Tilhögun innkaupa á ritföngum fyrir nemendur verður þannig að það verða sameiginleg innkaup fyrir 1. – 7. bekk. Það þýðir að foreldrar leggja fram ákveðna upphæð og við sjáum um kaupin. Við erum núna að leita tilboða og látum vita þegar niðurstaða liggur fyrir. Stílabækur eru ekki inni í því, enda eiga krakkarnir yfirleitt bækur frá í fyrra sem við viljum að þau noti þær. Notið tímann núna til að fara yfir það sem til er. Í unglingadeild sjá krakkarnir og foreldrarnir sjálfir um þetta en við leggjum fram lista yfir það sem mikilvægt er að hafa. Við leggjum áherslu á að það þarf ekkert að stressa sig á að kaupa allt inn núna. Best er að þegar ein stílabók klárast þá verði ný keypt í staðinn.
Í 5. – 10. bekk eru allir nemendur með spjaldtölvur og þeir koma að hluta til í stað stílabóka. Við vitum ekki hversu mikið en erum að þreifa okkur áfram með þetta.
Sendum nánari upplýsingar um þetta í tölvupósti til foreldra