Innritun í Salaskóla fyrir skólaárið 2014-2015

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2008) fer fram í Salaskóla mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. mars. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum. Haustið 2014 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólans er nær dregur. Sérstök […]

Lesa meira

Vetrarleyfi 21. og 24. febrúar

Vetrarleyfi er í grunnskólum Kópavogs föstudaginn 21. febrúar og mánudaginn 24. febrúar. Þá daga er engin starfsemi í Salaskóla.

Lesa meira

Úrslitin úr meistaramótinu 2014

Meistaramóti Salaskóla er lokið  en úrslitin réðust föstudaginn 14. febrúar þegar allir þeir sterkustu úr hverjum árgangi hittust í keppninni um meistara meistaranna. Keppendur kepptu í þremur undanrásum og að auki kepptu 22 í svokallaðri Peðaskák. Heildarfjöldi þátttakenda var 193 nemendur sem eru ca. 37% af nemendum Salaskóla. Sigurvegari mótsins varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Meistari unglinga varð einnig  Hildur Berglind […]

Lesa meira

Fundur um netnotkun 13. febrúar

Fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 – 21:00 bjóðum við foreldrum í 5. – 10. bekk til fundar um netnotkun barna og unglinga. Óli Örn Atlason, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar fer rækilega yfir málin. Hann hefur góða þekkingu á þessum málum og er vel inni í því sem krakkar eru að sýsla á netinu. Hann leitast við […]

Lesa meira

Góðar niðurstöður Salaskóla í PISA

Niðurstöður fyrir Salaskóla í PISA voru að koma í hús. Í lesskilningi er meðaltal skólans 517 en meðaltal Íslands er 483, í læsi í náttúrufræði er meðaltal Salaskóla 522 en Íslandsmeðaltalið er 478 og í stærðfræði er meðaltal skólans 529 en meðaltal Íslands er 493. Sem sagt allsstaðar vel yfir landsmeðaltali. Þá er Salaskóli […]

Lesa meira

Hundraðdagahátíðin í 1.bekk

Í dag eru fyrstubekkingarnir okkar búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldið upp á daginn með hundraðdagahátíð. Þá er nú margt gert sér til skemmtunar og mikið um að vera. Nú rétt fyrir hádegi í dag var búið að koma fyrir skálum með góðgæti á eitt borðið og það var verkefni […]

Lesa meira

Foreldradagur 28. janúar

Á morgun, þríðjudaginn 28. janúar, er foreldradagur hér í Salaskóla þá koma nemendur með foreldrum sínum í skólann til að hitta umsjónarkennarann sinn og fá vitnisburð fyrir þá önn sem nú er liðin. Farið er yfir stöðu nemenda í náminu og horft til næstu annar. Í slíku viðtali setja nemendur sér gjarnan markmið fyrir […]

Lesa meira

Útivistin

Við höfum ítrekað þurft að halda börnunum inni í frímínútum vegna þess að skólalóðin er illfær og hættuleg vegna hálku. Við höfum látið sanda hvað eftir annað en það hefur lítið að segja í þeirri tíð sem nú er. Til að forða slysum höfum við því haldið börnunum inni.

Lesa meira

Foreldrum boðið í morgunkaffi

Í allmörg ár hafa stjórnendur Salaskóla haft þann ágæta sið að bjóða öllum foreldrum í morgunkaffi einu sinni á hverju skólaári. Að þessu sinni byrjum við í næstu viku en breytum nú aðeins út frá venjunni því nú eiga allir foreldrar í hverjum árgangi að mæta á sama tíma. Við byrjum alltaf kl. 8:10 […]

Lesa meira

Litlu-jólin og jólafrí

Í dag flykktust prúðbúnir nemendur í 1. – 7. bekk á Litlu jólin í Salaskóla. Í Klettagjá var fallega skreytt jólatré sem krakkarnir dönsuðu í kringum við undirleik hljómsveitarinnar Jólakúlnanna en meðlimir hennar voru að þessu sinni bæði nemendur og kennarar skólans. Allt í einu heyrðust háreysti mikil og inn um einn gluggann hentist rauðklæddur […]

Lesa meira

Jólasiðir í mismunandi löndum – Comeníusarverkefni

Nemendur á miðstigi hafa verið að vinna nokkur verkefni  í haust í tengslum við samvinnuverkefni okkar í Comenius.    Unnið hefur verið að sameiginlegri matreiðslubók  sem verður gefin út, einnig gerðu miðstigsnemendur myndband á spjaldtölvur um Íslenska jólasiði.   Þetta myndaband ásamt myndböndum frá hinum löndunum verða sett inn á sameiginlega vefsíðu landanna.   Tengill er á […]

Lesa meira

Hvernig varð jólaþorpið til?

Eins og fram hefur komið hér á síðunni er nú til sýnis í skólanum afrakstur þemaverkefnis nemenda í 7. og 8. bekk sem ber heitið JÓLAÞORPIÐ. Nokkrir nemendur tóku myndir meðan á gerð jólaþorpsins stóð sem sýnir vel hvernig verkið gekk fyrir sig. Myndasmiðir eru Magnús Garðar, Viktor Gunnars og Davíð Birkir og hér er […]

Lesa meira