Niðurstöður í samræmdum prófum í 4. og 7. bekk

Nemendur hafa nú fengið niðurstöður samræmdu prófanna í 4. og 7. bekk í hendur. Niðurstöður Salaskóla í 7. bekk voru ákaflega ánægjulegar og nemendur hafa tekið mjög miklum framförum almennt frá því í 4. bekk. Sérstaklega var útkoman í stærðfræði góð en þar er meðaltal skólans 8,0 sem er langt yfir landsmeðaltali en það […]

Lesa meira

Lestrarkeppnin í fullum gangi

riturnar


Eins og fram kom í haust er lestrarkeppnin Lesum meira í gangi á miðstigi, 5. - 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur verði víðlesnari, auki orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist. Í fyrstu var gefinn góður tími fyrir lestur áveðinna bóka á bókalista keppninnar  og síðan var dregið um hvaða bekkir ættu að keppa saman. Í keppninni reynir jafnt á almenna þekkingu nemenda sem þekkingu á ýmsu í heimi bókmenntanna auk þess að kunna vel skil á ákveðnum sögum.

Lesa meira

Jól í skókassa

jol_ikassaKrakkarnir okkar í dægradvölinni taka þátt í verkefninu "Jól í skókassa" fyrir þessi jól. Í því felst að hvert barn safnar ákveðnum hlutum í skókassa s.s. skóladóti, leikföngum, hreinlætisvörum, fötum  og sælgæti, skreytir kassann að utan og merkir hvort innihaldið henti strák eða stelpu. Á dögunum söfnuðust krakkarnir saman í anddyri skólans með kassana sína og gengu síðan fylktu liði út í Lindakirkju þar sem kassarnir voru afhentir. Krakkarnir tóku greinilega verkefnið alvarlega, héldu fast utan um kassann sinn og voru ábúðarfull á svipinn.

Lesa meira

Skemmtilegur aðalfundur foreldrafélagsins

Foreldrafélagið hélt aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 18. október. Á fundinum var stjórnakjör og nú eru í stjórn félagsins þau Kristinn Ingvarsson, Bjarni Ellertsson, Helgi Mar Bjarnason, Rósa Lárusdóttir og Sandra Ösp Gylfadóttir. Varamenn eru Hjörtur Gunnlaugsson og Helga Jónsdóttir. Helga og Bryndís Baldvinsdóttir eru fulltrúar foreldra í skólaráði Salaskóla. Að loknum venjulegum aðalfundastörfum mætti Ebba […]

Lesa meira

Niðurstöður samræmdra prófa í 10. bekk

Í morgun fengu nemendur 10. bekkjar afhentar einkunnir úr samræmdu prófunum sem þeir þreyttu í september. Nemendur Salaskóla stóðu sig afar vel og voru langt yfir landsmeðaltali í íslensku og stærðfræði, en rétt undir því í ensku.Í stærðfræði er meðaltalið í Salaskóla 7,45 en landsmeðaltali er 6,5 og meðaltal skólanna í nágrenni Reykjavíkur er […]

Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélags Salaskóla 25. október

Foreldrafélag Salaskóla mun halda aðalfund sinn 25. október n.k. í Salaskóla. Fundurinn hefst klukkan 20.00 Stefnt er að hafa fundinn stuttan og hnitmiðaðan.  Kaffi og kleinur á boðstólunum. Efni fundar er: Skýrsla stjórnar starfsárið 2011 – 2012 Ársreikningar lagðir fram til samþykktar Lagabreytingar Kosning í stjórn Foreldrafélagsins og Skólaráðs Önnur mál Gestafyrirlestur Gestafyrirlesari að […]

Lesa meira

Stjórnendur bjóða í morgunkaffi

Miðvikudaginn 17. október verður fyrsta morgunkaffi skólaársins. Þá er foreldrum 9. bekkinga boðið í kaffisopa með skólastjórnendum. Daginn eftir koma svo foreldrar 10. bekkinga og svo heldur þetta áfram fram í byrjun desember. Meðfygljandi er listi yfir kaffiboðin. Athugið að hann getur tekið breytingum. Við sendum boð á foreldra þegar nær dregur. En endilega taka morguninn frá. Við byrjum kl. 810 og hættum kl. 900.

Lesa meira

Starfsáætlun Salaskóla 2012

Starfsáætlun Salaskóla fyrir skólaárið 2012 – 2013 er komin út í pdf-formi. Hana er hægt að nálgast hér. Í starfsáætluninni er farið yfir fjölmarga þætti skólastarfsins og þeir skýrðir út. Við hvetjum foreldra til að skoða starfsáætlunina rækilega og kynna sér efni hennar.

Lesa meira

Vöfflur, nammi namm …

Á fjölgreindaleikum í síðustu viku var á einni stöðinni boðið upp á vöfflur eftir að liðið hafði leyst úr ákveðinni þraut. Krakkarnir voru afar ánægðir með þetta framtak stöðvarstjórans og vöfflurnar runnu ljúflega niður. Sumir komu svo að máli við stöðvarstjórann, hana Fríðu, og báðu um uppskrift að vöfflunum góðu. Að sjálfsögðu varð Fríða […]

Lesa meira

Hvað er þetta Kósý-herbergi sem allir eru að tala um?

Kósý-herbergi? Hvað er nú það, spurði einhver á fjölgreindaleikunum í gær?  Þegar farið var á stúfana til að njósna fundust loksins dyr sem merktar voru Kósý-herbergi  STÖР11. Inni ríkti verulega notaleg stemning þar sem liðsmenn eins liðsins voru að sýsla, sumir voru í tölvuspili, aðrir að horfa á vídeó og loks voru nokkrir að […]

Lesa meira

Liðin standa sig vel

Seinni dagur fjölgreindaleikanna fór vel af stað og bakarinn, indíánastelpan, kötturinn og jólasveinninn voru mætt á sína stöðvar til þess að taka á móti liðunum í morgunsárið. Krakkarnir í liðunum eru farin að þekkjast vel og koma ennþá sterkari inn í þrautirnar fyrir bragðið. Fyrirliðarnir eru til mikillar fyrirmyndar, sýna ábyrgð og beita sína liðsmenn […]

Lesa meira

Við slógum metið!

Liðsmenn í liði númer 38 komu fagnandi út úr einni stöðinni á efri hæð í gula húsi og hrópuðu: „Við slógum metið“. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þrautin á þessari stöð fólst í því að þekkja eins marga fána og mögulegt var á 10 mínútum. Greinilegt var að nokkrir í þessu liði voru […]

Lesa meira