Öskudagur í Salaskóla

Á öskudag verður skóladagurinn dálítið öðruvísi en venjulega. Það verður nefnilega öskudagsgleði í skólanum og dagskráin fjörug og fjölbreytt. Allir mega koma í búningum og þess vegna þarf ekki að mæta fyrr en kl. 9:00, en skólinn opnar samt á venjulegum tíma og allir eru velkomnir strax þá. Svo er ýmiskonar dagskrá, leikir, söngur, dans og gleði til kl. 11:30 – þá er pylsuveisla og allir fá pylsur – allir. Skólinn er svo búinn kl. 12:00, en dægradvölin er opin eins og venjulega. Með þessu erum við að koma til móts ólík sjónarmið varðandi öskudag, þ.e. að vera með öðruvísi skóladag og þeir sem vilja geta svo farið og sungið fyrir nammi eftir að skóla lýkur.

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2011 – 2012

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2005) fer fram í Salaskóla mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. mars frá kl. 9:00 – 15:00. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum.

Við hvetjum foreldra til að koma með börn sín á skrifstofu skólans til að innrita þau. Það er þeirra fyrsta heimsókn í skólann með foreldri og liður í að venja þau við nýjan skóla. 

BINGÓ

Þann 17 febrúar verður starfsfólk Leikskólans Fífusalir með Bingó í sal Salaskóla.
Bingóið byrjar kl 17.30 og er áætlað að það standi til 19.00
Spjaldið er á 500 krónur
Mjög veglegir vinningar í boði einnig verður til sölu á vægu verði, pizza & gos/safi.
Ágóðinn rennur í námsferð starfsmanna til Boston

Bingó fimmtudaginn 10. febrúar

Næsta fimmtudag, 10. febrúar, verður bingó í Salaskóla  fyrir nemendur í 1-7. bekk og fjölskyldur þeirra. Fullt af góðum vinningum og spjaldið á 300 kr. Bingóið hefst kl. 17:30 og stendur til 19:00.

Það eru nemendur í 10. bekk sem standa fyrir bingóinu og rennur ágóðinn í sjóð vegna útskriftarferðar þeirra.

Bingó fimmtudaginn 10. febrúar

Næsta fimmtudag, 10. febrúar, verður bingó í Salaskóla  fyrir nemendur í 1-7. bekk og fjölskyldur þeirra. Fullt af góðum vinningum og spjaldið á 300 kr. Bingóið hefst kl. 17:30 og stendur til 19:00.

Það eru nemendur í 10. bekk sem standa fyrir bingóinu og rennur ágóðinn í sjóð vegna útskriftarferðar þeirra.