Skákmeistarar Salaskóla 2019

Í morgun voru afhent verðlaun til þeirra sem bestum árangri náðu í skák í skólanum á þessu skólaári. Þeir voru þessir:

Skákmeistari Salaskóla 2019:

Gunnar Erik (6.árg.)

Skákmeistarar aldursstiga:

8.-10. árg.:

1. sæti: Sindri Snær (10.árg.) Skákmeistari 8.-10. árg.

2. sæti: Samúel Týr (8.árg.)

3. sæti: Axel Óli (10. árg.)

5.-7. árg:

1. sæti: Gunnar Erik (6. árg). Skákmeistari í 5.-7. árg.

2. sæti: Ottó Andrés (7.árg.)

3. sæti: Birnir Breki (7. árg.)

1.-4. árg:

1. sæti: Daníel (4.árg.). Skákmeistari 1.-4. árg.

2. sæti: Ólafur Fannar (4. árg.)

3. sæti: Dagur Andri (2.árg.)

Árgangameistarar:

10. árg.: Sindri Snær
9. árg.: Tryggvi
8. árg.: Samúel Týr
7. árg.: Ottó Andrés
6. árg.: Gunnar Erik
5. árg.: Katrín María
4. árg.: Daníel
3. árg.: Elín Lára
2. árg.: Dagur Andri
1. árg.: Aron Bjarki

Tveir nemendur Salaskóla á norrænni ráðstefnu um sjálfbæran lífsstíl

Miðvikudaginn 10. apríl verður haldin í Reykjavík norræn ungmennaráðstefna um sjálfbæran lífsstíl. Þar verður fjallað um ábyrga neyslu og er ráðstefnan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Tilgangurinn er að leiða saman ungt fólk, valdhafa og atvinnurekendur frá öllum norrænu löndunum og ræða lausnir sem leiða til ábyrgari lífsstíl. Allir norrænu umhverfisráðherrarnir taka þátt, en Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun setja ráðstefnuna og Katrín Jakobsdóttir flytur lokaávarp.
Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg ávarpar. Þar sem Thunberg flýgur ekki, sá hún sér ekki fært að koma til Íslands, heldur ávarpar ráðstefnuna á myndbandi.
Þar sem Salaskóli var nýlega viðurkenndur sem UNESCO skóli var skólanum boðið að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna. Hrefna Karen Pétursdóttir og Ingibjörg Finnbjörnsdóttir, báðar í 10. bekk verða fulltrúar skólans á ráðstefnunni.

 

Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga

Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 29. apríl og þriðjudaginn 30. apríl. Vorskólinn er fyrir nemendur sem byrja í 1. bekk í haust. Skólastundin hefst stundvíslega kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30.
Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.
Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.
Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta okkur vita á netfangið ritari@salaskoli.is eða í síma 441 3200.
Athugið að þessi heimsókn er ekki í tengslum við leikskólana. Foreldrar þurfa því að koma með og sækja börnin báða dagana.

Páskabingó foreldrafélagsins 2. apríl

Páskabingó foreldrafélags Salaskóla verður haldið þriðjudaginn 2. apríl og verður eins og undanfarin ár þrískipt:
1.-3. bekkur kl. 17-18:15
4.-7. bekkur kl. 18:45-20
8.-10. bekkur kl. 20:30-21:45
 
Öllum er frjálst að mæta á þeim tíma sem hentar best og hvetjum við fjölskyldur til að koma saman og eiga skemmtilega stund.
Bingóspjaldið kostar 500 kr. og greiða þarf með peningum þar sem það er ekki posi á svæðinu. Allir sem vinna fá páskaegg og annan glaðning.
 
10. bekkur annast veitingasölu og verða með ýmislegt girnilegt í boði. Ath. að greiða þarf með pening í sjoppunni.
 
Við hvetjum fólk til að mæta tímanlega til að kaupa bingóspjöld og góðgæti í sjoppunni þar sem það verður ekki tekið hlé í bingóunum.

Gunnar Erik er skákmeistari Salaskóla 2019

Meistaramót Salaskóla  í skák 2019 – Lokamót fór fram 27. mars. Úrslit hér að neðan.

Fjöldi þátttakenda í mótinu öllu var samtals 172 nemendur, sem tefldu í 4 riðlum. Þrír í hverjum árgangi unnu sér svo rétt til að keppa í lokamótinu sem fram fór í morgun.

Verðlaunaafhending fer fram á næstunni. Skákmeistari Salaskóla 2019 er Gunnar Erik!

  1. Gunnar Erik, 6. árg. 7.v. af 7. Skákmeistari Salaskóla 2019! Árgangameistari 6.árg. og Skákmeistari 5.-7. árg!
  2. Sindri Snær, 10. árg.  5 v. og 35 stig. Árgangameistari 10. árg. og Skákmeistari 8.-10. árg.
  3. Samúel, 8. árg. 5v. og 30 stig. 2. sæti, 8.-10.árg. og Árgangameistari 8. árg.
  4. Axel Óli, 10. árg. 5 v. og 28 stig. 3. sæti 8.-10. árg.
  5. Ottó Andrés, 7. árg. 5v. og 27 stig. Árgangameistari 7. árg. 2. sæti 5.-7. árg.)
  6.     Daníel, 4. árg. 5v. og 25 stig. Skákmeistari 1.-4. árg. og Árgangameistari í 4. árg.
  7. Birnir Breki, 7. árg. 4v. og 33 stig. 3. sæti 5.-7. árg.
  8. Kjartan, 6. árg. 4 v. og 30 stig.
  9. Egill, 10. árg, 4 v. og 29 stig.
  10. Katrín María, 5. árg. 4 v. og 27 stig. Árgangameistari 5. árg.
  11. Ólafur Fannar, 4. árg. 4v. og 25 stig. 2. sæti 1.-4.árg
  12. Daði, 6. árg. 4 v. og 25 stig.
  13. Dagur Andri 2. árg. 4 v. og  23 stig. 3. sæti 1.-4.árg. Árgangameistari 2. árg.
  14. Tryggvi 9. árg. 4 v. Árgangameistari 9. árg.
  15. Sigurjón Helgi 8. árg. 3 v.
  16. Magnús Ingi 4. árg. 3 v.
  17. Halla Marín 5. árg. 3 v.
  18. Gunnar Örn 7. árg. 3 v.
  19. Esther 8. árg. 3 v.
  20. Gunnar Þór G. 5. árg. 3 v.
  21. Elín Lára 3. árg. 3 v. og 23 stig.
  22. Kári 3. árg. 3 v. og 17. stig.
  23. Stefán Logi 3. árg. 3 v. og 17 stig.
  24. Aron Bjarki 1. árg. 2 v. Árgangameistari í 1. árg.
  25. Sigurður Ingi 2. árg. 2 v.
  26. Óðinn 2. árg. 2 v.
  27. Natan 1. árg. 1 v.

Alþjóðlegi Downs-dagurinn í dag

Í dag, 21. mars, er alþjóðlegi Downs-dagurinn. Dagsetningin 21. mars er valin vegna þess að það eru þrjú eintök af litningi 21. Þema dagsins er að þessu sinni „Enginn skilinn eftir“. Í Salaskóla höldum við upp á þennan dag og fögnum fjölbreytileikanum. Við erum stolt því að í okkar góða og litríka nemendahópi eru að sjálfsögðu börn með Downs-heilkennið. Nemendur og starfsfólk mætti í ósamstæðum sokkum og nemendur fengu fræðslu um Downs. Frábær dagur í Salaskóla.