Í gær komu væntanlegir fyrstubekkingar Salaskóla í heimsókn í skólann til að taka þátt í vorskólanum. Þeir voru hressir og kátir og voru flestir alveg til í að kveðja mömmu og pabba á meðan þeir prófuðu að setjast aðeins á skólabekk. Tekið var til við hin ýmsu verkefni í skólastofunum, litað, teiknað, hlustað á sögu og prófað að borða nesti. Allir fóru glaðir heim eftir skemmtilega heimsókn og hlökkum við til að sjá þau aftur í dag sem er seinni dagur vorskólans. Þá verður einnig fundurmeð foreldrum á meðan nemendur eru að ljúka við vorskólann.
Vorskólinn okkar
Birt í flokknum Fréttir.