Valgreinar á vorönn
Nú er komið að því að velja valgreinar vorannar. Allir nemendur eiga að fara inn á valsvæðið og velja þar það sem vekur mestan áhuga. Þar eru allar upplýsingar um það sem er í boði og hvernig á að velja. Þetta þarf að gerast í síðasta lagi næsta sunnudag, 18. desember.
Lesa meiraGóð þátttaka nemenda og foreldra í námsfundum haustsins
Í morgun var námsfundur með foreldrum og nemendur 7. bekkja og var það jafnframt síðasti námsfundurinn á þessu hausti. Kennarar og stjórnendur eru þá búnir að funda með öllum árgöngum skólans. Fundarsókn var feykigóð og húsfyllir á öllum fundum. Að þessu sinni fórum við nýja leið því að nemendur sátu fundina með foreldrum sínum […]
Lesa meiraSkákstarfið í haust
Kraftmikið skákstarf hefur verið í Salaskóla í haust undir stjórn Sigurlaugar Regínu Friðþjófsdóttur. Æfingar hafa verið reglulega og í nóvember fóru fram fjölmörg innanskólamót þar sem nemendur úr öllum árgöngum leiddu saman hesta sína. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá mótunum.
Lesa meiraSkákmót skóla í Kópavogi
Föstudaginn 25. nóvember var skákmót liða úr 3. – 7. bekkjum í grunnskólum Kópavogs. Lið Salaskóla vann í 3. – 4. bekk og hreppti gullið. Keppendur Salaskóla voru Gunnar Erik, Kjartan, Brynjar Emil, Breki og Sigurður Kristófer. Í 5. – 7. bekk lenti lið Salaskóla í 7. – 10. sæti en lið Álfhólsskóla var […]
Lesa meiraÍ dag / today
Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Ágætt ef foreldrar sem keyra […]
Lesa meiraSlæmt veður – pay close attention to weather forecasts
Veðurspá sýnir að börn gætu átt erfitt með að ganga í skólann að morgni dags, föstudagsins 11. nóvember, og er því sérstaklega mikilvægt fyrir foreldra / forráðamenn að fylgjast með fréttum. EnglishThe weather forecast for the Reykjavík area tomorrow suggests that children may have difficulties travelling to school. Primary schools will stay open but […]
Lesa meiraNámsfundir með foreldrum og nemendum
Eins og foreldrar hafa eflaust tekið eftir höfum við ekki verið með námskynningar í haust. Þær eru á vissan hátt barn síns tíma enda hefur samskiptatækni fleytt fram og að ýmsu leyti sinnt því hlutverki sem námskynningar gegndu áður. Þetta hefur m.a. komið fram í frekar slakri mætingu foreldra á þessa fundi. Við höfum […]
Lesa meiraADHD dagur í Salaskóla 26. október
Á morgun, miðvikudag, verður ADHD-dagur í Salaskóla. Þá ætlum við að velta fyrir okkur fjölbreytileikanum og allir bekkir ætla að horfa á myndbandið sem við gerðum í fyrra – Allir geta eitthvað, enginn getur allt. Og svo til að undirstrika fjölbreytnina í mannlífsflórunni þá hvetjum við alla til að koma í einhverju röndóttu eða […]
Lesa meiraKvennafrídagur
Vegna kvennafrídags beinum við þeim tilmælum til foreldra og þá ekki síst feðra að þeir sæki börn sín snemma í dag í dægradvölina enda munu mjög margar starfskonur skólans fara úr vinnunni um kl. 14 til að taka þátt í dagskrá dagsins. Dægradvölinni verður þó ekki lokað kl. 14 en þar sem þar starfa […]
Lesa meiraVetrarleyfi á fimmtudag og föstudag
Á fimmtudag og föstudag er vetrarleyfi í grunnskólum Kópavogs og skólinn alveg lokaður. Dægradvölin líka.
Lesa meiraSkipulagsdagur 7. október
Föstudaginn 7. október verður skipulagsdagur í Salaskóla og öðrum grunnskólum í Kópavogi. Sama á einnig við um leikskólana hér í hverfinu. Þennan dag er dægradvölin einnig lokuð en á skólaárinu eru tveir skipulagsdagar í dægradvölinni. Sameiginleg fræðsludagskrá er fyrir alla grunnskólana á vegum menntasviðs Kópavogsbæjar og er áherslan þar á lestur og mál. Starfsfólk […]
Lesa meiraFjölgreindaleikarnir 5. og 6. október
Fjölgreindaleikar Salaskóla eru einn mikilvægasti viðburður skólaársins. Fyrstu fjölgreindaleikar Salaskóla voru vorið 2003, á öðru starfsári skólans. Það voru kennarar við skólann sem áttu hugmyndina að leikunum og síðan hafa þeir breiðst út til fjölda skóla á Íslandi. Markmiðið með leikunum er að vinna að góðum skólabrag með því að nemendur á ólíkum aldri vinna saman að lausn verkefna sem reyna á allar greindir mannskepnunnar.
Lesa meira