Í gær var skólaþing nemenda í Salaskóla haldið í annað skipti. Þá skiptu nemendur í 5. – 10. bekk sér í 50 hópa sem ræddu ýmis mál sem snúa að starfi og skipulagi Salaskóla. Nú var t.d. rætt um spjaldtölvuvæðinguna, einkunnarorð Salaskóla, matarsóun, Grænfánann og félagsmiðstöðina Fönix. Nemendur í 9. og 10. bekk voru hópstjórar og ritarar og skiluðu skriflegum niðurstöðum. Það er nú þegar byrjað að vinna úr þeim. Umræður voru afskaplega góðar og vel haldið utan um umræðurnar í hverjum hópi.