Skólasetning – fyrsti skóladagur

Salaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst og eiga nemendur að mæta sem hér segir:   

  • Klukkan 9:00     2., 3. og 4. bekkur
  • Klukkan 10:00  5., 6. og 7. bekkur
  • Klukkan 11:00  8., 9. og 10. bekkur

Á skólasetningu er lesið upp í bekki, nemendur hitta umsjónarkennara sinn og bekkjarfélaga.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst

Nemendur sem fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir í viðtöl með foreldrum sínum dagana 24. og 25. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá í 1. bekk miðvikudaginn 26. ágúst.

Dægradvöl opnar þriðjudaginn 25. ágúst fyrir 2., og 3..  1. bekkur byrjar í dægradvöl um leið og skólinn hjá þeim byrjar 26. ágúst. Klúbbastarfið í 4. bekk byrjar 1. september.

 

Nýir nemendur – aðrir en þeir sem eru að byrja í 1. bekk – eru boðnir í heimsókn og skoðunarferð um skólann föstudaginn 21. ágúst kl. 13.00.

Birt í flokknum Fréttir.