Forskóli tónlistarnáms

Undanfarin ár hefur skólinn boðið nemendum í 2. bekk upp á flautunám í litlum hópum beint eftir skóla. Þetta geta öll  7 ára börn nýtt sér hvort sem þau eru í dægradvölinni eða ekki.

Kostnaði er stillt í hóf og hafa börn í dægradvöl einungis verið að borga fyrir flautu og námsefni, en ef  það er til blokkflauta á heimilinu þá er sjálfsagt að nota hana.

Ef barnið er ekki í dægradvöl þá bætist við hófstillt námskeiðsgjald. Þetta tilboð hafa mörg börn nýtt sér sem stefna á að fara í tónlistarskóla og læra á hljóðfæri. Þarna læra þau grunnatriði í tónfræði og nótnalestri í gegnum hljóðfæraleik, hreyfingu, sköpun og verkefnavinnu.

Kennt verður í beinu framhaldi af skóla eða kl. 13: 35 – 14: 15. Foreldrar barna í 2. bekk hafa fengið nánari upplýsingar í tölvupósti. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .