Salaskóli prófar ipad-tölvur

Salaskóli hefur keypt tvær ipad-tölvur í því skyni að kanna hvort þær geti komið í stað venjulegra borðtölva. Tveir af kennurum skólans hafa fengið það verkefni að prófa tölvurnar og kynna sér alla möguleika á notkun þeirra í skólastarfi. Þeir fara nú í vikunni á BETT-sýninguna í London, en það er stærsta sýning í heiminum á notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Á þeirri sýningu er að þessu sinni mikil kynning á notkun ipad í kennslu.

Birt í flokknum Fréttir.