Jafnréttisáætlun Salaskóla
Jafnréttisáætlun skólans 2014 er komin inn á heimasíða skólans. Hún er aðgengileg á hnappi með sama nafni undir SKÓLINN eða með því að smella á meðfylgjandi mynd.
Lesa meiraKórinn heimsótti Roðasali
Nýverið lagði Kór Salaskóla leið sína upp í Roðasali þar sem þau glöddu dvalargesti með söng. Þau stóðu sig með eindæmum vel og fengu á eftir glaðning í poka sem í var m.a. Sæmundur í sparifötunum !
Lesa meiraSkíðaferðir 25. og 27. mars
Þriðjudaginn 25. mars verður skíðaferð 5. - 7. bekkja og fimmtudaginn 27. mars fer 8. - 10. bekkur í Bláfjöll á skíði. Nemendur eiga að mæta kl. 8:30 í skólann og við munum leggja á stað klukkan 9:00. Það verður skíðað til kl. 14:40 og lagt af stað heim kl. 15:00. Þetta er ekki aðeins skíðaferð, nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti geta komið með sleða og snjóþotur. Allir sem fara á skíði þurfa að vera með hjálm - reiðhjólahjálmar duga alveg.
Dægradvöl fyrir 4. bekk næsta skólaár
Við höfum haft áhyggjur af því hversu lítið dægradvölin er nýtt fyrir 4. bekkinga. Við tökum umræðu um þetta í morgunkaffinu í janúar og þar kom fram að forledrar deila þessum áhyggjum með okkur. Við lögðumst því yfir þetta og erum komin með drög að spennandi verkefnum fyrir 4. bekkinga í dægradvöl næsta skólaár. […]
Lesa meiraSkólalóðin bætt svolítið í sumar
Í sumar verða svolitlar framkvæmdir á skólalóðinni. Boltasvæðið á malbikinu verður afmarkað, fimmhyrningsróla verður sett upp, setpallar settir hér og þar svo krakkarir geti tyllt sér, gúmmíhellur verða settar þar sem bæta þarf öryggi og svæði á lóðinni verða afmörkuð með girðingum. Þetta eru framkvæmdir upp á 5 milljónir og bætir sannarlega skólalóðina. Frekari […]
Lesa meiraVetrarleyfi á næsta skólaári
Það er búið að ákveða vetrarleyfisdaga næsta skólaár. Þeir eru 17. og 20. október og 23. og 24. mars. Skipulagsdagar á haustönn verða 10. október og 17. nóvember.
Lesa meiraÖskudagsgleði í Salaskóla
Í tilefni öskudagsins mættu nemendur í grímubúningum í skólann í morgun. Á göngum skólans mátti sjá gangandi legókubb, drauga, svífandi sjónvarp, ófrýnilegar nornir, stælgæja svo eitthvað sé nefnt. Allt setti þetta mikinn svip á skólann okkar í dag. Margt var í gangi og fóru skrautlegir nemendurnir á milli stöðva til að leysa hinar ýmsu þrautir og verkefni.
Skýrsla um ipadverkefnið
Á síðasta ári vann Salaskóli að þróunarverkefni um notkun spjaldtölva í skólastarfi. Sett hefur verið fram ítarleg skýrsla um verkefnið og hana er hægt að lesa hér – http://issuu.com/salaskoli/docs/rafraenn_skoli_-salaskoli
Lesa meiraInnritun í Salaskóla fyrir skólaárið 2014-2015
Innritun 6 ára barna (fædd 2008) fer fram í Salaskóla mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2014 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólans er nær dregur. Sérstök […]
Lesa meiraVetrarleyfi 21. og 24. febrúar
Vetrarleyfi er í grunnskólum Kópavogs föstudaginn 21. febrúar og mánudaginn 24. febrúar. Þá daga er engin starfsemi í Salaskóla.
Lesa meiraÚrslitin úr meistaramótinu 2014
Meistaramóti Salaskóla er lokið en úrslitin réðust föstudaginn 14. febrúar þegar allir þeir sterkustu úr hverjum árgangi hittust í keppninni um meistara meistaranna. Keppendur kepptu í þremur undanrásum og að auki kepptu 22 í svokallaðri Peðaskák. Heildarfjöldi þátttakenda var 193 nemendur sem eru ca. 37% af nemendum Salaskóla. Sigurvegari mótsins varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Meistari unglinga varð einnig Hildur Berglind […]
Lesa meiraFundur um netnotkun 13. febrúar
Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 – 21:00 bjóðum við foreldrum í 5. – 10. bekk til fundar um netnotkun barna og unglinga. Óli Örn Atlason, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar fer rækilega yfir málin. Hann hefur góða þekkingu á þessum málum og er vel inni í því sem krakkar eru að sýsla á netinu. Hann leitast við […]
Lesa meira