Í dag, miðvikudaginn, 28. janúar, frá kl. 17:30-18:20 er mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk. Þar verður sagt frá nemendum í 2. bekk sem eru allir á einhverfurófinu. Við ætlum að kynna hvað einhverfurófið er og hvernig þessir ákveðnu nemendur taka þátt í skólastarfinu með okkur. Foreldrar nemendanna munu kynna þá.
Einnig verða þau úrræði kynnt sem Salaskóli býður upp á fyrir nemendur á yngsta stigi sem þurfa á stuðningi að halda, bæði hvað varðar nám og annað.
Mjög mikilvægt er að allir foreldrar mæti. Fundurinn er í salnum okkar.