Stórskemmtilegur viðburður átti sér stað í dag þegar nemendur í 6. bekk buðu yngri nemendum skólans að koma og horfa á jólaleikrit súlna og langvía. Leikritið var frumsamið af þeim en byggðist að hlut til á jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum.
Myndir frá sýningunni eru hér.
Sjöttubekkingarnir sáu alfarið um allt sem tengdist leiksýningunni og fyrir utan leikara og upplesara var valinn maður í hverju verki s.s búningagerð, förðun, leikmynd, leikskrá, hljóð- og ljósastjórn og sviðsaðstoð. Krakkarnir skiluðu öllum hlutverkum með miklum sóma og áhorfendur skemmtu sér afskaplega vel.