Samrómur

Salaskóli sigraði í flokki A, flokki stærri skóla, í Lestrarkeppni grunnskóla 2022 á dögunum. Alls lásu 703 keppendur (nemendur, starfsfólk og fjölskyldur) 107.075 setningar sem var virkilega vel gert. Þann 15. mars sl. fóru Steinunn María í 3.bekk  og Davíð Logi í 7.bekk ásamt Ásu kennara á Bessastaði að taka á móti verðlaununum sem voru ekki að verri endanum. Með þessum frábæra árangri hlaut Salaskóli  Monoprice MP10 Mini þrívíddar prentara og eitt sett af Rasberry Pi 400 tölvu í verðlaun. Við hlökkum til að taka þátt að ári 😉

Birt í flokknum Fréttir.