Blátt áfram með sýningu
Á dögunum fengu nemendur í 2. bekk heimsókn frá Blátt áfram. Það voru þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds sem stjórnuðu brúðum í leikþættinum Krakkarnir í hverfinu.Námsefnið Krakkarnir í hverfinu fjallar um líkamlegt ofbeldi og er samið og þróað með það fyrir augum að fræða börn um líkamlegt ofbeldi og gera þau meðvituð um […]
Lesa meiraFingrafimir krakkar
Krakkarnir í 3. bekk eru að læra fingrasetningu þessa dagana og sýna því mikinn áhuga. Þau æfa sig á verkefnum sem eru inni á vef sem heitir Fingrafimi (http://vefir.nams.is/fingrafimi/) og skrá niður árangur sinn eftir hvern tíma. Þetta læra krakkarnir í svokallaðri tölvusmiðju í 3. bekk en einnig fá þau að æfa sig í ensku […]
Lesa meiraHafragrautur í morgunsárið
Dagurinn er tekinn snemma í Salaskóla. Krakkarnir mæta kl. 7:30 suma morgna og fara í íþróttatíma, ýmist í vali eða skyldu. Á miðvikudögum og föstudögum er þeim svo boðið upp á meinhollan hafragraut sem fyllir þau orku áður en þau setjast inn í kennslustund. Allir sem vilja geta þá fengið graut meðan birgðir endast. […]
Lesa meiraLestrarkeppni á miðstigi
Í dag hófst formlegur undirbúningur fyrir lestrarkeppnina LESUM MEIRA sem nemendur á miðstigi taka þátt í síðar í vetur en þá munu bekkjardeildir miðstigs keppa sín á milli. Keppnin er samvinna skólasafns og kennara miðstigs en sex skólar í Kópavogi standa að slíkri keppni í ár innan síns skóla. Markmiðið með þessu er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og áhugi á bókalestri eflist.
Skólaárið 2012-2013
Skólaárið 2012-2013 SeptemberFjölgreindaleikar fyrri dagurStöðvarstjórarFjölgreindaleikar seinni dagur OktóberVerðlaunaafhending fjölgreindaleikaJól í kassaLESUM MEIRA lestrarkeppnin NóvemberUpplestur Hilmars Arnar Óskarssonar DesemberPiparkökur skreyttarJólaball 1. – 7. bekkur 2012 JanúarIpad-stund hjá glókollum og sólskríkjum7. bekkur á ReykjumHundraðdagahátíðin FebrúarVetrardrottningarnarÖskudagur 2013Meistaramót í skák 1.-4. b. og kínverskir gestir DÆGRADVÖLIN- ýmsar myndir Mars Meistaramót Salaskóla 1. mars 2013 Þemavikan 18.- 22. […]
Lesa meiraFyrstubekkingar óðum að læra á skólann
Nemendur í músarrindlum, sem eru fyrstubekkingar, komu á bókasafnið á dögunum til að læra á það og velja sér bók. Stefanía á bókasafninu kenndi þeim á útlánin og hvert þau ættu að skila bókum þegar þau kæmu með bækurnar aftur. Það voru áhugasamir nemendur sem fylgdust með þessum leiðbeiningum og vönduðu sig síðan við að skrá bækurnar út […]
Lesa meiraSkólasetning
Nemendur streymdu á skólasetningu í morgun til þess að hitta umsjónarkennarann sinn, skólafélagana og fá stundaskrána í hendur. Krakkarnir voru hressir og glaðlegir að sjá eftir gott sumarfrí, eftirvæntingin skein úr andlitunum en það bar á feimni hjá einstaka nemanda eins og ofureðlilegt er. Foreldrar koma gjarnan með krökkunum í skólann fyrsta daginn. Skólinn hefst […]
Lesa meiraNýtt skólaár
Skrífstofa skólans hefur nú opnað aftur eftir sumarleyfi en undanfarna daga hafa stjórnendur skólans unnið hörðum höndum að því að hnýta lausa enda varðandi skipulag vetrarins. Mikilvægt er að við fáum sem fyrst tilkynningar um breytingar frá foreldrum ef einhverjar eru. Hlökkum til samstarfsins í vetur. Skólasetning er 22. ágúst og nemendur mæta sem […]
Lesa meiraSumarleyfi
Skrifstofa Salaskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá 21. júní. Opnað aftur 9. ágúst. Hægt er að skrá nýja nemendur í skólann hér á vefnum. Einnig er hægt að koma áríðandi skilaboðum til skólans með því að senda tölvupóst til skólastjóra hafsteinn@salaskoli.is. Hafið það gott í sumar. Athugið að gátlistar (innkauplistar) yfir það sem nemendur […]
Lesa meiraBréf frá skólastjóra vegna matar í mötuneyti Salaskóla
Í síðustu viku var þáttur á Stöð 2 þar sem fjallað er um offitu Íslendinga. Þar var minnst á mötuneyti Salaskóla en umsjónarmaður þáttarins hafði komið hér einn daginn og fengið sýnishorn af mat sem hún fór með í greiningu í Matís. Þennan dag var grísasnitsel í matinn og það er skemmst frá því að það kom á daginn að sneiðin innihélt 240 hitaeiningar (kcal) í hundrað grömmum, þar af 16-17% kolvetni og 11% fitu. Til samanburðar inniheldur hreint kjöt á milli 110-140 hitaeiningar í hundrað grömmum, þar af ekkert kolvetni og 3-6% af fitu. Þess ber að geta að utan um snitselið er brauðrasp sem inniheldur kolvetni. Í framhaldi af þessu hefur svo spunnist umræða um hollustu máltíða í skólamötuneytum og ályktanir dregnar út frá blessuðu snitselinu. Að því tilefni tel ég rétt að upplýsa ykkur um eftirfarandi.
Lesa meiraSkólanum slitið
Salaskóla var slitið í dag hjá 1. - 9. bekk en þá komu nemendur til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng lög og allir tóku undir skólasönginn "Í Salahverfið mætum við sérhvern skóladag..." áður en umsjónarkennarar gengu til stofu með bekkinn sinn til að afhenda einkunnirnar. Margir foreldrar fylgdu krökkunum sínum á skólaslitin í dag. Krakkarnir hlupu svo út í sumarið á eftir, léttir í lund, tilbúnir að takast á við ævintýrin sem bíða handan við hornið í sumarfríinu.
Í gærkvöldi var útskrift nemenda í 10. bekk sem fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga fluttu tónlistaratriði og fulltrúar nemenda auk umsjónarkennara í 10. bekk fluttu ávörp. Hver nemandi var kallaður upp á svið þar sem flutt voru vel valin orð um hann og prófskírteini afhent. Að athöfn lokinni buðu foreldrar upp á kaffi og kökur.
Lesa meira