10. bekkingar verða útskrifaðir föstudaginn 3. júní kl. 11:00 í Lindakirkju.
Foreldrar hafa fengið upplýsingar um útskriftina í tölvupósti.
Þriðjudaginn 7. júní 2022 eru skólaslit í Salaskóla.
Tímasetningar eru sem hér segir.
1.-4. bekkur:
kl. 8:30 Mæting í skóla í stofu hjá umsjónarkennara.
kl. 9:00 Nemendur mæta á sal. Söngur og skólaslit.
Þeir nemendur sem eru skráðir á frístundaheimilið fara beint þangað eftir skólaslit.
5.-7. bekkur:
kl. 9:30 Mæting í skóla í stofu hjá umsjónarkennara.
kl. 10:00 Nemendur mæta á sal. Söngur og skólaslit.
Skóla er lokið hjá nemendum strax eftir skólaslitin og þá fara allir af stað út í sumarfríið.
8. og 9.bekkur:
kl. 10:30 Mæting í skóla í stofu hjá umsjónarkennara.
kl. 11:00 Nemendur mæta á sal. Söngur og skólaslit.
Skóla er lokið hjá nemendum strax eftir skólaslitin og þá fara allir af stað út í sumarfríið.
Ekki er formlega gert ráð fyrir foreldrum við skólaslitin þó þeir séu að sjálfsögðu velkomnir.
Þröngt verður í salnum og nemendur verða þar með kennurum sínum og sitja á gólfinu, svipað og þeir gera á samsöng og öðrum samkomum 🙂