Góðir gestir komu í skólann í dag til að heimsækja sérstaklega nemendur í 6. og 7. bekk. Þau Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur kynntu skáldið Jóhannes frá Kötlum með tali og tónum. Nemendur hlustuðu með athygli, hrifust með söngnum og voru áreiðanlega margs vísari á eftir. Ávallt er gaman að fá ljúfa heimsókn sem þessa og brjóta upp hversdagsleikann og er þeim Valgeiri og Steinunni færðar þakkir fyrir. Einhverjir nemendanna munu síðan halda áfram að fjalla um kveðskap Jóhannesar frá Kötlum í skólanum.
Jóhannes úr Kötlum kynntur nemendum
Birt í flokknum Fréttir.