Viðhorfakönnunin – meirihluti hafnar skólabúningum!

Á miðnætti á laugardag lauk viðhorfakönnuninni meðal foreldra. Könnunin fór fram á vefnum og alls svöruðu henni 391 foreldri. Gera má ráð fyrir að það séu foreldrar um 70% barna í Salaskóla. Við munum vinna úr könnuninni eins hratt og við getum og kynna niðurstöður fyrir foreldrum. Meðan á heildarvinnslu stendur má búast við glefsum úr niðurstöðum hér á heimasíðu skólans. 

Nú þegar liggur fyrir afstaða foreldra í Salaskóla til skólabúninga. 300 foreldrar tóku afstöðu með eða á móti skólabúningum, 91 hafði ekki skoðun eða svörðuðu ekki. Af þeim sem tóku afstöðu voru 40% hlynnt skólabúningum en 60% á móti.  

Birt í flokknum Fréttir.