Dregur úr einelti í Salaskóla

Í desember var gerð könnun meðal nemenda í 4. – 10. bekk um einelti. Samskonar könnun hefur verið lögð fyrir á hverju hausti undanfarin ár. Niðurstöður könnunarinnar er athyglisverðar. Í fyrsta lagi dregur heldur úr einelti frá því fyrir ári síðan, þ.e. nú segjast 9% nemenda hafa orðið fyrir einelti á móti tæplega 15% í fyrra. Auk þess líður nemendum almennt betur en fram kom í fyrra.

Fleira áhugavert kemur fram. Mikill munur kemur fram í viðhorfum stráka og stelpna til eineltis. Fleiri stelpur eru tilbúnar að leggja aðra í einelti en strákar og einnig eru fleiri stelpur sem segjast hafa lagt aðra í einelti sl. 2-3 mánuði.

Niðurstöðurnar má finna hér á heimasíðunni Niðurstöður Olweusar-könnunar des. 2009 

Birt í flokknum Fréttir.