og mikinn áhuga á skólastarfinu.