Í morgun fengu nemendur 10. bekkjar afhentar einkunnir úr samræmdu prófunum sem þeir þreyttu í september. Nemendur Salaskóla stóðu sig afar vel og voru langt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði, en rétt undir því í ensku.
Í stærðfræði er meðaltalið í Salaskóla 7,45 en landsmeðaltali er 6,5 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,7. Í íslensku er meðaltalið í Salaskóla 6,95 en landsmeðaltalið er 6,4 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,5.
Í ensku er meðaltalið í Salaskóla 6,52 en landsmeðaltalið er 6,6 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er 6,8.
Framfarir nemenda Salaskóla frá samræmdu prófunum í 7. bekk eru að meðaltali meiri en almennt gerist.
Þessi próf eru könnunarpróf og hugsuð til að sjá stöðu nemenda í upphafi 10. bekkjar. Við munum nú leggjast yfir niðurstöðurnar og skoða hvar þarf að grípa inn í með einhverjum hætti.
Author Archive: Ásgerður Helga Guðmundsdóttir
Aðalfundur Foreldrafélags Salaskóla 25. október
Foreldrafélag Salaskóla mun halda aðalfund sinn 25. október n.k. í Salaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20.00
Stefnt er að hafa fundinn stuttan og hnitmiðaðan. Kaffi og kleinur á boðstólunum.
Efni fundar er:
Skýrsla stjórnar starfsárið 2011 – 2012
Ársreikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Kosning í stjórn Foreldrafélagsins og Skólaráðs
Önnur mál
Gestafyrirlestur
Gestafyrirlesari að þessu sinni er Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem hefur verið með innslög á MBL-Sjónvarp. Hún fjallar um mataræði fyrir skólabörn og alla í fjölskyldunni.
Stjórnendur bjóða í morgunkaffi
Miðvikudaginn 17. október verður fyrsta morgunkaffi skólaársins. Þá er foreldrum 9. bekkinga boðið í kaffisopa með skólastjórnendum. Daginn eftir koma svo foreldrar 10. bekkinga og svo heldur þetta áfram fram í byrjun desember. Meðfygljandi er listi yfir kaffiboðin. Athugið að hann getur tekið breytingum. Við sendum boð á foreldra þegar nær dregur. En endilega taka morguninn frá. Við byrjum kl. 810 og hættum kl. 900.
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Starfsáætlun Salaskóla 2012
Starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2012 – 2013 er komin út í pdf-formi. Hana er hægt að nálgast hér. Í starfsáætluninni er farið yfir fjölmarga þætti skólastarfsins og þeir skýrðir út. Við hvetjum foreldra til að skoða starfsáætlunina rækilega og kynna sér efni hennar.
Fjölgreindaleikar og Skólaþing
Hinir árlegu fjölgreindaleikar Salaskóla fara fram á miðvikudag og fimmtudag, 26. og 27. september. Þá er nemendum skipt í 10 manna lið sem keppa í margskonar greinum sem reyna á ólíkar greindir nemenda. Liðsstjórar koma úr 9. og 10. bekk og þeir sjá alveg um sinn hóp þessa daga. Báða daga eiga nemendur að mæta kl. 8.10 hjá sínum kennara en fara þaðan í hópinn sinn.
Nemendur eiga ekki að koma skólatöskur, en þurfa að hafa nesti með fyrir kaffitímann og gott að hafa það í litlum bakpoka sem þau bera með sér allt sem þau fara. Við útvegum drykki fyrir kaffitímann. Krakkarnir fá svo að borða í mötuneytinu í hádeginu. Skólinn er búinn hjá öllum um hálftvö.
Ekki er sund eða valgreinar þessa daga – bara fjölgreindaleikarnir.
Á föstudag fá nemendur frí en þá fer fram árlegt Skólaþing Kópavog. Það er ráðstefna sem allir kennarar bæjarins taka þátt í.
Nýtt skólaár
Skrífstofa skólans hefur nú opnað aftur eftir sumarleyfi en undanfarna daga hafa stjórnendur skólans unnið hörðum höndum að því að hnýta lausa enda varðandi skipulag vetrarins. Mikilvægt er að við fáum sem fyrst tilkynningar um breytingar frá foreldrum ef einhverjar eru. Hlökkum til samstarfsins í vetur.
