Skákmót skóla í Kópavogi

Föstudaginn 25. nóvember var skákmót liða úr 3. – 7. bekkjum í grunnskólum Kópavogs. Lið Salaskóla vann í 3. – 4. bekk og hreppti gullið. Keppendur Salaskóla voru Gunnar Erik, Kjartan, Brynjar Emil, Breki og Sigurður Kristófer.

Í 5. – 7. bekk lenti lið Salaskóla í 7. – 10. sæti en lið Álfhólsskóla var í 1. sæti. Keppendur fyrir Salaskóla voru Samúel Týr, Esther Lind, Sveinbjörn, Telma og Jónas Breki.

2. desember kepptu svo lið úr 1. – 2. bekk og 8. – 10. bekk. Keppni í 1. – 2. bekk var afar hörð og jöfn og voru mörg þeirra með jafnmarga vinninga. Lið Salaskóla hafnaði í 8. sæti og í því voru Ólafur Fannar, Berglind Edda, Valtýr Gauti, Ásdís, Sæþór, Friðbjörn og Elvar dagur.

Unglingalið Salaskóla hreppti bronsið með 9 vinninga, Álfhólsskóli silfrið með 10 vinninga og Hörðuvallaskóla gullið með 14 vinninga. Fyrir Salaskóla kepptu Róbert Örn, Sindri Snær, Ágúst Unnar, Hafþór og Elín Edda. Þess má geta að þau gerðu jafntefli við Norðurlandameistarana úr Álfhólsskóla.

Myndir frá mótunum má sjá hér.

 

Sigurvegarar

Peðaskákmót í Salaskóla

SigurvegararFimmtudaginn 12.03.2015  var haldið sérstakt skákmót fyrir byrjendur í skák í Salaskóla. 

Alls mættu 49 krakkar til leiks en þau höfðu ekki öll nægilega þolinmæði til að klára. Þannig að ca. 40 krakkar komust alla leið í gegnum mótið. Veitt voru verðlaun fyrir duglegustu krakkana  gull silfur og brons.

Efst stúlkna varð Dóra Jensína Þorgilsdóttir úr 2. b. Steindeplum. Efstur drengja varð Kjartan Sigurjónsson úr  2. b. Maríuerlum. Nánari úrslit.

3. bekkur

Meistaramót 2015 í skák

3. bekkur

Meistaramót í skák 2015 fór fram í dag, föstudaginn 6. mars, þar sem allir árgangar skólans kepptu innbyrðis. Einnig var keppt  í ákveðnum aldursbilum þar sem þrír efstu fengu verðlaunastyttu og sá efsti hlaut auk þess bikar. Efstur að stigum og meistari meistaranna í Salaskóla 2015 varð síðan sjöttubekkingurinn Sindri Snær Kristófersson. Við óskum honum og öðrum góðum skákmönnum skólans innilega til hamingju. Á meðfylgjandi mynd eru sigurvegarar í 3. bekk.  Skoðið fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu. Nánari úrslit frá mótinu má skoða hér.

Úrslitamót yngsta stigs í skák

Úrslitamót yngsta stigs Salaskóla í skák fór fram föstudaginn 13. febrúar. Efstur á þessu móti varð Gunnar Erik Guðmundsson 2b. Maríuerlum en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit. Úrslitin liggja nú fyrir, efstu fjórir úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 3. bekk fara efstu fimm. Föstudaginn 6. mars verður síðan lokamótið Meistari meistaranna í Salaskóla árið 2015. Mótsstjóri er Tómas Rasmus

unglingaskak

Úrslitin úr úrtökumóti unglingastigs – vegna meistaramóts Salaskóla í skák 2015.

unglingaskakÚrslitamót unglingastigs fór fram sl. föstudag og efstur á þessu móti varð Róbert Örn Vigfússon úr 8. bekk en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit

Úrslitin liggja nú fyrir, efstu 4 úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 10. bekk fara efstu 6. Þátttaka og skákáhugi í 10 bekk er í sérflokki. Næsta föstudag 13. febrúar keppa krakkar af yngsta stigi og föstudaginn 6. mars verður síðan lokamótið Meisrari meistaranna í Salaskóla árið 2015. Mótsstjóri er Tómas Rasmus. 

