Þemavika í Salaskóla

ema
Í þessari viku er þemaverkefni í gangi í skólanum sem hefur yfirskriftina HAFIÐ. Nemendum er skipt í hópa þvert á bekki og taka fyrir fjölmörg viðfangsefni er tengjast hafinu. Sumir eru að fjalla um hafsbotninn meðan aðrir einbeita sér að yfirborði sjávar og fjörunni.

Lesa meira

Jafnréttisáætlun Salaskóla

Jafnréttisáætlun skólans 2014 er komin inn á heimasíða skólans. Hún er aðgengileg á hnappi með sama nafni undir SKÓLINN eða með því að smella á meðfylgjandi mynd.

Lesa meira

Kórinn heimsótti Roðasali

Nýverið lagði Kór Salaskóla leið sína upp í Roðasali þar sem þau glöddu dvalargesti með söng. Þau stóðu sig með eindæmum vel og fengu á eftir  glaðning í poka sem í var m.a. Sæmundur í sparifötunum !

Lesa meira

Skíðaferðir 25. og 27. mars

Þriðjudaginn 25. mars verður skíðaferð 5. - 7. bekkja og fimmtudaginn 27. mars fer 8. - 10. bekkur í Bláfjöll á skíði. Nemendur eiga að mæta kl. 8:30 í skólann og við munum leggja á stað klukkan 9:00. Það  verður skíðað til kl. 14:40 og lagt af stað heim kl. 15:00. Þetta er ekki aðeins skíðaferð, nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti geta komið með sleða og snjóþotur. Allir sem fara á skíði þurfa að vera með hjálm - reiðhjólahjálmar duga alveg. 

Lesa meira

Dægradvöl fyrir 4. bekk næsta skólaár

Við höfum haft áhyggjur af því hversu lítið dægradvölin er nýtt fyrir 4. bekkinga. Við tökum umræðu um þetta í morgunkaffinu í janúar og þar kom fram að forledrar deila þessum áhyggjum með okkur. Við lögðumst því yfir þetta og erum komin með drög að spennandi verkefnum fyrir 4. bekkinga í dægradvöl næsta skólaár. […]

Lesa meira

Skólalóðin bætt svolítið í sumar

Í sumar verða svolitlar framkvæmdir á skólalóðinni. Boltasvæðið á malbikinu verður afmarkað, fimmhyrningsróla verður sett upp, setpallar settir hér og þar svo krakkarir geti tyllt sér, gúmmíhellur verða settar þar sem bæta þarf öryggi og svæði á lóðinni verða afmörkuð með girðingum. Þetta eru framkvæmdir upp á 5 milljónir og bætir sannarlega skólalóðina. Frekari […]

Lesa meira

Vetrarleyfi á næsta skólaári

Það er búið að ákveða vetrarleyfisdaga næsta skólaár. Þeir eru 17. og 20. október og 23. og 24. mars. Skipulagsdagar á haustönn verða 10. október og 17. nóvember. 

Lesa meira

Öskudagsgleði í Salaskóla

oskudagur
Í tilefni öskudagsins mættu nemendur í grímubúningum í skólann í morgun. Á göngum skólans mátti  sjá gangandi legókubb, drauga, svífandi sjónvarp, ófrýnilegar nornir, stælgæja svo eitthvað sé nefnt. Allt setti þetta mikinn svip á skólann okkar í dag. Margt var í gangi og fóru skrautlegir nemendurnir á milli stöðva til að leysa hinar ýmsu þrautir og verkefni.

Lesa meira

Skýrsla um ipadverkefnið

Á síðasta ári vann Salaskóli að þróunarverkefni um notkun spjaldtölva í skólastarfi. Sett hefur verið fram ítarleg skýrsla um verkefnið og hana er hægt að lesa hér – http://issuu.com/salaskoli/docs/rafraenn_skoli_-salaskoli

Lesa meira

Innritun í Salaskóla fyrir skólaárið 2014-2015

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2008) fer fram í Salaskóla mánudaginn 3. og þriðjudaginn 4. mars. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum. Haustið 2014 munu skólinn hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 22. ágúst. Nánari upplýsingar eru á heimasíðum skólans er nær dregur. Sérstök […]

Lesa meira

Vetrarleyfi 21. og 24. febrúar

Vetrarleyfi er í grunnskólum Kópavogs föstudaginn 21. febrúar og mánudaginn 24. febrúar. Þá daga er engin starfsemi í Salaskóla.

Lesa meira

Úrslitin úr meistaramótinu 2014

Meistaramóti Salaskóla er lokið  en úrslitin réðust föstudaginn 14. febrúar þegar allir þeir sterkustu úr hverjum árgangi hittust í keppninni um meistara meistaranna. Keppendur kepptu í þremur undanrásum og að auki kepptu 22 í svokallaðri Peðaskák. Heildarfjöldi þátttakenda var 193 nemendur sem eru ca. 37% af nemendum Salaskóla. Sigurvegari mótsins varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir. Meistari unglinga varð einnig  Hildur Berglind […]

Lesa meira