loa.jpg

Útskrift 10. bekkinga fimmtudaginn 6. júní kl. 20:00

Útskrift 10.bekkinga í Salaskóla verður fimmtudaginn 6. júní kl. 20.00. Þetta er hátíðleg en um leið gleðileg athöfn og mæta nemendur og foreldrar þeirra, prúðbúin. Athöfnin fer þannig fram að nemendur flytja ávörp og atriði, skólastjórnendur og kennarar ávarpa og afhenda vitnisburð. Að útskrift lokinni er kaffisamsæti í boði foreldra og skólans.

Allir foreldrar koma með eitthvað á kaffiborðið og iðulega hafa þeir lagt sig fram við að baka eitthvað til að gera þetta sem glæsilegast. Ef einhver lendir í algjörri tímaþröng má náttúrulega redda sér með því að kaupa osta og kex t.d. út í búð. Útskriftarveislur þessar hafa verið með þeim glæsilegustu sem um getur hér í hverfinu og við viljum halda þeim sið.

Birt í flokknum Fréttir.