Það höfðu slæðst inn tvær villur í skóladagatal komandi skólaárs sem nú hafa verið leiðréttar. Annars vegar var settur skipulagsdagur 14. nóvember en hann á að vera 21. nóvember. Svo hafði staðið að það væri skipulagsdagur 14. febrúar en það var bara vitleysa. Rétt skóladagatal er hér á heimasíðu Salaskóla.
Author Archive: Ásgerður Helga Guðmundsdóttir
Vantar starfsfólk
Salaskóli auglýsir eftir starfsfólki í dægradvöl og starfsmanni í mötuneyti.
Í dægradvöl vantar 5 – 6 starfsmenn. Þar er um að ræða 50% starf eftir hádegi.
Í mötuneyti vantar einn starfsmann í 100% starf. Starfið felst í að undirbúa morgunhressingu og hádegisverð fyrir nemendur og starfsfólk, aðstoð við síðdegishressingu í dægradvöl og frágang í eldhúsi.
Við erum að leita að duglegu og stundvísum einstaklingum sem eru reiðubúnir að starfa í anda stefnu skólans.
Upplýsingar um starfið fást hjá skólastjórnendum í síma 441 3200. Sækja þarf um starfið á vef Kópavogsbæjar
Nýir nemendur?
Við erum nú á fullu að undirbúa næsta skólaár og það er mikilvægt að fá sem gleggstar upplýsingar um fjölda nemenda í vetur. Við þurfum að fá upplýsingar um nýja nemendur sem ekki er enn búið að skrá inn. Við biðjum því alla sem eiga eftir að skrá nemendur að ganga frá því strax. Biðjum fólk líka að hnippa í nýflutta nágranna og vekja athygli á þessu.
Innkaupalistar Salaskóla?
Innkaupalistar grunnskólanna ber gjarnan á góma milli skólaslita og skólasetningar. Það grípur jafnvel um sig eitthvert innkaupalistaæði sem er tiltölulega nýtt fyrirbæri. Foreldrar pressa á skólana og skömmu eftir skólaslit berast okkur fyrirspurnir um hvort listarnir séu ekki að koma á netið og svo þegar líður á sumarið fara verslanirnar að auglýsa. Foreldrar fara í búðir með listana og kaupa það sem á þeim stendur. Þessu fylgja veruleg útgjöld, 10 þús. kr. fyrir hvern lista og þeir sem eiga fleiri en eitt barn þurfa að leggja fram tugi þúsunda. Það er til viðbótar öðru sem þarf fyrir skólabyrjun eins og ný föt, skólatösku o.s.frv.
Tökum höndum saman og gerum þetta af skynsemi.
Skólaslit miðvikudaginn 8. júní
Útskrift 10. bekkinga verður mánudagskvöldið 6. júní og hefst kl. 20:00
Skólanum verður svo slitið miðvikudaginn 8. júní og eiga nemendur að mæta sem hér segir:
9:30 Hrossagaukar, spóar, starar, maríuerlur, sandlóur, sólskríkjur, kríur, ritur, vepjur, smyrlar, súlur og krummar.
10:00 Lóur, sendlingar, stelkar, steindeplar, glókollar, músarrindlar, langvíur, tildrur, tjaldar, kjóar, svölur, fálkar.
Nemendur mæta í anddyri þar sem verður smá viðhöfn. Að henni lokinni fara þeir með kennurum sínum í kennslustofurnar.
Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga
Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 2. maí og þriðjudaginn 3. maí.
Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30.
Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.
Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.
Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta okkur vita í síma 441 3200.
Athugið að þessi heimsókn er ekki í tengslum við leikskólana. Foreldrar þurfa því að koma með og sækja börnin.
Salaskóli með 6 meistaratitla á Kópavogsmeistaramóti
1. bekkur. Kópavogsmeistarar
Drengjaflokkur: Ólafur Fannar Pétursson Salaskóla
Stúlknaflokkur: Berglind Edda Birkisdóttir Salaskóla
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217012.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821
Drengjaflokkur: Tómas Möller Vatnsendaskóla
Stúlknaflokkur: Sesselja Kjartansdóttir Salaskóla
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217014.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821
3.bekkur. Kópavogsmeistarar
Drengjaflokkur: Gunnar Erik Guðmundsson Salaskóla
Stúlknaflokkur: Eyrún Birna Davíðsdóttir Salaskóla
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217100.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821
4. Bekkur. Kópavogsmeistarar
Drengjaflokkur: Óttar Örn Sigfússon Bergmann Snælandsskóla
Stúlknaflokkur: Þórdís Agla Jóhannsdóttir Salaskóla
Sjá nánar: http://chess-results.com/tnr217115.aspx?lan=1&art=1&fed=ISL&wi=821
Innritun nýrra nemenda
Við erum að undirbúa næsta skólaár. Ef einhverjir eru að flytja úr hverfinu og börnin fara í annan skóla væri gott að vita það. Allar breytingar hafa áhrif á áætlanir okkar. Eins biðjum við þá sem eru að flytja í hverfið og ætla að innrita börn í Salaskóla að gera það strax. Hafið samband við Ásdísi ritara í síma 431 3200 eða í tölvupósti salaskoli@kopavogur.is
Sýningar á Konungi ljónanna – miðasala hafin
Nemendur í 6. – 10. bekk hafa í vetur verið að æfa söngleikinn Konung ljónanna og nú er æfingum að ljúka og sýningar að hefjast. Frumsýning verður miðvikudaginn 2. mars og önnur sýning fimmtudaginn 3. mars. Sýningum verður fjölgað ef eftirspurn verður mikil en salurinn okkar tekur ekki fleiri en 150 manns á hverja sýningu. Allir eru velkomnir.
Við stillum miðaverði í hóf og kostar fullorðinsmiði 1.000 kr og miði barnaverð er 500 kr. Uppsetningu af þessu tagi fylgir nokkur kostnaður og við ætlum að reyna að fá upp í hann. Ef afgangur verður munum við nota hann til að bæta tækjakostinn í salnum.
Miða þarf að panta með því að senda pöntun á netfangið skrifstofa.salaskola@gmail.com. Þar þarf að koma fram á hvaða sýningu, hversu marga fullorðinsmiða og hve marga barnamiða. Við sendum svo staðfestingu og þá þarf að leggja andvirði miðanna inn á reikning söngleiksins 536 05 412181, kennitala 6706013070, fyrir ákveðinn tíma. Ógreiddir miðar eru seldir öðrum eftir ákveðinn tíma.
Í hléi verður 10. bekkur með sælgætissölu og þarf að greiða þar með peningum.
Sýningar sem komnar eru í sölu eru þessar:
1. mars – lokaæfing, hefst kl. 15:00 – 17:00 (500 kr. bæði fyrir börn og fullorðna)
2. mars – frumsýning, kl. 18:00 – 20:00 (500 kr. fyrir börn, 1000 kr. fyrir fullorðna)
3. mars – 2. sýning, kl. 18:00 – 20:00 (500 kr. fyrir börn, 1000 kr. fyrir fullorðna)
Við setjum svo dagsetningar fyrir fleiri sýningar eftir því sem þörf krefur.