Vont veður aftur / bad weather again

English below
Nú hefur Veðurstofa Íslands spáð fyrir um appelsínugula viðvörun með suðaustan stormi fyrir höfuðborgarsvæðið í dag milli 16:30 og 19:30. Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Það verður líklega mjög mikið rok í Salahverfi og við biðjum foreldra um að sækja börn sín í dægradvöl. Skynsamlegt að vera á ferðinni fyrir kl. 1600 því það verður arfavitlaust eftir það. Auk þess er mjög hált og erfitt að fóta sig. Börn verða ekki send ein heim gangandi eftir kl 1500.

Enska:

Announcement 3. In the afternoon if the weather worsens during school and after-school programs.

The weather conditions in the Reykjavik area has deteriorated and parents and guardians, of children younger than 12,are asked to pick up their children at the end of the school day or afterschool programs.
We ask parents to pick up their children not later than 4 o´clock because the weather will probably be very bad here in Saladistrict. Take care of slippery in the schoolyard. We will not send the children walking home after 3 o´clock.

Birt í flokknum Fréttir.