Það er mikið rok í Salahverfi nú í morgunsárið með rigningu. Sumsstaðar eru hálkublettir. Það þarf því að fylgja börnunum í skólann. Þetta á við um börn 12 ára og yngri, unglingarnir meta hvort þeir treysti sér til að ganga eða vilji far með foreldrum sínum. Þar sem þetta mun skapa mikið umferðaröngþveiti við skólann, sem líka getur skapað hættu, er ágætt að dreifa mætingum yngri barnanna á milli kl. 8 og 9. Passið ykkur þegar þið opnið dyr á bílum. Það eru líka hálkublettir á skólalóðinni og því þarf að fara varlega. Við erum að sanda blettina en það er ekki víst að það dugi.
It is heavy wind in Saladistrict this morning with rain. It can also be slippery here and there. Therefore it is necessary to follow the children 12 years and younger to the school. It is up to the older ones if they trust themselves to walk or go with their parents. Since this will create a lot of traffic jams at the school, which can also create a risk, it is a good idea to spread the younger childs sessions between kl. 8 and 9. Take care when you open the doors of the cars. There are also slippery spots at the schoolyard and you have to be careful. We are sanding the spots, but it may not be enough.