Skákmót
Meistaramót Salaskóla í skák 2017 hefst á morgun 15. mars. Keppt er í fjórum aldurshólfum og svo er lokamót, meistaramót meistaranna, þar sem 3-4 úr hverjum árgangi taka þátt. Skákkennari er Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir Dagskrá er sem hér segir: Fimmtudaginn 16. mars kl. 8:20 til 11: 30 – 1. og 2. bekkur Föstudaginn 17. […]
Lesa meiraSalaskóli is closed on March 14th
Tuesday March 14th Salaskoli has an organization and planning day for the staff. We draw to your attention to the fact that the after school activities (Dægradvöl) is closed this day. The staff of the after school program gets two days in the school year to plan their work and this is one of […]
Lesa meiraSkipulagsdagur 14. mars – dægradvölin lokuð
Þriðjudaginn 14. mars er skipulagsdagur í Salaskóla. Við vekjum sérstaka athygli á að dægradvölin er lokuð þennan dag, en starfsfólk dægradvalar fær tvo daga á starfstíma skóla til að vinna að skipulagi starfsins. Þennan dag munum við vinna að skipulagningu næstu mánaða. Sérstök áhersla verður á tilhögun námsmats í vor. Við munum einnig skoða […]
Lesa meiraGreen Screen myndir
Hér í Salaskóla er svokallaður Green Screen veggur. Með honum er hægt að velja sér bakgrunn í myndatökum þar sem notast er við app úr spjaldtölvunum. Nokkrir krakkar tóku stórskemmtilegar og skapandi myndir á Öskudaginn þar sem þau nýttu sér Green Screen tæknina. Fleiri myndir má nálgast hér
Lesa meiraSkíðaferð 2017
Nemendur fengu val um að fara í skíðaferð upp í Bláfjöll í góða veðrinu eða taka þátt í öskudagsgleðinni nú á miðvikudaginn. Margir nemendur ákváðu að skella sér á skíði og skemmtu sér konunglega. Fleiri myndir má nálgast í myndasafni, en þær Ása, Jóhanna Björk og Ragnheiður eiga heiðurinn að þeim.
Lesa meiraÖskudagur 2017
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur hér í Salaskóla með balli, leikjum og að lokum pylsuáti. Margir nemendur komu í mjög svo frumlegum búningum. Leyfum myndunum að tala sínum máli. Fleiri myndir má nálgast í myndasafni
Lesa meiraTilkynning til foreldra vegna veðursins
Veðrið er að versna og spáin vond. Það á að vera mjög slæmt frá ca. 11:00 – 17:00 í dag. Við höldum börnunum inni í skólanum í dag og sendum engan heim þegar veðrið er vont. Foreldrar verða að sækja börnin en óráðlegt að fara af stað meðan veðrið er verst – þá lenda […]
Lesa meiraVont veður – bad weather
Veður er að versna og spáin vond. Smellið á linkinn og lesið. Bad weather focast. Please read the following link: Röskun á skólastarfi / disruption of school operation
Lesa meiraEinelti – Myndband
Nokkrir strákar úr 7. bekk gerðu myndband um einelti. Þetta er virkilega vel gert hjá þessum strákum og við vonumst til að sjá eitthvað fleira eftir þá í framtíðinni. Einelti – Myndband (smellið hér til að skoða myndbandið)
Lesa meiraÖskudagur í Salaskóla
Öskudagur er miðvikudaginn 1. mars nk. Að venju verður öskudagsgleði í skólanum og krakkarnir mæta í búningum. Hér verða svo ýmsar uppákomur allan morguninn þar sem búningarnir nýtast vel. Skólinn er til hádegis þennan dag en dægradvölin er opin eftir að skóla lýkur.
Lesa meiraBreyting á aðalnámskrá grunnskóla og reglugerð um innritun í framhaldsskóla
Athygli er vakin á auglýsingu um breytingu á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla. Breytingarnar varða brautskráningu úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið. Í auglýsingu nr. 894/2016, sem birt var í Stjórnartíðindum 31. október 2016, staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra breytingar á aðalnámskrá grunnskóla og greinasviðum með aðalnámskrá grunnskóla. Meginbreytingin lýtur […]
Lesa meiraInnritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2017-2018
Innritun 6 ára barna (fædd 2011) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2017 og stendur hún til 8. mars. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2017 munu skólar […]
Lesa meira