Föstudaginn 11. febrúar mættu 23 unglingar til leiks og kepptu um að komast á keppnina um meistara meistaranna í Salaskóla. Efstu 12 voru þessir og munu þeir keppa um titilinn skákmeistari Salaskóla 2011 ásamt þeim öflugustu úr yngri flokkunum næst komandi föstudag (18.02.11):
Birkir Karl 9b. 9,0 v
Guðmundur Kristinn 10b. 7,5 v
Baldur Búi 8b 6,5 v
Eyþór Trausti 8b. 5,5 v
Guðjón Birkir 10b. 5,0 v
Matthías 8b. 5,0 v
Selma Líf 8b. 5,0 v
Þormar Leví 9b. 4,5 v
Sigurður Guðni 8b. 4,5 v
Ragnheiður Erla 8b. 4,5 v
Ingi Már 8b. 4,5 v
Grétar Atli 9b. 4,5 v
Framundan er sem sagt keppnin um meistartitil Salaskóla. Síðan er sveitakeppni Kópavogs og skömmu síðar verður Íslandsmót barnaskólasveita og Íslandsmót grunnskólasveita. En eins og þið vitið var Salaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita árin 2009 og 2010. og Norðurlandameistari grunnskólasveita árið 2009 og silfurlið frá síðasta Norðurlandamóti ( haustið 2010 ).