Starfsmaður óskast á frístundarheimili

Vegna forfalla vantar okkur starfsmann á frístundaheimili Salaskóla til áramóta! Þetta er t.d. tilvalið tækifæri fyrir skólafólk! Vinnutími er kl. 13:00-16:00/16:30 og til greina kemur að tveir aðilar skipti þessu með sér, annar vinni 3 daga í viku og hinn 2 daga í viku.

Í Salaskóla er góður starfsandi og á frístundaheimilinu er einvalalið sem vinnur vel saman í lifandi og skemmtilegu umhverfi.
Ef þið þekkið frábært fólk sem kæmi til greina – þá endilega látið skólastjóra vita 😊 kristins@kopavogur.is

Birt í flokknum Fréttir.