Skólasetning er 22. ágúst og nemendur mæta sem hér segir:
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 23. ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk föstudaginn 24. ágúst.
Dægradvöl opnar fimmtudaginn 23. ágúst fyrir 2. – 4. bekk.
Sumarleyfi
Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá 21. júní. Opnað aftur 9. ágúst. Hægt er að skrá nýja nemendur í skólann hér á vefnum. Einnig er hægt að koma áríðandi skilaboðum til skólans með því að senda tölvupóst til skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is. Hafið það gott í sumar.
Athugið að gátlistar (innkauplistar) yfir það sem nemendur þurfa að hafa i skólatöskunni sinni eru hér hægra megin á síðunni.
Vorhátíðin er 19. maí
Vorhátið Foreldrafélags Salaskóla er núna á laugardaginn 19. maí. Dagskráin er frábær:
Lúðrasveit
Sirkússkóli
Töframenn
Skólahreysti
Fjöltefli við Helga Ólafsson
Snú-snú keppni
Vítaspyrnukeppni
Ingó veðurguð mætir með gítarinn
Reypitog
Grillaðar pylsur og með því í boði
Dagskráin getur breyst fyrirvaralaust.Hefst kl. 11 á laugardag og stendur til kl. 14. Allir velkomnir.
Skólinn býður í heimsókn 11. maí
Opinn dagur verður í Salaskóla föstudaginn 11. maí, en þá heldur skólinn upp á 11 ára afmæli sitt. Milli kl. 830 og 1000 verður gestum boðið á heimsækja bekkina og ýmsar uppákomur verða í skólanum. Samsöngur verður í andyri og skólakórinn syngur þar frá 930. Kaffihús verður opið í Klettagjá og þar er hægt að kaupa kaffi og möffins. Allur ágóði rennur í þróunarsamvinnu. Allir foreldrar og velunnarar velkomnir.
Kl. 1230 fær Salaskóli afhentan Grænfánann í fjórða skiptið að viðstöddum bæjarstjóra og fulltrúum Landverndar. Allir áhugasamir velkomnir.
1. bekkur
Samsöngur 8:20-8:45.
Heimsókn í bekkjarstofur og dýraþema skoðað.
Síðan mega nemendur labba með mömmu og pabba, að skoða hjá systkinum sínum.
2. bekkur
8:50 samsöngur í Klettagjá.
Foreldrar geta fyrir og eftir samsöngin skoðað verkefni í heimastofum.
3. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
4. bekkur
Sýning á vinnu vetrarins í heimstofu. Hver og einn nemandi er með sitt
sýningarborð.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
5. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
6. bekkur
Heimsókn í skólastofuna þar sem nemendur sýna vinnu sína.
9:30 verður kórinn með söngatriði í Klettagjá
7. og 8. bekkur
Opnar stofur á rauða gangi og unglingagangi þar sem aðallega verður í boði að spila við nemendur. Spilin hafa nemendur búið til sjálfir í þema. Einnig verða þemaverkefni á veggjum og mynda- og myndbandasýningar á skjá
9. og 10. bekkur
Verða með kaffihús , tónlist, myndasýningu og sölubása í Klettagjá .
Ágóðinn af sölu dagsins rennur í barnaþorp SOS.
Helstu niðurstöður úr viðhorfakönnun 2011
Salaskóli kannar á hverju vori viðhorf foreldra til starfsins í skólanum. Þessi könnun er mikilvægur liður í að bæta skólastarfið en auk hennar fáum við mikilvægar upplýsingar á morgufundum með foreldrum, könnunum skólapúlsins en þar tjá nemendur viðhorf sín, eineltiskönnunum o.s.frv.
Skýrsla um helstu niðurstöður vorkönnunar vorið 2011 er að finna hér. Ný vorkönnun verður lögð fyrir foreldra í dag. Við erum byrjuð að vinna heildarskýrslu um mat á skólastarfinu sl. þrjú ár. Ef vel gengur verður hún birt hér í júní.