Silfurliðið 2015

Salaskólastelpur tóku silfrið

Silfurliðið 2015Salaskóli tók silfur á íslandsmóti stúlknasveita í skák á laugardaginn. Athygli vekur að þrjár systur skipuðu efstu þrjú borðin í liðinu okkar og ein góð skólasystir á fjórða borði. Þær sigruðu alla hina skólana nema meistaralið Rimaskóla. En stundum er gott silfur gulli betra.   
Lið Salaskóla var skipað eftirfarandi stúlkum:
1b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 10. b kjóar
2b. Þórdís Agla Jóhannsdóttir 3. b glókollar 
3b. Elín Edda Jóhannsdóttir 6. b himbrimar
4b. Selma Guðmundsdóttir 6. b flórgoðar
Liðsstjóri var Tómas Rasmus.

         

Undanrásir fyrir meistaramót Salaskóla í skák hófust á föstudaginn

Alls kepptu 47 krakkar úr 5. til 7. bekk. Hér eru úrslit úr þeim viðureignum. Efstu fjórir úr hverjum árgangi fá síðan að keppa í úrslitakeppninni „ Meistari meistaranna“ sem verðu í lok febrúar. En þar sem gífurlegur skákáhugi er í 6. bekk þá fá þeir 2 aukafulltrúa á lokamótið. Greinilegt er að þeir sem stunda skákina skipulega ná bestum árangri og efstu sætin voru öll skipuð nemendum sem æfa í hverri viku í skákakademíu Kópavogs í Blikastúkunni sjá nánar hér.

Einnig tefla nokkrir á opnum mótum fyrir almenning og eru tveir kappar úr Salaskóla að keppa á Skákþingi Reykjavíkur og nokkrar stúlkur á Íslandsmóti stúlknasveita. Næsta föstudag þann 6. feb.2015 er stefnt á keppni hjá unglingadeildinni og viku síðar hjá yngstu krökkunum. Mótsstjóri á meistaramóti Salaskóla er Tómas Rasmus.

Stelpuskak 02 2

Flott stelpuskákmót í Salaskóla

Stelpuskak 02 2Stelpuskákmót var haldið í Salaskóla í dag, föstudag, til að finna sterkustu skákstelpurnar vegna Íslandsmóts stúlkna sem verður um næstu helgi. Sveitakeppni stúlkna verður 31. janúar og Íslandsmót stúlkna 1.febrúar. Alls kepptu 26 Salaskólastelpur úr 2. til 10. bekk. Sigurvegari varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir úr 10. b. Í öðru sæti Þórdís Agla Jóhannsdóttir úr 3. b. Í þriðja sæti Rakel Tinna Gunnarsdóttir úr 6. b. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. 

Nánari úrslit

bekkjarmot

Bekkjarmóti í skák lokið

bekkjarmot
Alls kepptu 174 krakkar í undanrásum sem er nýtt met í sögu Salaskóla. Á úrslitamótið komust aðeins 4 efstu lið úr hverju aldurshólfi (2.-4. b)  (5.-7. b) og (8.-10. b) ásamt sérstökum gestum sem voru kvennalið að æfa sig fyrir Íslandsmót stúlknasveita sem verður í lok janúar 2015. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. Honum til aðstoðar Pétur Ari Pétursson 6. b. og Sandra Björk Bjarnadóttir 10. b.

 

Efstir urðu kjóar, krakkar úr 10b.  19 v af 24
Í liði Kjóa voru:
Hildur Berglind Jóhannsdóttir
Jón Smári Ólafsson
Kári Steinn Hlífarsson
Garðar Elí
Liðið í öðru sæti var 6. b. himbrimar.  18,5 v af 24
Í liði Himbrima voru:
Sindri Snær Kristófersson  
Axel Óli Sigurjónsson     
Jón Þór Jóhannsson 

Í þriðja sæti urðu fálkar úr 8. b. 17.5v  af 24
Í liði Fálka voru:
Róbert Örn Vigfússon
Kjartan Gauti Gíslason
Hafþór Helgason
Þorsteinn Björn Guðmundsson
Bestum árangri náðu eftirtaldir einstaklingar.
1 borð Róbert Örn Vigfússon-  7,5 vinningar af 8
2 borð Jón Smári Ólafsson-  8 vinningar af 8
3 borð Hafþór Helgason 8b og Baldur Benediktsson 10b  báðir með 7 vinninga af 8 mögulegum.
Nánari úrslit!