Skáksveitin okkar er í feikna stuði og var nú rétt í þessu að sigra dönsku sveitina. 3 1/2 vinningur gegn 1/2. Þá eru bara sænsku sveitirnar tvær eftir en við þær keppir Salaskóli á morgun, sunnudag.
Með því að smella á meira hér að neðan getur þú lesið ferðasögu sveitarinnar.
Ferðasagan. Við flugum úr fimmtudaginn 10.09.09 og lentum á Arlanda í Stokkhólmi um hádegisbil að sænskum tíma.Þá var leitað að góðum stað til að slaka á og fundum við notalegt kaffihús sem leyfði okkur að taka upp skáksettinn og hófst þá Salaskóla atskákmót kennt við Arlanda.Leikar fóru svo að Patrekur vann með yfirburðum en gamli maðurinn Tómas sá ekki til sólar og fékk aðeins hálfan vinning. Að móti loknu birtist ferðaþreytt Jóhanna sem var þá búin að erðast með rútu í 4 tíma og fljúga frá Róm en þar var hún að keppa á Evrópumóti ungmenna. Við komum síðan á hótelið Skandic Malmen um kl 17:00. Eftir kvöldamat og slökun voru allir sendir í háttinn.Allir sváfu vel og lengi Eiríkur, Patrekur og Páll þó lengst allra. Föstudagurinn hófst síðan með morgunmat og teknar nokkrar æfingar í notkun járnbrautalesta.Tómas og Jóhanna skoðuðu gamla bæinn Gamla Stan meðan strákarnir kíktu á Gitarhero keppni sem var í kjallaranum á hótelinu. Páll og Guðmundur slógu þar í gegn og náðu öðru sæti. Fyrsta umferð.Kl 17:00 hófst fyrsta umferðin og var teflt við Finna. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum þá 3,5 gegn 0,5. Paterkur lenti á móti teoríu gaur sem tefldi með hvítu og reyndi frá fyrsta leik að ná jafntefli. Hinir unnu sínar skákir og Salaskóli var kominn á toppinn. Á sama tíma gerðu sænsku sveitirnar jafntefli en Danir unnu Norðmenn 2,5 gegn 1,5. Í annari umferð lentum við á móti Noregi og var þar sama sagan við unnum 3,5 gegn 0,5 og erum kominn í afgerandi forystu. Eiríkur vann á 4 borði, Páll vann á þriðja borði Jóhanna vann á 2 borði og Parekur lenti á enn einum teorígaurnum og fékk jafntefli.Þriðja umferð. Í þriðju umferð tefldum við við Jetsmark skólann frá Danmörku þeir eru með geysisterka sveit bæði 1 og 2 borð með í kringum 2000 elo stig. Skemmst er frá því að segja að Salaskóla reykspólaði yfir Danina og unnu þá 3,5 gegn 0,5. Patrekur vann, Jóhanna gerði jafntefli , Páll og Eiríkur unnu sína af öryggi. Eftir 3 umferðir er staðan þannig að Salaskóli er búinn að stinga andstæðingan af og er með líklega 4 vinninga forskot á næsta lið. Tómas Rasmus.